Sighvatur og samfylkingarkynslóðin

Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins kom við kaunin á mörgum með grein um sjálfhverfu kynslóðina. Margir lofuðu Sighvat fyrir greininguna á heimtufrekjukynslóðinni sem vill fá allt upp í hendur en ekkert leggja til á móti.

Sighvatur fékk einnig á sig gagnrýni, sem hann svarar í Fréttablaðinu í dag. Sighvatur ítrekar fyrri greiningu. Hann ræðir verðtrygginguna, sem sjálfhverfa kynslóðin frábiður sér, og segir

Ég er nú kominn á áttræðisaldur að greiða síðustu afborganirnar af verðtryggðu láni okkar hjónanna vegna húsbyggingar okkar. Enginn hefur gefið okkur þá eign. Það, sem bjargaði okkur þegar verðbólgan óx upp í háa tveggja stafa tölu – sem sjálfhverfa kynslóðin hefur aldrei séð – var verðtryggingin. Hennar vegna var greiðslubyrðinni velt yfir á síðari tíma, sem ella hefði orðið okkur óbærileg. Sjálfhverfa kynslóðin vill hins vegar að fólk láni henni peninga án þess að geta fengið andvirði lánsins aftur til baka. Með öðrum orðum – að aðrir gefi henni peninga. Lýg ég því?

Það sem Sighvatur segir ekki, líklega vegna þess að það er of augljóst, er að um nýliðin aldamót kom sjáflhverfa kynslóðin sér upp stjórnmálaflokki sem berst eins og ljón fyrir hagsmunum þeirra sjálfhverfu. Það er Samfylkingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi já, er Sighvatur nokkuð enn farinn að útlista hvað það kostar þjóðina að halda honum uppi eins og hann lofaði í fyrra? A.m.k. lifir hann varla á blaðamannseftirlaununum einum eins og hann gaf þó í skin! 

Sighvatur tilheyrir þessari vitagagnslausu og sjálfhverfu eftirlaunastjórnmálaelítu sem glefsar sífellt í höndina sem fóðrar hana, Eiður er annar. Skritið hvað hinir svokölluðu (sjálfkölluðu?) jafnaðarmenn eru duglegir að setjast inn við ofninn og kjötkatlana!  Líklega snýst jafnaðarmennskan í grunninn um að láta aðra halda sér uppi!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband