Stjórnarskrá Samfylkingar og VG: nei takk

Jóhönnustjórnin tapaði trausti þjóðarinnar á miðju kjörtímabili.  Tilraun til að þvinga fram nýja stjórnarskrá vinstriflokkanna á síðustu starfsdögum stjórnarinnar er til að hrófla upp leiktjöldum fyrir þingkosningar í apríl.

Í Icesave-málinu, þ.e. samningum við Holland og Bretland um að íslensku almenningur beri ábyrgð á fjármálasukki Björgólfsfeðga, var vinstristjórnin í tvígang gerð afturreka í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með tvöfalt tap á bakinu hefði ríkisstjórnin átt að rifa seglin og vinna að framgangi nærtækra mála, eins og endurreisn efnahagskerfisins og að koma hrunverjum undir lás og slá.

En stórveldisdraumar Jóhönnustjórnarinnar létu ekki umboðsleysi aftra sér. Áfram var haldið með tvö mál sem kjósendur höfðu ekki veitt samþykki sitt fyrir.

Aukafundur í ríkisstjórninni fyrir viku staðfesti sjálfheldu ESB-umsóknarinnar. Ríkisstjórnin er ófær um að horfast í augu við veruleikann og afturkalla umsóknina og hún er jafnframt svo sjálfri sér sundurþykk að hún kemst hvergi áfram með umsóknina.

Í dag verður fundað um stjórnarskrá sem vinstriflokkarnir bera fram í laustengdu bandalagi við önnur óreiðuöfl í samfélaginu. Tilraun verður gerð til að plata stjórnarandstöðuna til að skrifa upp á ónýtt plagg skrifað út í bæ af umboðslausu stjórnlagaráði. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fremdu pólitíkst sjálfsmorð með því að skrifa upp á stjórnarskrárfrumvarp sem stefnir stjórnskipun lýðveldisns í uppnám. 

Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins varð til þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrunið haustið 2008. Í stað þess að vinna af heilindum í samræmi við umboð kjósenda fór Jóhönnustjórnin í pólitíska leiðangra út og suður með fyrirséðum árangri. Stjórnin stendur uppi slypp og snauð, rúin trausti og fylgi. Og getur engum nema sjálfum sér kennt um.


mbl.is Funda í dag um stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband