Skyndimenntun Samfylkingar

Samfylkingin segir lágt menntunarstig á Íslandi. Lausn Samfylkingar er að gjaldfella menntun með því að stytta námstímann til stúdentsprófs.

Fleiri fá stúdentspróf á skemmri tíma, - þannig verður til grískt bókhald um menntunarstigið á Íslandi.

Samfylkingin lætur ekki að sér hæða í hókus-pókus fræðum.


mbl.is Breytinga að vænta í menntakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsaði nákvæmlega það sama. Vissulega mun það spara töluvert að skera heil 2 ár af menntun einstaklinga en maður verður að vera sauðheimskur til að halda að menntun einstaklinga verði skyndilega betri, að því að hann fékk minni tíma til að klára grunnnám.

Var það nú ekki einhvertíman sagt að sá sem klárar grunnám+framhaldskóla hér á Íslandi gæti fengið viðurkenningu sem samsvarar "associates degree" erlendis (samsvarar fyrstu tveim árum af háskóla)?

Einar (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 15:48

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hva, er ekki allt betra en doktorar, 101 og svoleiðis rusl ?

hilmar jónsson, 13.11.2012 kl. 16:16

3 identicon

Það sem þarf fyrst og fremst að bæta í menntun á Íslandi er að hætta að leyfa kennurum í framhaldskólum að féfletta nemendum með því að búa alltaf til sínar eigin bækur og láta þá kaupa þær.  Smá dæmi Jón Jónsson ætlar að kenna líffræði 103 í FÁ. Þegar eru til bækur á markaðnum um líffræði, nánast alveg eins og bók Jóns, um alveg sömu hluti, en auðvitað aðeins annað orðalag og stíll. Þessar bækur geta nemendur fengið ódýrt á skiptibókamörkuðum. En Jón í eigingjarnri fégræðgi sinni býr til nýja bók, sem hans nemendur verða að kaupa, á tímum þar sem bækur gætu auðveldlega verið ókeypis á tölvutækuformi, eins, þegar um sömu fög er að ræða, í öllum ríkisreknum skólum, og því væru þeir samanburðar- og samkeppnishæfari. En fégræðgin er að rústa íslensku menntakerfi. Börn efnaminni foreldrar hafa oft ekki efni á að halda áfram námi út af rándýrum bókakaupum sem fara yfir 100.000 þess vegna þegar viðkomandi stundar fullt nám. Enn alvarlegri galli er þá að margar þessar kennslubækur eru fullar af heilaþvotti, persónulegum skoðunum kennarans á hinu og þessu, skoðunum hans á trúarbrögðum, öðrum menningarheimum og ýmsu sem kemur námi í líffræði 103 kannski ekkert við. Hef lesið margar slíkar bækur og hneykslast, þar sem ég hef tækifæri til að hafa eftirlit með þessum málum af ákveðnum ástæðum. Slíkar bækur væru bannaðar með lögum í flestum nágrannaríkjum okkar, þar sem öll boðun á trú, trúleysi, eða nokkrum svipuðum hlut, er bönnuð með lögum innan veggja ríkisrekinna skóla.

Konráður (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 16:49

4 identicon

Þarna koma fram virkilega góðar hugmyndir. Ef Samfylking á þær fær hún stóran plús.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 09:19

5 identicon

Efling verk og tæknináms er sérstakt fagnaðarefni. Við þurfum að efla virðingu fyrir iðngreinum. Þær er nátengdar menningu og sögu þjóðarinnar og skapa raunveruleg verðmæti. Við þurfum ekki fleiri fjármálasnillinga sem leggja hér allt í rúst.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 11:41

6 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sammála þér Páll. Við höfum ekki efni á að lækka menntunarstigið. Nógu lágt er það fyrir. Stytting myndi hafa það í för með sér að fleiri tossar fá óverðskuldaðar prófgráður.

Einar: þetta er rétt. Stúdentspróf jafncildir associate degree í Bandaríkjunum, i.e. "two year college"

Kristján Þorgeir Magnússon, 14.11.2012 kl. 13:48

7 identicon

Í sumum framhaldsskólum er skylda í íslensku að kaupa Indjánann, bók eftir Jón Gnarr, vorn ástkæra borgarstjóra, bók sem kostar á fimmta þúsund. Ég hrækti tvisvar í huganum þegar ég þurfti að borga þá peninga fyrir framhaldsskólaunglinginn.

HelgaB (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 20:28

8 identicon

Ok illa orðuð fyrri athugasemd hjá mér, sé ekki eftir aurum í menntun unglingsins, frekar að þarna er verið að skylda námsmenn til að kaupa ritverk æðstu ráðamanna sem gefur þeim að sjálfsögðu vænar tekjur í aðra hönd.

HelgaB (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband