Brynjar biður um hringlaga þríhyrning

Brynjar Níelsson þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins segist vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu en vill engu að síður halda aðlögunarviðræðum áfram. Benedikt Jóhannesson fékk Brynjar á fund þess fámenna hóps í Sjálfstæðisflokknum sem vill Ísland í ESB.

RÚV, sem starfar í þágu ESB-umsóknarinnar, birti vitanlega frétt um málið.

Brynjar ætti að kynna sér Evrópumálin betur áður en hann gefur út yfirlýsingar sem ekki standast. Evrópusambandið tekur aðeins við umsóknum frá ríkjum sem staðföst eru í afstöðu sinni til þess að ganga í sambandið.  Stefan Füle stækkunarstjóri gaf út rit sumarið 2011 sem er samhljóða útgáfu frá 2007 þar sem aðlögun er útskýrð. Hér er sagt á bls. 9

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Ef Brynjar er í raun og veru andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu þá getur hann ekki verið hlynntur aðlögunarferli inn í sambandið. Það væri eins og að biðja um hringlaga þríhyrning.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði að ESB-ferlinu skuli hætt. Má ekki biðja þingmannsefnið að hlíta þeirri lýðræðislegu niðurstöðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo merkilegt að fólk geti ennþá haldið því fram að það sé einhver pakki til að kíkja í.  Það hefur svo rækilega verið hrakið af ESB kommisserunum sjálfum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 12:35

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Vel að orði komizt Páll

Kristján Þorgeir Magnússon, 6.3.2013 kl. 12:54

3 Smámynd: Sólbjörg

Ef satt reynist að Brynjar sé hlynntur áframhaldandi aðildaraðlögun að ESB þá hefur hann farið með ósannindi í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins. Brynjar fullyrti þá að hann væri algerlega mótfallinn aðild. Þúsundir sjálfstæðismanna kusu eingöngu þá sem afdráttarlaust yfirlýstu andstöðu gegn ESB. Forysta XD ætti að fá skýringar frá Brynjari, almennir flokksmenn eiga rétt á því áður en til kosninga kemur í april. Takk Páll.

Sólbjörg, 6.3.2013 kl. 13:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

“Ákvörðunin óskynsamleg” segir Brynjar Níelsson. Nei herra Brynjar,hún er skynsamleg og rétt ,því nú eru komin þau tímamót,þar sem allur þorri landsmanna getur leiðrétt,þá þvinguðu óréttlátu umsókn sem Kratar hrundu af stað. Og svo heldur Brynjar áfram: “ Það gengur ekki að stjórnvöld sem taka við,breyti ákvörðun þeirrar fyrri,sem var tekin og er enn í ferli”,. Það er meinbaugur á þeirri fyrri,hvers á allur sá fjöldi sem vill alls ekki ganga í þetta Evrópuapparat að gjalda,? Ef hæstvirtir ráðherrar komast upp með að ljúga að þjóðinni að um umsókn og aðeins umsókn,hafi verið að ræða,þá myndi góður lögfræðingur dæma hana ógilda. Hvar værum við stödd ef eðlileg þjóðhöll ríkisstjórn hefði tekið við völdum 2009,sem hefði byrjað á velferðarmálum og þeir peningar sem fóru í aðildarumsókn,með tilheyrandi kúgun um Icesave,verið notaðir í að reisa skútuna við. Vona að skoðanasystkyn mín tjái sig,á eftir mér,þetta er engan vegin tæmandi. KOMA SVO!

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2013 kl. 13:17

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eðlileg Þjóðholl ríkisstjórn,leiðréttist hér með. Gott að þú bentir á þetta Sólbjört.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2013 kl. 13:20

6 Smámynd: Sólbjörg

Ef Brynjari finnst það svona skynsamlegt að halda áfram aðildarferlinu en vera jafnframt á móti aðild Íslands að ESB , þá þarf einhver velviljaður að benda Brynjari á að hann smellpassar í VG en ekki xD. Því í VG er öll flokksforystan haldin sömu öfugmæla vitbrengluninni. Þess vegna trúi aldrei orði af því sem VG fullyrða.

Sólbjörg, 6.3.2013 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband