Hrunfarangur Guðlaugs Þórs

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður kom ekki vel undan hruni. Á tíma útrásar var hann í bandalagi með Vilhjálmi borgarstjóra og saman ætluðu þeir að leggja undir sig Sjálfstæðisflokkinn. Með því að nota sér aðstöðu sína sem stjórnarformaður OR hafði Guðlaugur Þór milligöngu um að sækja styrk í flokkssjóðinn frá útrásarfyrirtækjum sem vildu komast yfir almannaeigur OR. Þá styrki varð síðar að endurgreiða enda siðlausir peningar.

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna þingkosninganna 2007 tók Guðlaugur Þór að sér fyrir hönd útrásarauðmanna að sækja að þáverandi dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni, beinlínis til að veikja hann pólitískt. Björn var útrásarmönnum óþægur ljár í þúfu. Guðlaugur Þór hefur ekki enn lagt fram bókhaldsyfirlit yfir þá kosningabaráttu. Menn eins og Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs og handlangari Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, gortuðu sig af því að hafa fjármagnað Guðlaug Þór.

Síðast liðinn vetur var Guðlaugur Þór í bandalagi við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra sem vildi losna við Gunnar Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Gunnar er sannfærður um að Guðlaugur Þór hafi lekið göngum til Kastljóss sem notuð voru til að grafa undan Gunnari. Á móti sakar Guðlaugur Þór Gunnar um að afhjúpa fjármálagjörninga sína á tímum fyrir hrun sem séu ,,persónulegir." Eljaraglettur þeirra tveggja halda áfram.

Guðlaugur Þór sækist eftir endurnýjuðu umboði sjálfstæðismanna í prófkjöri um helgina. Sjálfstæðismenn ættu að gera flokknum sínum greiða og Guðlaugi Þór sömuleiðis með því að afþakka þjónustu hans í almannaþágu. Guðlaugur Þór á nóg með sína persónulegu hagsmuni.


mbl.is „Nýjasti þátturinn í leikriti Gunnars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðlaugur Þór er nú ekki merkilgur pappír.

Hann er einn af þeim stjórnmálamönnum sem

skaðar Sjálfstæðisflokkinn mjög mikið.

Svona innréttaðir einstaklingar eig ekki

að vera á framboðslistum flokksins.

Þá fjölgar ekki atkvæðunum.

Gera ráðamenn flokksins sér enga grein

fyrir því??? Eða er Þeim sama???

Er það bara:´´Eg um mig frá mér til mín???

M.a.margir fleiri mættu hverfa af þingi,

óþurftargemlingar, sem hafa sama markmið

og ég benti á hér að ofan. Þetta er mín skoðun.

jóhanna (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 07:45

2 identicon

Af hverju heldurðu að Björn og Árni hafi báðir færst niður um sæti vegna útstrikana? Heldurðu að það hafi verið vegna hetjulegrar baráttu við útrásarvíkinga? Hvað var það sem kjósendum flokksins mislíkaði? Voru þeir að hefna sín á Guðlaugi Þór?

Ráðamenn flokksins heyra ekki í kjósendum sínum. Því eru þeir farnir - þó fyrr hefði verið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 08:12

3 identicon

Mig langar hins vegar að þakka þér Páll fyrir að hafa opið fyrir ummæli. Nýjasta dæmi um þöggun má sjá hjá DV sem hefur þurrkað út allar athugasemdir við frétt um Gillz þar sem toppkomment var frá Bubba sem mótmælti eineltinu. Vinstri flokkarnir hafa alltaf sérhæft sig í einelti. Það er þeirra hlutverk innan fjórflokkaskrímslisins.

http://www.dv.is/frettir/2012/11/22/menntskaelingar-motmaela-forsiduvidtali-monitor/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 09:43

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú er ég ósammála þér Páll sem er alls eki oft.

Málið byrjar á því að Guðlaugur setur út á rekstur Steingríms á SpKef og Byr. Reksturinn á þeim fyrrnefnda fór úr því að vera lítillega undir 8 % CAD í það að kosta skattgreiðendur 25 milljarða eftir rekstur Steingríms í 3 ár. Gulli spurði af hverju FME hefði ekki gert athugasemdir við þetta.

Gunnar brást reiður við og lét organiséra gögnum um viðskipti Gulla við Búnaðar-og Landsbanka með hlutabréfin í Swiss Life og fékk menn til að koma þeim í DV. Þetta var stormur í vatnsglasi sem Gulli græddi meira að segja lítið á.JAnn hefur lagt þau spil á borðið.

Upp komst um Gunnar við ólöglegt athæfi í organiséeringunni svo og það að hann hafði ekki gert stjórn FME grein fyrir fyrristörfum sínum hjá Landsbanka. Hann var rekinn greykallinn eftir annars góð störf hjá FME og margar ákærur.

Hann kennir Gulla um allt sitt vesen og velur tímann núna til að kæra hann fyrir viðskiptin með bréfin sem Sigurjón Digri blandast eitthvað í sem sumum finnst tortryggilegt bara þessvegna en er alls ekki sannað að þýði neitt misjafnt á þessum tíma.

Gulli hefur lagt fram bókhaldið yfir kosningabaráttuna. Samfylkingin hefur ekki gert hið sama.

Gulli hjólaði i Björn Bjarnason og felldi hann. Björn segir að það hafi verið gert með Baugsfé. Gulli fékk líka aura þaðan, það er rétt og viðurkennt. Á þeim tíma var það löglegt. Gulli var bara duglegri en aðrir að safna púðri. Líka fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá Landsbankanum sem Bjarni skilar til þrotabússins og erlendra vogunarsjóða þá væntanlega líka. Nú er víst búið að veðsetja Valhöll vegna peningaleysis. Samfylkingin skilað engu og svarar engu. Það er ekki sama Jón og séra Jón eða hvað?

Síðasta málsgrein þín er ótrúleg. Ég hélt að framtíð og heill þjóðarinnar skiptu þig meira máli. Það er Gulli sem þó hefur barist harðast gegn því að skilanefndir bankanna setji landið á hausinn gajaldeyrislega um langa framtíð. Hann vill setja bankana á hausinn og borga út í íslenskum krónum-einhverntímann. Viltu þú eitthvað annað Páll minn góður?

Heldurðu að það hafi orði Gulla til framdráttar að Jón Ásgeir og Hreinn Loftsson hafi stært sig af því að hafa styrkt hann? Ég hygg að hann iðri þess að hafa komið nálægt þeim mönnum þó að Hreinn Loftsson hafi þá verið talinn til heiðvirðra Sjálfstæðismanna hvað sem síðar varð.

Ég vona að þú hafir traustar heimildir fyrir fullyrðingunni sem þú setur fram í fyrstu málsgrein. Mér finnst að Þú sért að segja að Gulli hafi kúgað fé af fólki í krafti stjórnarsetu í OR? Ertu virkilega að segja þetta?

Halldór Jónsson, 23.11.2012 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband