Reykjavík 101 stjórnar VG

ESB-sinnar eru hlutfallslega flestir í Reykjavík. Sérfræðingar af ýmsu tagi í vinnu hjá ríkinu eru hrifnir af ESB-aðild enda bætir aðildin atvinnumöguleika þeirra. Þetta fólk velur sér oft búsetu í hverfi 101 til að vera nærri kjötkötlunum.

Um 72 prósent kjósenda á landsbyggðinni er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn á liðnu hausti.

 Það er augljóst hverjir ráða ferðinni í VG.


mbl.is Landsbyggðarfólk farið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Sennlega rétt hjá þér enda frumstæður afturhaldshugsanaháttur mjög algengur á landsbyggðinni og skiptir þá litlu máli hvað í flokki menn eru.  Á landsbyggðinni bljómstrar rasismi og  hræðsla við útlendinga.  Þar vill fólk ekkert fá að sunnan nema peningana, aðkomumenn eru fyrirfram stimplaður glæpalýður.

Óskar, 27.2.2013 kl. 08:29

2 Smámynd: Aðalsteinn Ingi Jónsson

Óskar , "hvaða peninga fær landsbyggðin að sunnan"?.  Þú hefur greinilega ekki séð skýrslu Háskólans á Akureyri um hvaðan tekjur ríkisins koma og hvert þær fara.

Aðalsteinn Ingi Jónsson, 27.2.2013 kl. 09:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það væri gott að fá svar og sönnun fyrir því.  Ég býð spennt eftir að heyra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2013 kl. 11:25

4 identicon

Þetta 101-tal er ákaflega barnalegt og lítt upplýsandi. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 18:57

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nú hefur komið í ljós að þessi fullyrðing Rangars er ekkert annað en óráðshjal tapsárs manns.

Um var að ræða tvær atkvæðagreiðslur sem fóru fram kl. 13:30 og 14:30 á fundi sem stóð til kl. 17:00. Það voru jafn margir sem greiddu atkvæði í þessum atkvæðagreiðslum eins og atkvæðagreiðslum fyrr um daginn.

En eins og Árni Þór sagði þá er sannleikurinn ekki að þvælast fyrir Morgunblaðinu þegar annað hentar pólitískri sýn rítstjórans.

Sigurður M Grétarsson, 28.2.2013 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband