Merkilega fólkið og stjórnarskráin

Ólína Þorvarðardóttir, Þór Saari, Valgerður Bjarnadóttir og fáeinir aðrir þingmenn eru merkilegra fólk en við hin. Kynslóðir á undan okkur hafa búið við stjórnarskrána og aldrei gert atlögu að henni né reynt að grafa undan þeirri stjórnskipun sem hún tryggir.

Ólína, Þór, Valgerður og annað merkilegt fólk þykist vita betur en meirihluti þjóðarinnar, að ekki sé talað um gengnar kynslóðir. Þrenningin nær ekki upp í nef sér af hneykslun þegar atlögu minnihlutastjórnar Samfylkingar og VG að stjórnarskránni mistekst.

Merkilega fólkinu finnst jafnvel óþarfi að þjóðin fái að kjósa sér nýjar pólitískar áherslur. Þess vegna ætlast merkilega fólkið til þess að þingið sem hættir störfum eftir fáeina daga ákveði hvaða skoðun næsta þing skuli hafa.

Ef merkilega fólkið fengi að ráða yrðu ekki neinar kosningar, enda óþarfi þar sem merkilegasta fólkið er við stjórnvölinn.


mbl.is Sorg í hjarta yfir stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Aldrei gert atlögu að henni" segir þú. Skoðum staðreyndir: Allir forystumenn stórnmálaflokkanna lofuðu heilli og nýrri stjórnarskrá 1943-44. Forseti Íslands brýndi þá til dáða í nýjársávarpi 1949. Bjarni Benediktsson var formaður stjórnarskrárnefndar en varð að gefast upp 1953 af því að allir flokkar kröfðust neitunarvalds. 1959 var "gerð atlaga að" kjördæmaskipan og kosningum gegn harðri andstöðu minnihluta Alþingis. Síðar voru skipaðar margar stjórnarskrárnefndir sem allar "gerðu atlögu að henni" án árangurs, t. d. nefnd Gunnars Thor ´83.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2013 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband