Hugarfar fullveldis

Sjálfstæði þjóða byrjar með þeirri afstöðu að þjóðinni sé best treystandi fyrir framtíð sinni. Þjóðir sem lengi hafa verið ofurseldar valdi erlendra drottnara eiga iðulega erfitt með að rífa sig lausa. Jón Sigurðsson lagði grunninn að sjálfstæðisbaráttu okkar með ritgerðinni Hugvekja til Íslendinga sem birtist um miðja 19. öld.

Í ritgerðinni segir Jón þjóðina þurfa ,,vit" og ,,einurð" að grípa það tækifæri sem gafst þegar Friðrik 7. afsalaði sér einveldi árið 1848. Hugmyndir Jóns gengu út á að færa landsstjórnina frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Hann sá ekki fyrir sér að segja skilið við konung Danmerkur en vildi íslenska þjóðin stæði jafnrétthá þeirri dönsku gagnvart konungsvaldinu.

Hugarfar er upphaf fullveldis þjóða en kringumstæður gera það mögulegt. Friðrik 7. gaf frá sér einveldið vegna byltingarástandsins í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar þegar hugmyndir ættaðar úr Frakklandi um frelsi, jafnrétti og bræðralag skóku stjórnskipun flestra ríkja álfunnar.

Krafa Jóns Sigurðssonar um landsstjórn á Íslandi náði ekki fram að ganga fyrr en frjálslynd öfl tóku við stjórnartaumunum í Danmörku í byrjun 20. aldar. En við höfðum alltaf trú á málstaðnum og gekk á með linnulausum kröfum að Íslandi fengi eigið stjórnarráð eftir að stjórnarskráin var ,,gefin" okkur árið 1874. Við fengum heimastjórn 1904 og nýttum okkur tvær heimsstyrjaldir til að klára verkefnið, urðum fullvalda 1918 og stofnuðum lýðveldi 1944.

Íslendingar háðu sjálfstæðisstríðið með orðum og rökum eingöngu. Við vorum trú hefðum ættuðum frá söguöld um lagaþjark og málafylgju. Fullveldi þjóða hlýtur ávallt að byggja á sannfæringu um að þjóðinni sé best treystandi til að ráða framtíð sinni upp á eigin vísu. Það er viturlegt af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að ráðleggja Skotum ekki meira en það þeir verða sjálfir að ráða fram úr því  hvort og hvernig þeir verða fullvalda.  

 


mbl.is Ólafur Ragnar: Sjálfstæði er ekki stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg að vanda Páll Vilhjálmsson.Stend með þér gegnum þunnt og þykkt!

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 16.12.2012 kl. 11:09

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það var engin sjálfstæðisbarátta og allra síst sjálfstæðsstríð. Haugalygi og mýta. það sem gerðist var að Ísland hætti að þyggja styrk frá Dönum vinum okkar og frændum. þá voru danir manna fegnastir að losna við bulluþvaður innbyggjara sem vonlegt var.

Ástæða þess að sérhagsmunaklíkur hér innanlands vildu ekki lengur vera í samstarfi við vini okkar og frændur dani var, að á þeim tíma var miklir endurbótatímar og framfarir í Danmörku varðandi stjórnskipan alla og réttindi almennings.

Sérhagsmunaklíkur og elíta hér innanlands sáu þá tækifæri í því, að æsa upp kjánaþjóðrembing í innbyggjurum, fá þá til að slíta sambandi við umheiminn í þeim tilgangi að þeir hinu sömu, sérhagsmunaklíkur og elítan, gætu haldið áfram að berja á innbyggjurum og tæma alla sjóði og rústa landinu reglulega og ganga svo hlægjandi allaleið í bankann eins og þeir höfðu gert öldum saman og sennilega frá landnámi.

þessi saga er nú eigi mikið flóknari en þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2012 kl. 11:32

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

"Þessi saga er nú eigi mikið flóknari en þetta"

Sagði "kjána- innbyggjarinn" og "kjána ESB- rembingurinn" Ómar Bjarki Kristjánsson hér að ofan.

Hvet fólki endilega til þess að lesa þetta endemis bull hans oftar en einu sinni.

Vanþekking og rangtúlkanir hans á Íslandssögunni er, brjóstumkennanlegt bull.

Ómar Bjarki er einn af æstustu talsmönnum þessa úrtölu- og landsöluliðs sem að fyrirlítur þjóð sína og vill með öllum brögðum koma henni undir náðarfaðm Brussel valdsins.

Við fullveldissinnar þurfum einmitt að halda á lofti svona ESB- fuglum eins og þessum Ómari Bjarka og fyrirlitlegum skoðunum hans á eigin þjóð.

Svona sjálfsupphafnir rugludallar eins og hann eru algerlega ómissandi fyrir okkur í baráttunni við að vernda fullveldi þjóðarinnar gegn ESB helsinu.

Gunnlaugur I., 16.12.2012 kl. 13:10

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,,,Ávextirnir, sem vér höfum til þessa uppskorið af lausamennsku yflr höfuð, eru einna tíðast þessir: iðjuleysi, flakk, munaðarlíf, leti, ráðleysi, vanþekking, vankunnátta og jafnvel á stundum skortur á vöndnðu framferði. Eitthvað af þessu eða fleira og færra af því í sameiningu hafa verið aðal-einkenni lausgangara með tiltölulega fáum undantekningum, og það því fremur, sem mennirnir hafa komizt yngri á lausamennsku-rólið, eins og það viðgengst almennast"

( Guðjón Guðlaugsson alþm. 1893.)

1893. Segi og skrifa. Í raun er þetta samt efnislega það sama og Faxtækja-sinnar og Kjánaþjóðrembingar eru að segja í dag undr stjórsn Sjalla-LÍÚ-Elítu klikanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2012 kl. 15:57

5 Smámynd: Elle_

Allt satt sem Gunnlaugur skrifaði um þennan ´kjána-innbyggjara´ og ´kjána-þjóðrembing´.  Gott ef ekki líka endemis kjána og hatursfullan ofstækismann og öfgamann.

Elle_, 16.12.2012 kl. 22:38

6 Smámynd: Elle_

Og svo endurtek ég það sem sagði þarna um kjánann:

Aldrei fyrr hef ég verið eins viss um að Haukur Kristinsson er enginn annar en Ómar Bjarki Kristjánsson þó mig hafi grunað það lengi og það hafi verið fullyrt.  Nákvæmlega sama ´innbyggjara´ og ´kjána-þjóðrembings´ kjaftæðið og rakaleysið.

 
 

Elle_, 16.12.2012 kl. 22:47

7 identicon

Er það bara svona óskrifuð regla á þessari blessuðu bloggsíðu að fólk fer alltaf í manninn en ekki málefnið? 

Skúli (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 23:24

8 Smámynd: Elle_

Það verður að fara í manninn þegar hinn sami MAÐUR ræðst á MENN.

Elle_, 16.12.2012 kl. 23:38

9 Smámynd: Elle_

Væri nær að hafa tekið fram að það voru hans (Ómars) orð sem voru notuð.  Þessi maður gengur um og kallar alla sem eru andstæðir yfirtöku Brusselveldisins yfir landinu og alla hægri menn, kjána og kjánaþjóðrembinga og öfga-hægri hitt og þetta.  Vægt sagt er þetta ofstæki og svívirðingar.

Elle_, 17.12.2012 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband