Bugaður maður verður neðanmálsgrein

Í Kastljósi í gærkveldi sat bugaður maður á hraðri leið að verða neðanmálsgrein í stjórnmálasögunni. Hann bað um að ekki yrðu fundnir sökudólgar vitandi upp á sig skömmina. Sjálfur vílar hann aldrei fyrir sér að útdeila sekt og skömm fyrir tilbúnar sakir. Fallið er hátt fyrir konung ósvífinna stjórnmála.

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG vann einn stærsta kosningasigur lýðveldissögunnar í apríl 2009 sólundaði trausti þjóðarinnar á altari sjálfsdýrkunar, dómgreindarleysis og valdafrekju.

Til að veita forystu í Icesave-deilunni valdi Steingrímur J. pólitískan fóstra sinn, Svavar Gestsson, sem er svo gjörsamlega úti á þekju í fjármálum að honum var ekki treyst fyrir tékkhefti þegar hann var ráðherra löngu fyrir daga greiðslukorta. Enda var fyrsti Icesave samningurinn svo fullkomlega út í bláinn að jafnvel andstæðingar okkar, Bretar og Hollendingar, sýndu því fullan skilning að stjórnarandstaðan malaði hann mélinu smærra.

Áður en glíman hófst við Icesve var Steingrímur J. búinn að svíkja í grundvallarmáli róttækra vinstristjórnmála alla lýðveldissöguna með því að skrifa upp á ESB-umsókn Samfylkingar.

Kjósendur munu með viðeigandi hætti þakka Steingrími J. og VG stuðninginn við fullveldið og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í kosningunum eftir þrjá mánuði.

 


mbl.is Icesave aðeins „fótnóta í sögunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur nokkur stjórnmálamaður nokkurntíma haft jafn oft og illa rangt fyrir sér í öllu sem hann hefur látið sér um munn fara. Ég efast um það.

Nú er tilefni til að taka feril og skoðanir þessa manns saman í bók.

Hann hefur alltaf lagt allt umdir en aldrei haft eina tölu rétta í lottói stjórnmálanna.

Það verður arfleifð hans.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 08:54

2 Smámynd: rhansen

Enginn maður i seinnitima stórnálum hefur tekið eins óskiljanlegum hamskiptum frá að vera stjórnarandstæðingurinn Steingrimur Sigfússon og til að verða Ráðherrann Steingrimur Sigfússon....ekki á eg skyringu ,kanski einhver annar ?  hann er meira en brjóstumkennanlegur maður i dag og ef með honum leynist ennþá einhver sómi og sann ..ætti hann að skilja að það eina sem fengi smá hluta af hans orðspori  bjargað ,væri að yfirgefa vigvöllinn "Nuna " játa mistök sin og leggja ekki úti baráttuna fyrir kosningarnar i þessari stöðu og þurfa horfast i augu við ennþá verri útreið en núna blasir við ...!!

rhansen, 29.1.2013 kl. 13:44

3 Smámynd: Magni Hjálmarsson

Ég er alveg ósammála ykkur. Mér finnst að Steingrímur og Jóhanna hafi unnið þrekvirki við að "vaska upp" eftir Hrunið. Vígstaða þeirra var allt önnur í ICESAVE málinu, standandi frammi fyrir alþjóðasamfélaginu sem ábyrgir stjórnendur þjóðar sem hafði orðið sér til skammar. Við götustrákarnir á Álftanesi gátum án ábyrgðar kveikt elda og verið með læti. Það er hrein hundaheppni að hafa fengið þessa niðurstöðu, enda sást á viðbrögðum stjórnarandstöðunnar í gær að það átti enginn von á henni.

Magni Hjálmarsson, 29.1.2013 kl. 18:33

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magni.

Kallarðu það hundaheppni að fundist hafi dómstól sem dæmir lögum samkvæmt?

Ef svo er þá er það til merkis um hverskonar vandamál eru að hrjá okkur.

Þetta er ekki spurning um heppni. Þetta er vígstaða.

Almennings gegn ofríki yfirþjóðlegra fjármálavelda.

Ástæðan fyrir því að við getum sigrað er að við erum ekki í vopnaskaki.

Njótum þeirra forrétinda að GETA barist á allt öðru plani og þróaðra.

Uprising can be opressed. Insurrections are a lot harder to eradicate.

Það er tími til að fólk fari að venjast þessum veruleika og mikilvægi þess að berjast fyrir honum. Ég vil frekar búa í honum en þeim vopnaða, og vil það sama fyrir komandi kynslóðir. 

Besta framlag Íslendinga til heimsins er ef við gefum gott fordæmi.

Það gerum við aldrei ef við erum hugsunarlaust meðvirk ytri þrýstingi.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband