Undanþágusambandið, Sérlausnasambandið og Ísland

ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 var í raun ekki aðildarumsókn heldur undanþáguumsókn. Rök ESB-sinna á Íslandi eru fyrst og fremst þau að við getum ekki rekið hér fullveðja samfélag og verðum að segja okkur til sveitar hjá Brussel.

Evrópusambandið er meginlandsbandalag og nágrannaþjóðir okkar við Norður-Atlantshaf, Færeyingar, Grænlendingar og Norðmenn, láta sér ekki til hugar koma að ganga í bandalagið. Evrópusambandið var ekki góð söluvara og því var sótt um Undanþágusambandið.

Samfylkingin með Össur Skarphéðinsson í  broddi fylkingar fékk fljótlega að heyra það í Brussel að undanþágur frá meginreglum Evrópusambandsins væru ekki í boði. Leiðin inn í Evrópusambandið væri leið aðlögunar, eins og margoft hefur komið fram.

Undanþágusambandið var samfylkingarspuni. Þegar sá spuni var hrakinn spann Samfylkingin nýjan vef um Sérlausnasambandið sem Íslendingum væri óhætt að ganga til liðs við.

Hvorki Undanþágusambandið né Sérlausnasambandið eru til nema í spunavél Samfylkingar.

Evrópusambandið,  á hinn bóginn, er fyrirbæri með heimilisfang í Brussel og þangað er ekki skynsamlegt að senda fullveldi okkar og forræði eigin mála.

 


mbl.is Fást varanlegar undanþágur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband