Leikrit til bjargar Steingrími J.

VG er flokkur að hruni kominn. Steingrímur J. formaður er rúinn trausti vegna stærstu svika í seinni tíma stjórnmálasögu landsins, þegar þingflokkur VG samþykkti ESB-umsókn á alþingi 16. júlí 2009. Flokkurinn var nýbúinn að fá glæsilega kosningu undir formerkjum ESB-andstöðu.

Til að bjarga Steingrími J. verður sett á svið leikrit um að fram að viðræður við ESB fari fram hægt og hljótt fram að kosningum. Á forsíðu Fréttablaðsins segir

Ríkisstjórnin fundar í dag um fyrirkomulag aðildarviðræðna við ESB. Hægt verður á viðræðunum fram yfir kosningar og þeim haldið í lágmarki. 

ESB-umsókn er dauð, engar efnislegar viðræður hafa verið undanfarnar vikur og mánuði vegna þess að öllum er ljós andstaða þjóðarinnar við ESB-bröltið. Tilboð um að ,,hægja á" viðræðum um dauða umsókn er ættuð úr leikhúsi fáránleikans.

Alþingi á að samþykkja viðræðuslit við Evrópusambandið. Aðeins þannig er hægt að bæta fyrir 16. júlí-svikin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímur J á bágt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2013 kl. 07:13

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Steingrímur á ekkert bágt og honum er eingin vorkunn.  Það eru aðrir sem eiga bágt af hans völdum.  En um þennan Steingrím er ekkert að segja,  þar sem ekki er heimilt að segja það sem er við hæfi.   

Hrólfur Þ Hraundal, 14.1.2013 kl. 09:21

3 identicon

Gaman. Leikritið Frestur er á öllu bestur sýnt í hægri endursýningu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 11:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það sýnir sig altaf betur og betur þvílíkt ginnungagap er á milli þings og þjóðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 11:45

5 identicon

Það var mikið að þú sagðir það Páll, sem ég hef alltaf sagt:  Slíta.

En viturlegast og það sem gæti skapað sátt í málinu væri vitaskuld

að þetta vesæla þing samþykkti að vísa nú þegar

málinu til þjóðaratkvæðugreiðslu, þar sem spurt væri:

Vilt þú að Ísland gangi í ESB?  Já eða Nei.

Það voru 4 konur sem allar höfðu gefið vilyrði sitt í tölvupóstum til mín um að vinna þver-pólitískt að því að koma þessu máli á dagskrá þingsins.  Það voru Lilja Mósesdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.  Jafnframt höfðu Gunnar Bragi Sveinsson, sem formaður þingflokks Framsóknar, Jón Bjarnason og Atli Gíslason heitið því.

En málið strandaði að lokum á því að Ögmundur vildi ekki styðja málið og þá flýði Guðfríður Lilja heim, væntanlega að skipun Ögmundar Jónassonar.

Það var sem sagt Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja sem guggnuðu, þau hugsa bara um að halda skítlegasta lyga- og svikaflokknum VG saman. 

Aum verða pólitísk eftirmæli þeirra tveggja, Ögmundar og Guðfríðar Lilju, hræddu héranna.

Illuga Gunnarssyni, sem þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, sendi ég einnig tölvupóst um að koma að málinu.  Svar barst aldrei frá þeim leiða ESB dindli.  Hafa skal það sem sannast er. 

Skömmin er puntudúkkanna 12 sem samþykktu Icesave III, aðgöngumiðann að ESB og Illuga Gunnarssonar, sem var þá óþinghæfur sem sá 13. vegna sjóðs 9.

Aum verða pólitísk eftirmæli puntudúkkanna D-13 og Ömma og Guðfríðar Lilju.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 15:57

6 identicon

Þau sem unnu af einurð að því að koma þessu máli á dagskrá, að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir þingkosningar voru eingöngu

Lilja Mósesdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Jón og Atli.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband