Guðbjart til friðar, Árna Pál til ófriðar

Ef Guðbjartur Hannesson verður kjörinn formaður Samfylkingar er von um frið, bæði innan flokksins og á vinstri væng stjórnmálanna. Hér er átt við uppbyggilegan og skapandi frið þar sem Samfylkingin verði að stjórnmálaflokki er temji sér pólitík er hæfi stórum vinstriflokki.

Verði Árni Páll Árnason kosinn til formennsku er öruggt að stríðsástand íslenskra stjórnmála eftir hrun haldi áfram. Bæði er að Árni Páll er tækifærismennska samfylkingarforystunnar uppmáluð og hann er sjálfur enginn jafnaðarmaður heldur fremur prinsipplaus frjálshyggjumaður.

Og svo er hitt að eina ríkisstjórnin sem kemur til greina með aðild Samfylkingar Árna Páls er endurvakin hrunstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Afsakið meðan ég æli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á dauða mínum átti ég von, en ekki því að ég yrði sammála "Ekki Baugsmiðlinum" Páli Vilhjálmssyni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.12.2012 kl. 12:09

2 identicon

Það verður svona haltu kjafti og vertu sæt friður á vinstri kantinum. Karlarnir fá kauphækkun en konurnar eiga að sinna mannúðarstörfum af hugsjón.

http://www.visir.is/gudbjartur-haekkar-laun-bjorns-um-450-thusund-kronur/article/2012120909323

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 12:22

3 identicon

Góð færsla hjá Páli. Ef Árni Páll, “tanned and Ray-Banned”, verður formaður Samfylkingarinnar geta Jafnaðarmenn á skerinu gefið upp alla von um alvöru Social Democratic flokk í langan tíma.

Árni Páll og hans Blairoidar yrðu enn ein hækja sjallabjálfanna.

Er ekki nóg að hafa Framsóknarmaddömuna í því óþjóðholla hlutverki?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 12:44

4 identicon

Konur vilja nefnilega ekki kauphækkun. Þær vilja bara, þú veist, svona mannúð.

http://www.dv.is/menning/2012/12/25/peningar-stjorn-ollu-landi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 13:54

5 identicon

Ansi margt til í þessum pistli...

Skúli (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 21:42

6 Smámynd: Elle_

Guðbjartur var ein mesta jarðýtan í nauðungarmálinu ICESAVE, þar sem Árni Páll fór í lokin að sýna vit, einn samfylkingarmanna.  Enda rekinn skjótt eftir það af brusselsku Jóhönnu, með samvinnu við Steingrím, aðalböðul málsins.

Elle_, 31.12.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband