Pólitískt ofbeldi, ESB-umsókn og stjórnarskrá

Gunnar Helgi Kristinsson verður seint sakaður um að vera einhvur sérstakur andstæðingur Samfylkingar segir þetta um vinnubrögðin í stjórnarskrármálinu:

Þjóðaratkvæðagreiðslan, í þessu tilviki, er að mínu viti gott dæmi um misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar sem þú heldur þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hin efnislega umræða hefur farið fram og reynir síðan að nota niðurstöðurnar til að þagga niður umræðuna.

Efnisleg umræða í samfélaginu fór ekki fram um ESB-umsókn Íslands áður en Samfylking vélaði hana í gegnum alþingi. Ekki heldur fór fram efnisleg umræða um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Hvorugt málið, ESB-umsóknin og stjórnarskrárdrögin, fékk þá umræðu í þjóðfélaginu sem er nauðsynleg forsenda samstöðu. Frekja og yfirgangur réð ferðinni í báðum tilvikum. Uppskeran er eftir því.

 


mbl.is Misnotkun á þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ansi gott hjá Gunnar Helga.

Greining hans er augljóslega rétt.

Allt ferlið var smíðað til að koma á þöggun til að atriði málsins fengjust ekki rædd.

Í rauninni er þetta ofbeldi og kemur ekki á óvart hverjir eru tilbúnir að beita því.

Karl (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 10:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það kviknar von, og gömul auglýsing þar sem einlægni barna er virkjuð, með;” Maður á alltaf að segja eins og manni finnst”

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2012 kl. 12:27

3 identicon

Ég hef fulla trúa á Samfylkingunni. Hún á eftir að halda þjóðaratkvæði um þær 109 greinar, sem ekki var kosið um síðast.

Svona lýðræðiselskandi flokkur, sem ætlar sér að koma í gegn stjkórnarskrá fólksins, lætur svoleiðis tækifæri ekki framhjá sér fara. Auðvitað dettur engum heilvita Samfylkingi það til hugar, að sérvelja fjórar spurningar, og láta niðurstöður þeirra ráða hinum 109.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 13:23

4 identicon

Hér er fundurinn á vídeói föstudaginn 9. nóv 2012 í hátíðarsal H.Í. kl 12:00 - 14.00

https://streymi.hi.is/videos/579/bindur-niðurstaða-þjóðaratkvæðagreiðslu-þingmenn?

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband