Stefán Ólafsson: vinstrimenn illa af guði gerðir

Stefán Ólafsson prófessor heggur í sama knérunn og ýmsir aðrir yfirlýstir vinstrimenn: skýringin á bágri stöðu ríkisstjórnarinnar og VG sérstaklega er sundrungin.

Stefán reynir ekki að útskýra hvers vegna vinstrimenn eru sérstaklega ofurseldir sundurlyndi öðrum fremur. 

Skýring Stefáns heldur ekki vatni. Vinstrimenn eru ekki verr af guði gerðir en aðrir. Það er ástæða fyrir ömurlegri stöðu fyrstu hreinu vinstristjórnar lýðveldissögunnar og sú ástæða er ESB-umsóknin og svik VG í Evrópumálum.

Sundurlyndið er rammpólitískt en er ekki spurning um brest í persónuleika fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú alveg furðulega lélegt efni í þessari vinstri elítu á Íslandi

Hlýtur bara að vera frekar svona slappt verklag hjá guði.  Svei mér þá.

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 19:40

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning hvort Stefán hafi ekki eitthvað til síns máls, að vinstrimenn séu eitthvað örlítið verri af guði gerðir. A.m.k. virðist vera nauðsynlegt fyrir þá, suma hverja, að hafa stefnu flokksins bundna í nafni hans.

Gunnar Heiðarsson, 24.1.2013 kl. 21:25

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Slappt verklag hjá Guði Jónasgeir ???.  Eru guðirnir ekki í háskólanum? Það hefur alla veganna hvergi verið einsmikið lagt í að framleiða guði annarstaðar á Íslandi en í háskólunum.  Sumt af því sem framleitt er þar trúir á óskinsemi fjöldans og göfgi hinnar einu sönnu heilögu og vængjuðu Jóhönnu. Það er athyglisvert að háskóla prófessor telur að endur reisn Íslensks samfélags eftir hið svonefnda hrun sé lokið.

  Það er og athyglisvert að þessi ágæti prófessor trúir á heilaga Jóhönnu og undrast fylgistap hennar sem þó stafar af ofrisi flugfreyjunnar, sem veldur strolli , sem allir vita að við það missa vængir lyft og hrap er ekki bara reikningslegt heldur mun fremur náttúrulegt. Um þetta er svo sem ekkert að segja, þar sem það er ósæmilegt að gera guði að kjánum.        

Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2013 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband