Össur: guðsgjöf að ESB stjórni Íslandi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það yrði guðsgjöf að Evrópusambandinu tæki að sér byggðamál á Íslandi. Fyrir liggur að Ísland mun greiða með sér til Evrópusambandsins. Fyrir rúmu ári taldi utanríkisráðuneytið að Íslandi myndi greiða um 15 milljarða til ESB og geta gert sér vonir um að fá 12 milljarða tilbaka í formi styrkja.

Við munum sem sagt borga peninga til Brussel en betla tilbaka hluta  þeirra. Í RÚV segir Össur í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttur, sem er í Brussel í boði ESB, að jaðarbyggðir á Íslandi myndu hagnast á því að Ísland yrði aðili að ESB. Össur og Sigrún eu sammála um að sérfræðingar búsettir í Brussel viti betur en Íslendingar hvernig eigi að haga búsetu hér á landi.

Það brýtur gegn heilbrigðri skynsemi að halda því fram að íbúar á meginlandi Evrópu viti betur hvernig eigi að haga málum á Íslandi en Íslendingar sjálfir. Nema, auðvitað, við lítum á okkur sem geirfugla í útrýmingarhættu og verðum að fá volduga útlendinga að segja okkur hvernig lífi við eigum að lifa.

 

 


mbl.is Füle: Talsverður árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að Ísland gekk skuldabrautina, og Davíð Oddsson kom fram í sjónvarpi með yfirlýsingar þess efnis, að Ísland greiddi ekkert.  Með þeim afleiðingum, að Íslendingar eru á Nornaveiðum, til að finna einhvern sökudólg fyrir því, af hverju brennivínið þraut.  Svona, sagt beint út ... Guðfinnsmálið nr.2 "hverti myrti barþjónin".

Þá er ekki hægt að segja annað, en að Íslendingar almennt, eru ófærir um að sjá sjálfum sér farborða.

Þú villt kanski koma fram, og réttlæta Nornaveiðarnar.  Fyrir hönd allra hinna, sem ráku heimilið sitt á verðbréfamarkaðinum.

Özzur hefur margr rétt fyrir sér, þó svo að megi deila um það hvort Ísland eigi heima í Evrópubandalaginu.  En þá megið þið líka reyna að hafa svolittla skynsemi í hausnum ... og hugleiða hvað verður gert við ykkur, þegar þið eruð búin að "ræna" allan fiskinn úr sjónum ... af hreinni og beinni Íslenskri græðgi.

Þegar sá dagur rennur upp, verður ykkur smalað af þessari dellu eyju, með hervaldi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 11:49

2 identicon

það er nokkuð til í þessu páll um að við íslendingar séum í raun geirfuglar

fridrik indridason (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 14:46

3 identicon

Takk, Páll, fyrir að vekja athygli á þessu bulli og rugli í manni sem gegnir þeirri trúnaðarstöðu að vera utanríkisráðherra okkar. Hann talaði ekki lágt um þetta, heldur eins og hann hefði allt í einu fattað að hann gæti nú loksins sannfært þjóð sína um ágæti þess að ganga í ESB. Maður sem heldur svona fram í fullri alvöru heldur að þjóðin kuinni ekki að reikna. Annað sem var athyglisvert að engum "fréttamanni" RUV datt í hug að spyrja hann neitt frekar um þennan væntanlegan stórgróða.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 15:32

4 identicon

Sæll.

Össur sagði sjálfur í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarnefnd alþingis eitthvað á þá leið að hann vissi ekkert um efnahags-eða peningamál.

Verður ekki að skoða allar hans yfirlýsingar um kosti ESB aðilar í því ljósi?

Helgi (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband