Líkkista vinstristjórnarinnar fullsmíðuð

Úrsögn forseta Alþýðusambandsins úr Samfylkingunni kemur í kjölfarið á heiftarlegum árásum Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar á oddvita launafólks. Úrsögnin er táknræn: forseti ASÍ segir skilið við fyrstu hreinu vinstristjórn lýðveldissögunnar.

Vinstristjórninni eru allar bjargir bannaðar úr þessu. ASÍ hefur tilkynnt að samtökin hafa ekkert við ríkisstjórn Jóhönnu Sig. að ræða og hyggst bíða eftir nýrri ríkisstjórn.

Risaklúðrið í samskiptum ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna er aðeins einn naglinn af mörgum líkkistu Jóhönnustjórnarinnar. En það er við hæfi að forseti Alþýðusambands Íslands reki smiðshöggið á líkkistu vinstristjórnarinnar.

 


mbl.is Gylfi segir sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hann hefði getað sett í yfirlýsinguna: "ég þakka "hlý orð" Jóhönnu í minn garð".

Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 14:53

2 identicon

Dapurleg eru örlög Jóhönnu. Undir hennar stjórn er Samfylkingin að leysast upp. Eina mál hennar, og flokksins, ESB aðlögunin, hefur reynst flokknum eiturpilla, sem gengur af honum dauðum, eða í besta falli, gerir hann fjölfatlaðan.

Það er beinlínis furðulegt hvernig Jóhönnu, með Steingrím sér til aðstoðar, hefur tekist að kljúfa bæði Samfylkingu og VG, (tala nú ekki um þjóðina), í herðar niður. Eina fólkið sem er ánægt, er þröngur hópur innan valdaklíku beggja flokka, og svo nokkrir sauðir úti í þjóðfélaginu sem finnst í lagi að fórna öllum hagsmunum þjóðarinnar fyrir aðlögun.

Á meðan valdaklíkan og sauðtryggir aðdáendur róa fram í gráðið og tuða, hér varð hrun, kallar þjóðin á kosningar.

Við getum ekki meir Jóhanna, láttu þig hverfa!

Hilmar (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 14:58

3 identicon

Út frá umræðunni í gær hefur Gylfi þegið þarna eitthvað misjafnt fyrir að reyna að koma höggi á ríksstjórnina, enda með ólíkindum mikil þvæla sem kom þar út úr manninum, burtséð frá því hvort ríkisstjórnin sé að gera góða hlutið eða ekki.

Nú er bara að stíga skrefið til fulls og ganga í sjálfstæðisflokkinn.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 15:02

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Jón.

Má enginn hafa aðra skoðun en þú?

Stjórnin er að liðast í sundur. Það er STAÐREYND.

Gjörðir hennar hafa gert það sem Sjöllum var ógjörningur. Komið fylgi þeirra í tæp 40%

Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 16:00

5 identicon

Þetta er Samfylkingum erfitt. Það er, ESB Samfylkingum, sauðtryggu aðdáendunum.

Það er ekki mögulegt fyrir þetta lið að skoða í eigin barm.

Í stað þess að skoða af hverju félagi þeirra til margra ára ákveður að segja sig úr flokknum, þá firrast þeir við, og hvetja hann bara til með að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Ef þú ert ekki með okkur, þá ertu Sjálfstæðismaður, Líú sleikja, fulltrúi bændamafíunnar.

Valdaklíka Samfylkingar og litla sauðtrygga hjörðin þjappar sig saman í forherðingu. Á meðan hrynur fylgið, flokksmenn hverfa í unnvörpum og þjóðin bíður þess eins, að þessari klíku verði kastað á ruslahauga sögunnar, ásamt öðrum forhertum valdaklíkum.

Það er komið nóg, burtu með þetta siðblinda og forherta sérgæskulið. Út með ruslið!

Hilmar (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 16:26

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gylfi var helsti hvatamaður ESB umsóknarinnnar og driffjöður aðlögunarferilsins. Spurning hvort Villi Egils geti leiðbeint vini sínum hvar bjartari framtíð sé að finna?

Sigurður Þórðarson, 14.12.2012 kl. 17:07

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég fann fyrir því á ASÍ þinginu að Gylfi studdi þá (enn) heilshugar ESB stefnu Samfó og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að grafa undan tillögu Vilhjálms Skagamanns til að setja ESB og ósamræmi þar að við verðtrygginguna inní ályktanir þingsins.

Gylfi hért sig þóttafullur þá á stefnu Samfó þótt að honum hafi ítrekað verið gerð grein fyrir því að EES samningurinn og ESB skildi okkur í raun til að leggja hana af. Þar kemur inn ályktun ESB no 29,48 og 93  að með öllu móti  að fela enda er þar harðlega tekið á verðtryggingunni sem lánamöguleika fyrir fagfjárfesta einvörðungu og BANNAÐ að lána einstaklingum þar sem að slíkt flokkast undir afleiðuviðskipti.

http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=COM:2011:0142:FIN:EN:PDF

Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 17:41

8 identicon

Gylfi     þá væntanlega settur inná sjálfvirka mykjudreifarann hjá gruppium Jóhönnusveitarinnar. Fer úr háloftasæti í ruslflokk fyrir að einu sinni á ömurlegum ferli sínum, virðast ætla að standa í lappirnar.

Hann svosem má vel við una, því að flestir mætustu menn þjóðarinnar sem hafa haft sómatilfynningu til að dansa ekki með Jóhönnu og Steingríms lygahyskinu eru þar fyrir.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 19:26

9 identicon

Sorglegt að sjá orð manna sem halda að þeir séu að bjarga heiminum.

Nína Björg (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 19:50

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

reyndar er betra að forseti ASI sé utan flokka. ætti að vera krafa.

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 22:24

11 identicon

Það kæmi mér svo sem ekki á óvart ef að Gylfi myndi gerast yfirlýstur stuðningsmaður Bjartrar Framtíðar í framhaldinu af þessu.

Það væri a.m.k. stílbrot hjá spunakörlum Samfylkingarinnar að láta þetta tækifæri til þess að virkja ASÍ fylgið í þágu ESB umsóknar, í nafni uppskáldaðrar andspyrnu við núverandi stjórnvöld, fram hjá sér fara.

Seiken (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 22:31

12 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eitthvað grunar mig að þú sért að segja

"Líkkista ESB sinna fullsmíðuð" - nei nei - eru bara rétt að byrja

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 23:51

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mikið er ég ánægður að kistan er full búin nú þarf að fara moka til að koma henni 6 fet niður og flokksræðið má fylgja með sem visnuð blóm á kistuni!

Sigurður Haraldsson, 15.12.2012 kl. 09:38

14 identicon

Lagði það á mig að hlusta á átökin á milli Gylfa og Steingríms í Speglinum og einnig í Kastljósinu, en er staddur erlendis. 

Algjör falleinkun fyrir Gylfa. Steingrímur rassskellti kallinn.

Ef Alþýðsusambandið hefur ekki betri mann til að vera í forystu, ættu þeir að loka sjoppunni. Það er greinilegt að Gylfi lætur sjallana í SA spila með sig.

Líklega er það rétt sem Willem Buiter  sagði, að micro samfélagið á skerinu geti ekki mannað allar stöður hæfu fólki. Því incompetence. incompetence, incompetence...................

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband