Hæstiréttur ritstýrir í þágu auðmanna

Blaðamaður býr ekki að rannsóknaheimildum lögreglu og skattayfirvalda. Blaðamaður gerir hvorki húsrannsókn né kallar hann menn til yfirheyrslu. Iðulega reiðir blaðamaður sig á munnlegar heimildir og verður að standa og falla með þeim heimildum sem hann metur trúverðugar.

Standa og falla, vel að merkja, sem blaðamaður en ekki sem glæpamaður. 

Hæstiréttur Íslands lítur svo á að auðmenn eigi rétt á því að lýsa einhliða yfir því að þeirra viðskipti séu hafin yfir grun um siðleysi og hvað þá lögbrot. Ef einhver vogar sér að halda öðru fram án þess að reiða fram skjöl og játningar málsaðila skal sá hinn sam dæmdur ómerkingur orða sinna og greiða fjársekt að auki.

Dómar Hæstaréttar í málum Svavars Halldórssonar annars vegar og hins vegar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar sýna málfrelsi og þjóðfélagsumræðu skefjalausa lítilsvirðingu.


mbl.is Svavar tvívegis dæmdur á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Palli þetta er ekki þér samboðið þú veist betur.Stuðmenn sungu Bara ef það hensa mér.

Bubbi Morthens (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 06:48

2 identicon

hentar á að vera.:-)

Bubbi Morthens (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 06:49

3 identicon

"Iðulega reiðir blaðamaður sig á munnlegar heimildir og verður að standa og falla með þeim heimildum sem hann metur trúverðugar."

Þetta er eiginlega heila málið.Munnlegar heimildir gilda ekki í réttinum.Þessvegna eiga menn ekki að bera eitthvað á borð nema að geta staðið við það fyrir rétti.Þetta svokallaða fjórða vald er ekki til.Við höfum dómsstólana.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 09:04

4 identicon

Hæstiréttur hafnar kröfu Gunnars Þ. Andersen um að saksóknari afli gagna. Til hvers höfum við dómstólana? Er það hlutverk þeirra að standa í vegi fyrir réttlætinu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 09:30

5 identicon

Það er ekki boðlegt að hver sem er geti sagt hvað sem um hvern sem á þeim forsendum að " það sagði mér þetta maður" og þá skiptir ekki máli hver á í hlut eða hvað álit sá aðili hefur almennt.  Að sá aðili sem ritar eða staðhæfir misjafna hluti um annan sé fjölmiðlamaður undanskilur hann ekki frá þessum almennum viðmiðunum siðaðra þjóðfélaga.  Stundum virðast fréttamenn álíta  að þeir séu dómsvald en það eru þeir ekki.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 09:53

6 identicon

Svona fer þegar Jon Steinar er farin og samfylkingin a hæstarett...

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 10:07

7 identicon

Það hlýtur að teljast mikilvægur punktur í Ráðstjórnarríki Oligarkana að þurfa ekki lengur að óttast að blaðamenn þefi uppi mál, ef þeir hafa ekki sannanir sem duga fyrir dómstólum. Siðareglur blaðamanna hafa hingað til orðið að duga sem vegvísir um það hvenær farið er yfir strikið og hvenær ekki. Stundum hafa þeir farið yfir það, en allir hljóta að vera sammála því að aðhald fjölmiðla er nauðsynlegt í lýðræðisríki. Hvað nú?

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 10:47

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hafði fyrir því graustar heimildir og hélt því fram fyrir meira en ári að við Svartsengisvirkjun, Hellisheiðarvirkjun og fleiri virkjanir réðu menn ekki við affallsvandamálin, og sýndi ljósmyndir af sístækkandi lóni við Svartsengi, svo og sams konar lónum við Hellisheiðarvirkjun, Kröflu og Bjarnarflag.

Gamall fjölmiðlamaður húðskammaði mig persónulega fyrir það að fara með órökstuddar dylgjur, bull og róg og ég heyrði fleiri taka í svipaðan streng.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur "harmaði" fréttaflutning Sjónvarpsins af affallsvatni Hellisheiðarvirkjunar, sem hefði verið vegna vorleysinga.

Heimildir mínar um þessi mál bárust til mín innan úr orkuveitufyrirtækjunum en vegna þöggunar innan orkugeiranst var ég bundinn trúnaði um vitneskjuna, annars átti viðkomandi á hættu að vera rekinn, ekki bara frá viðkomandi fyrirtæki, heldur frá öllum störfum hér á landi og erlendis á svínu sviði.

Gamli fjölmiðlamaðurinn, sem húðskammaði mig, hafði sjálfur birt fréttir á sínum tíma með svipaðri heimildaöflun. En í þetta skipti taldi hann mig stunda glæpsamlega starfsemi af því að ég væri að rægja virkjana- og stóriðjustefnuna.

Líklega hefði Hæstiréttur getað dæmt mig fyrir þessi pistlaskrif og myndbirtingar á sínum tíma ef orkufyrirtækin hefðu farið í mál við mig og látið gera mig gjaldþrota.

En þau hefðu orðið að gera það strax og verða fljót til að fá niðurstöðuna, áður en ég gæti sýnt myndir af því, að affallsvatnstjörnin vestan við Hellisheiðarvirkjun væri enn að stækka síðsumars eftir þurrasta sumarkafla liðinna ára.

Og líka að fá dóminn kveðinn upp áður en forráðamenn HS orku gáfust upp á dögunum og viðurkenndu að grafa þyrfti 4,5 kílómetra langan skurð alla leið til sjávar með miklum umhverfisspjöllum til þess að leiða affallsvatnið í burtu.

Ég sé að Stefán Örn Valdimarsson "harmar" þessi vinnubrögð mín rétt eins og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og gamli fjölmiðlamaðurinn gerðu í haust.

Og nú veit maður hvar Hæstiréttur stendur. Ef Svavar Halldórsson segir að peningar hafi gufað upp í fjármálafléttu Pálma í Fons skal hann dæmdur fyrir það en ef Björgólfur Þór Björgólfsson segir það sama um milljarðatugina sem "hurfu" í fjármálafléttum Hrunsins er það í góðu lagi.

Og skiptir þá engu þótt Svavar hafi verið sýknaður í héraðsdómi.

Það stefnir í niðurstöðu af Hruninu og Hrunhugsunarhættinum sem margir virðast láta sér vel líka: Þeir sem segja frá því sem gerðist skulu teljast glæpamenn en þeir sem ollu því, sem gerðist, fá borgað fyrir að negla fjölmiðlamennina fyrir Hæstarétti.

Við lifum á merkilegum tímum.

Ómar Ragnarsson, 16.11.2012 kl. 11:08

9 identicon

Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni ef fjölmiðlar verða múlbundnir svona, eiginlega bara ótrúlegt að það skuli geta gerst. Hins vegar er líka áhyggjuefni að fjölmiðlun er ekkert sérstaklega vönduð hérna. Þeir virðast stundum fara fram með vanhugsuð mál og jafnvel áróður. Meira að segja Ríkisútvarpið. Ég er ekki að reyna að sneiða að þér Ómar með þessu, enda oftast nær í góðum málum þótt allir geti skriplað á skötunni einstöku sinnum. En það þyrmir yfir mann þegar auðmenn virðast geta vafið dómstólum um fingur sér og spurning hvort löggjafinn er að standa sig í lagasetningunni þá.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 11:24

10 identicon

Það er enginn svartigaldur að segja meiningu sína eða gera nógu skiljanlega grein fyrir tortryggilegum málum, án þess að brjóta meiðyrðalög, sem eru frekar einföld. Ef fréttamenn kunna það ekki, eiga fréttastjórar að geta hjálpað þeim, auk þess að fylgjast með framsetningu frétta. Til þess eru slíkir yfirmenn, ekki bara til að raða niður á vaktir og útdeila verkefnum. Hitt er svo annað mál, að ég held ekki, að Hæstiréttur muni nokkurn tíma dæma Jóni Ásgeiri og fólki hans alvarlega í óhag.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband