Pólitískar hreinsanir í VG

Forystuklíka VG, sem mynduð er í kringum Steingrím J. og telur nokkrar fjölskyldur í Reykjavík auk 199 atkvæða í Norðausturkjördæmi, ákveður að efna til pólitískra hreinsana í  VG kortéri fyrir kosningar.

Einarðasti ESB-andstæðingurinn í þingflokknum, Jón Bjarnason, er rekinn úr þingnefnd fyrir að halda á lofti flokkssamþykktum VG í Evrópumálum.

Steingrímur J. og klíkan í kringum líta svo á að flokkssamþykktir séu til þess eins brúklegar að blekkja kjósendur. Klíkan framfylgir stefnu Samfylkingar í Evrópumálum en vill núna rétt fyrir kosningar draga fram blekkingarbleðilinn, stefnuskrá flokksins, og telja fólki trú um að VG standi fyrir ESB-andstöðu.


mbl.is Jón úr utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú mannst kannski að hann stóð að tillögu með minnhluta á Alþingi um að slíta viðræðum. Sem hann vissi vel að myndi slíta stjórnarsamstarfinu. Auk þess sem hann dróg lappirnar í allri vinnu sinni sem ráðherra m.a. í Kvótamálinu. Skil vel að flokksfélagar séu þreyttir á þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2013 kl. 16:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er með ólíkindum hve langt frá þjóðarvilja þessi forysta VG er.  Megi þeir eiga sína skömm alveg sjálfir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 17:03

3 identicon

Ófá voru fórnarlömb pólitískra hreinsana. Slíkar hreinsanir hafa verið og verða enn efnisviður í epíska harmleiki. En að tilgreina hálfvitaferil Jóns Bjarnasonar sem einhverja pólitíska hreinsum, er til skammar.

Nafn kallsins á eftir að verða synonym fyrir vanhæfni og aulahátt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 17:34

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrr má nú vera hreinsunin - það stendur eiginlega ekkert eftir!

Kolbrún Hilmars, 14.1.2013 kl. 18:27

5 Smámynd: Elle_

Alltaf verður flokkurinn ógeðslegri og verri.  Endalaust er hert að Jóni fyrir að vera VG-maður en ekki algjör skíthæll eins og forystan, sauðir hans.

Elle_, 14.1.2013 kl. 19:21

6 identicon

Það kom fram að Jón hafi hafnað setu í tveimur nefndum og formennsku í annarri.

Er það hreinsun?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 20:25

7 Smámynd: Elle_

Kasta átti honum frá Brusselmálinu, úr utanríkisnefnd, það hlýturðu að sjá nema þú viljir það ekki.   Óþarfi að verja hina endalausu pólitísku kúgun.

Elle_, 14.1.2013 kl. 20:38

8 identicon

Ef Jón Óskarsson sér ekki "plottið" í að Jón var rekin úr utanríkisnefnd, og svo boðið að fara í aðrar nefndir...

þá vorkenni ég honum.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 20:50

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er varla hægt að vorkenna fólki sem er alsælt í sinni trú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 21:10

10 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Magnús Helgi Björgvinsson ætti kanski að lesa sér aðeins betur til um hver það var í raun sem hafði forræði í þessu kvótamáli sem um ræðir...

Það kom víst í ljós á síðari stigum að hans allra heilaga Jóhanna var með forræðið svo við hana er að sakast en ekki Jón í þeim efnum, hann dró allavega ekki lappirnar þar.

Heilög Jóhanna er "manneskjan" sem dró lappirnar og það hentaði henni líka nokkuð vel að Jón fengi ákúrur fyrir...

Svo má geta þess í lokin að VG fær ekki mitt atkvæði í næstu alþingiskosningum, en til að fyrirbyggja misskilning þá kem ég ekki heldur til með að kjósa samspillinguna eða skilgetin afkvæmi þessa spillingarhóps sem hefur það eitt að markmiði að drepa niður þjóðfélagið til að auðveldara verði að troða þjóðinni í spillingarveldi ESB...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.1.2013 kl. 22:06

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sama hér Kaldi.

Við höfum líka ásamt mörgum vina okkar gefist endanlega upp á stuðningi við svikin í VG vegna ESB málsins.

Þessi fláráða flokksræðis klíka kring um SJS eyrir engu og svælir alla út sem ekki vilja lúta fyrir þeim í gras !

Gunnlaugur I., 14.1.2013 kl. 23:44

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef þið hafi gefist upp á VG - afhverju eru þið þá alltaf að tala utan í VG? þetta hefur engan trúverðugleika hjá ykkur. þið hafið náttúrulega aldrei kosið VG. Hafið alltaf kosið Sjalla enda er það hægriflokkur sem rúmar öfgahægri líka.

þetta með Jón Bjarnason, að þá hefur hann aldrei beinínis verið vinstrimaður heldur miklu frekar átthagasinnaður framsóknarmaður. það sem hefur komið samt á óvart með hann er hve mikill tækifærissinni hann er. Honum er slétt sama um eigin flokk og stefnu hans. Slétt sama. það býr mikill tækifærislegur lýðskrumari í honum. Kemur soldið á óvart.

Hann metur stöðuna kolrangt til lengri tíma. þetta er líka allt öðruvísi en Jón Bjarnason og bargir Andsinnar halda.

Aðild að ESB er bara þróun sem þegar er mikið til yfirstaðin í gegnum EES. Helsta breytingin við formlega aðild Íslands að EU er að þá fær landið stöðu og tækifæri sem hvert annað fullgilt evrópuríki. Jón Bjarnason vill koma í veg fyrir það og vill því minna fullveldi, ef svo má segja. Andstæðingar ESB vilja nefnilega minna fullveldi. Vilja ekki að Ísland sé fullgilt ríki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2013 kl. 00:24

13 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ef Jóni Bjarna er slétt sama um eigin flokk, hví er hann einn af fáum sem fer eftir yfirlýstri stefnu hans? Guð minn góður hvað sumir eiga erfitt hérna..

Charles Geir Marinó Stout, 15.1.2013 kl. 11:59

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt samþykkt af þar tilgerðum lýðræðislegum stofnunum flokksins, miðstjórn og flokksstjór og eg veit ekki hvað og hvað. Allt samþykkt á þar til gerðan hátt í samræmu við stefnu flokks.

Hinsvegar hefur ekki heyrst af neinu eða neinum sem styðja Jón Bjarnason - nema heyrst hefur af einhverjum hægribullum sem ku styðja Jón blessaðan. þeir koma VG að sjálfsögðu ekkert við enda VG vinstri flokkur síðast er eg vissi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2013 kl. 12:08

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Charles. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2013 kl. 12:37

16 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Sem eru svik við stefnu flokksins og fólkið sem kaus hann.. þetta hjal þitt er merkingarlaust Ómar. Jón stendur sem fastast við stefnu VG og er þar af leiðandi ekki að svíkja hann, svikin koma frá öðrum þingmönnum sbr. SJS

Charles Geir Marinó Stout, 15.1.2013 kl. 14:49

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. Alls ekki. Í samræmi við stefnu flokksinns að öllu leiti. VG vildi opna umræðu um ESB og að tryggt yrði að aðild yrði eigi frágengin án þess að þjóðaratkvæðis um Aðildarsamning.

Sem gengur og 100% eftir. Allt i samræmi við stefnu VG.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2013 kl. 15:35

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hver galaði hæst um ekkert ESB, ekki AGS fyrir kosningar?  Var það ekki Steingrímur J. Og fullt af fólk kaus VG einmitt út af þessum hrópum hans, treysti honum.  Og hvað gerðist svo?  Jú hann sveik allt saman fyrir stólinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2013 kl. 15:38

19 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

En rekst Ómar Bjarki á í alhæfingum sínum, enda veit hann greinilega ekkert hver ég er eða hverjar mínar pólitísku skoðanir eru.

Það er bara gaman að því enda ætla ég ekki að leiðrétta hann í þeim misskilningi...

Hvað varðar stuðning minn við einstaka menn á þingi þá get ég sagt að flestir þeir sem voru í VG þegar kjörtímabilið byrjaði af fólki sem ég styð er horfið úr þeim flokk. Þetta sama fólk barðist fyrir stefnu VG en neiddist til að hverfa á braut vegna mála sem allir ættu að þekkja. Jón er ennþá að ég held sá eini af þeim er ég hef stutt eftir í flokknum, ef hann hverfur úr VG þá verður lítið annað eftir af VG þingmönnum nema hrat...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.1.2013 kl. 15:51

20 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Í hvaða heimi býrð þú eiginlega, Ómar? Það var ekki fyrr en eftir kosningar sem forysta VG snérist 180° með ESB umsókninna, stefna flokksins þverbrotin og þú segir þetta 100% í samræmi við hana.. Þú ert algjört atriði.

Charles Geir Marinó Stout, 15.1.2013 kl. 15:56

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta liggur allt fyrir og SJS fór vel yfir þetta í gær. Allt samþykkt með lýðræðislegum hætti í flokknum og stofnunum hans. Ákveðið var að setja málið í hendur Alþingis og greidd yrðu atkv. um með ferð málsins. Niðurstaðan var að sótt yrði um aðild með því skilyrði að Aðildarsamningur færi í þjóaratkvæði. 100% í smræmi við stefnu flokksinns. Fá fram umræðu og þjóðin eigi lokaorðið.

þýir ekkert fyrir ykkur að láta svona. þið getið ekki komið í veg fyrir að Aðildarsamningur komi uppá borð og þjóðin kjósi síðan um hann. þið getið alveg sparað ykkur þetta tal um: Kjósa um hvort eigi að kjósa um Aðildarsamning. það mun ekkert stjórnvald með fullu viti fara útí svoleiðis bjálfakosningu enda afspyrnu heimskulegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2013 kl. 16:35

22 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ég var ekkert að tala um þetta, heldur svik þeirra við Yfirlýsta stefnu flokksins, ástæðuna fyrir því að flokkurinn situr nú í ríkisstjórn, en þú vilt halda áfram að sneiða fram hjá því.. Talar um að Jón Bjarnason hafi svikið flokkinn sinn þegar hann er að fara eftir Stefnunni sem var sett fyrir kostningar 2009. Svo er náttúrulega annað mál að fara ræða hér hvað fer svo fram núna eftir kosningar, SJS og hans kjölturakkar eru búnir að nauðga VG í þessi mál og það opinberlega! það má ekkert fara á móti flokksforystunni annars er þeim bara hent út og einhverjum öðrum hliðhollum manni hent inn í staðinn.. Þetta eru fasísk vinnubrögð, enda eru margir kjósendur VG alveg hættir að styðja hann! það sjá það allir nema öfgakratar eins og þú, Ómar sem vilja inn í dauðvona samband með góðu eða illu. Þú og þín skoðannasystkin eruð sem betur fer í minnihluta hvað þessi mál varða svo ekki er þörf að hafa áhyggjur ;)

Charles Geir Marinó Stout, 15.1.2013 kl. 16:48

23 Smámynd: Elle_

Sammála þér að öllu leyti, Charles, en að ræða við Ómar er eins og að ræða við vegg. 

Það er líka stórskrýtið hvað Steingrímur fær að gera í lýðræðisríki, bara kasta mönnum og trampa ofan á þeim, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína.  Þetta er viðbjóður og að ég tali ekki um Jóhönnu og Össur.

Elle_, 15.1.2013 kl. 17:19

24 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Jáá, veit ekki hví maður reynir he he

Charles Geir Marinó Stout, 15.1.2013 kl. 17:47

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta var og er stefna flokksins sem eg lýsi. það sem þið eruð með er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og virðist fyrst eiga uppruna sinn í einhverri moðsuðu sem soðin var í eldhúsi heimssýnar og súð moðsuða er allt annað en stefna VGþ

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2013 kl. 18:44

26 Smámynd: Elle_

Gæti maðurinn ekki bara prófað að standa á hvolfi, eins og Steingrímur? 

Elle_, 15.1.2013 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband