Aðeins ESB-sinnar eftir í VG

Brotthvarf Hjörleifs Guttormssonar úr VG sýnir svo ekki verður um villst að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu telja flokkinn ekki á vetur setjandi. Undir forystu Steingríms J. og Katrínar Jakobs er VG orðinn flokkur laumu-aðildarsinna.

Öll pólitísk álitamál standa í skugga spurningarinnar um hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu eða ekki. Forysta VG talaði tungum tveim og sitt með hvorri allt kjörtímabilið; þóttist á móti ESB-aðild en vann þó leynt og ljóst að framgangi aðlögunar með því að ráðuneyti VG-ráðherra tóku við aðlögunarstyrkjum frá Brussel.

Enginn andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu getur lagt nafn sitt við VG. 


mbl.is Segir sig úr Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndi jafnvel ganga svo langt að engin heiðvirð manneskja vönd að virðingu sinni leggi nafn sitt við Castro norðursins Steingrím og hirðina hans.. :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 11:23

2 identicon

Verður það ekki næsta verkefni Steingríms að VG og Björt framtíð sameinist

Þetta eru jú mestu ESB sinnarnir

sæmundur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband