Þýskir stórveldisdraumar og ESB

Allt frá stofnun þýska þjóðríkisins í lok 19. aldar er varanlegt einkenni þýskrar utanríkisstefnu að verða stórveldi. Í tveim heimsstyrjöldum hafnaði alþjóðasamfélagið  þýskri forsjá. Núna rembast Þjóðverjar við að gera Evrópusambandið að verkfæri sínu til alþjóðalegra áhrifa.

Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands skrifar grein í Die Welt um nauðsyn þess að Evrópusambandið verði færari um að tryggja evrópsk (les:þýsk) áhrif á heimsvísu. Schäuble segir evru-svæðið komið yfir það versta og leiðin liggi upp á við. Þýskur forstjóri alþjóðafyrirtækisins Heildelberg Cement segir litlar framfarir hafa orðið á evru-svæðinu og að stjórnmálamenn verði að kannst að evran er og dýru verði keypt, evran muni ekki skapa velferð í álfunni.

Schäuble boðar víðtækari samruna Evrópuþjóða til að styrkja ,,rödd Evrópu" í alþjóðasamfélaginu. Sú rödd talar þýsku og segir hluti sem koma sér illa við þá sem mæla á rómanska tungu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll hefur lesið grein Wolfgang’s Schäuble eins og andskotinn les bíblíuna. Líklega orðið fyrir vonbrigðum, en Schäuble vekur athygli á þeim góða árangri sem náðst hefur á liðnu ári og er jákvæður og bjartsýnn um framtíð Evruna og EU.

Þá minnir hann (Schäuble) réttilega á það, að efla skal  pólitískan samruna sambandsins. En ekki að hver þjóð “eigenes Süppchen kocht”.

 „Wieder einmal ist das Abendland nicht untergegangen. Wieder einmal haben die Untergangspropheten auch 2012 nicht recht behalten. Wieder einmal bestehen Euro und Europäische Union weiter. Und sie bestehen nicht nur. Sie sind Anfang 2013 stärker als vor einem Jahr.“

„Wir müssen die politische Union vollenden. Denn allein ein geeintes, handlungsfähiges Europa kann seine Stimme im globalen Konzert behaupten – politisch wie wirtschaftlich. Und nur so garantieren wir Sicherheit und Wohlstand für die Menschen in Deutschland und in Europa.“

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 19:31

2 identicon

Það er nú alveg deginum ljósara hvað textinn segir kæri Haukur, eftir að hafa lesið þýskubablið.

Og ég skal segja þér því miður að þú túlkar Schauble eins og talibani túlkar kóranin.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 20:00

3 identicon

Sammála þessu.

Pétur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 20:17

4 identicon

Ég hugsa að það að eyða ekki nema 10 mínútum í að kynna sér það hvernig ákvarðanir eru teknar innan framkvæmdastjórnar ESB og/eða evrópuþingsins væri nóg til að þokkalega greind manneskja gerði sér grein fyrir því hversu vitlaus þessi pistill er....

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 20:28

5 identicon

Þeas. ég var sammála Páli, en var frekar seinn á mér. En fyrir mér hljómar það sem Schäuble segir í viðtalinu eins og versta martröð: Öryggi og velferð í Þýzkalandi og í Evrópu = Velferð fyrst og fremst fyrir Þjóðverja og síðan kannski fyrir evrulöndin, þegar Þjóðverjar yfirtaka fjármál þeirra. Ég á erfitt með að sjá hvaða öryggi Schäuble er að tala um? Því að fjárhagslegt öryggi fyrir Þjóðverja þýðir fjárhagslegt hrun fyrir S-Evrópu. Þessi ríki eiga enga samleið.

Þetta er ekki það sem menn í Evrópu kjósa helzt. Það fyrirliggur engin ósk frá evrópskum almenningi, að það ójafnræði og óréttlæti sem þýzki ESB-bankinn í Frankfurt og framkvæmdastjórnin í Bruxelles bjóða upp á. 

Pétur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 20:35

6 identicon

Það átti að standa: "Það fyrirliggur engin ósk frá evrópskum almenningi, að það ójafnræði og óréttlæti sem þýzki ESB-bankinn í Frankfurt og framkvæmdastjórnin í Bruxelles bjóða upp á, aukist með frekari samruna."

Pétur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 20:37

7 identicon

Ojæja nafni Jón Bjarni.

Er það ekki bara eins þegar Barroso hringdi hingað og krafðist góðrar meðferðar kröfuhafa. -Og fékk svo auðvitað eins og hann vildi hjá Jóku og Steina?

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 21:31

8 identicon

Nei, það er ekki þannig...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 21:57

9 identicon

Ætli það sé hluti ástæðu þess að andstæðingar ESB vilja helst slútta viðræðunum sem fyrst að þeir séu hræddir um að þegar þetta mál er komið lengra þá komist þeir ekki langt í sinni baráttu ef stór hluti þess sem þeir bera fyrir sig eru lygar, ýkur og útúrsnúningar?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 21:58

10 identicon

Það er náttúrulega fyndið að sjá Merkel stefna til sín lénstjórum í hinum ýmsu héruðum stór-Þýskalands, til að kynna þeim helstu ákvarðanir Þjóðverja í málum þeirra.

Fyndið á meðan við erum ekki með hálsólina og tauminn liggjandi til Berlínar.

Tryggjum að svo verði áfram.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 22:02

11 identicon

Það var þá Jón Bjarni. Hvað er lygi. Barroso hringdi og kröfuhafar fengu veiðileyfi á skuldaþræla. Bæði óvéfengjanlegt, því miður.

Já Hilmar. Það er nóg að horfa úr fjarlægð á þýska hálsbandið.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 22:12

12 identicon

Hvað afskrifaði Merkel (Deutsche Bank) mörg hundruð ef ekki mörg þúsund milljarða vegna okkar “poets of enterprise”?

Held það færi þessum Hilmari vel; “sein Maul zu halten”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 22:18

13 identicon

Ég veit Haukur minn, að Merkel og þýski banki afskrifuðu ekki krónu vegna mín, eða annarra almennra Íslendinga. Veit ekki hvort þú ert einn af þessum óreiðumönnum sem komu Íslandi á kaldan, gæti svo sem best túað því. Þar með átt þú kannski einhverja skulda að gjalda, en það er þitt mál.

Við hin skuldum hvorki herfunni né bankanum hennar krónu, evru eða dollar.

Og ég verð ekki undir leðurklædda dómínu frá Þýskalandi settur, og þegi ekki þó einhver lítilsigldur snati hennar boði svo.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 22:33

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Við tölum í raun þýsku. Íslenska er af Norður-þýska málaflokkinum.

Eg sé enga ástæðu til að fara að segja hluti sem myndu koma sér illa við þá sem mæla á rómverska tungu vegna þess. Bara ekki nokkra ástæðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.1.2013 kl. 23:04

15 identicon

Heill og sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !

Skóflu- Wolfgang þessi, er ómengað afsprengi Goebbels/Ulbrichts og Honecker samstæðunnar, í mikilmennsku brjálæðinu Þýzka - og löngu orðið tímabært, að slökkva á þessu Germanska packi, þ.e.a.s., sundra þeim í frumeindir sínar, og raunar átti að skipta Þýzkalandi, eftir stríðið 1939 - 1945, milli : Hollands - Tékkóslóvakíu - Ungverjalands og Póllands.

Þjóðverjar; eru samskonar plága Evrópu - eins og Ísraelsmenn eru, austur í Asíu, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 23:22

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að benda á að afskriftir þýskra banka á glæfralánum til gjaldvana banka voru einfaldlega vegna þess að þessir þýsku bankar báru alla ábyrgð á áhættunni og áttunað vita hvernig í pottinn var búið eða í það minnsta krefjast veða og gera úttekt á svínaríinu. Tough luck fyrir þá. Þeir voru ábyrgðarlausastir allra og jusu hér inn fé í blöruna sem vitað var að myndi springa.

Íslendingar skulda þeim engar þakkir fyrir þetta meinta örlæti. Ef ég lánaði gjaldvana spilafíkli milljón og hann yrði skömmu síðar lýstur gjaldþrota, þá á ég engan annan kost en að afskrifa peningana og sætta mig við að glópskan var mín.

Túlkanir evrópusambandstalíbanana eru í anda öfgatrúarfólks. Cognitive dissonance. Alger afneitun á að áhættusækni þessara stóru erlendu banka er það sem olli hruninu hér framar öðru. Allt sem þurfit voru fíflin til að taka við peningunum og spila rassgatið,úr buxunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2013 kl. 00:10

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er bara að liggja á bæn og biðja þess að efnahagsleg ragnarök dynji hér á svo evrujesús komi nú skeiðandi á skýi og upplifti innvígðum og sanntrúuðum í bitlingahimnaríkið þar sem allir blástyrndir og útvaldir geta lapið latte og pælt á kaffisjoppum til eilífðar amen.

Það er unnuð hörðum hondum í seðlabankanum að flýta fyrir þessu og Jóhanna heldur um hnappinn og hótar að sprengja sig í loft upp ef Steini tekur ekki trúnna og gerir eins og hún og Múllah Berrassi í Brussel segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2013 kl. 00:20

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er naumast! Hlustaði í kvöld á lýsingu einhvers Axels í Svíþjóð sem sagði norður-skaut jarðar yrði fyrir einhverjum óskilgreindum krafti og ruglaði segulsvið þess,í lok jan,feb,mars,hvernig hann kemst að því tók ég ekki eftir en einhverjir huldir kraftar eru þar á ferð. Það er tíminn sem er til kosninga,vonandi ráða þau ekki yfir þvílíku afli.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2013 kl. 03:28

19 Smámynd: Elle_

Ætli þetta hulda segulsvið valdi því að hálsólarnar liggja beint frá Þýskalandi alla leið til Íslands, í alla samfylkingarmenn, og 1 eða 2 enn með störnuaugu?

Elle_, 14.1.2013 kl. 14:39

20 identicon

Fyrir tveimur árum var einhver sem setti á bloggsíðu sína mynd af 20 evru seðli þar sem á var andlitsmynd af Adolf Hitler. Enda hefur með ESB rætzt draumur Adolfs um sameinaða Evrópu undir þýzkri forystu. Ein Volk, ein Reich, ein Führer.

Pétur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband