Ísland stendur Bandaríkjunum nær en ESB

Á eftir Norðurlöndum standa Bandaríkin Íslandi næst í menningu og sögu. Líkt og Ísland eru Bandaríkin landnemaland, að mestu byggð flóttamönnum frá gömlu Evrópu. Eftir að Íslendingar tóku að hleypa heimdraganum á síðustu öld og leita sér menntunar í útlöndum voru Bandaríkin oftar áfangastaðurinn en einstök ríki á meginlandi Evrópu.

Ísland komst undir bandarískt áhrifasvæði í kalda stríðinu þegar gamla Evrópa stóð í skugga tveggja stórvelda. Íslendingar fylgjast með bandarískum stjórnmálum og bandarískri menningu í meira mæli en menningu kjarnaríkja Evrópusambandsins.

Hefur einhver annars heyrt um kosningavöku í Reykjavík vegna kosninga til Evrópuþingsins?


mbl.is Ólafur sendi heillaóskir til Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ó já, kosningavökur vegna kosninga hinna ýmsu norðurlanda eru algengar hérlendis, en námuhestar með blöðkur fyrir augum til að forðast áreiti, þeir horfa að sjálfsögðu bara í eina átt.

nordic (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 11:47

2 identicon

Kosningavökur vegna hinna ýmsu kosninga norðurlanda eru algengar hérlendis, segir "nordic".......Er það virkilega? Ég þekki fólk sem er að fylgjast með kosningunum víða í Asíu, Afríku, Suður Ameríku. Ísland er orðin fjölmenningarþjóð. Bara sveitalubbar sem eru eins og afturgöngur frá 18.öld hafa eitthvað meiri áhuga á Norðurlöndunum en öðrum þjóðum. Stærsti hluti landsmanna annarra en Íslendinga er frá Austur Evrópu eða Asíu. Við erum í EFTA og Schengen og allir nema hræddustu Íslendingarnir, með minnsta lífslöngun og ævintýraþrá og lokaðasta hugann sækja eitthvað sérlega eftir að búa, læra eða vinna á Norðurlöndunum umfram önnur lönd. Í dag eru til dæmis fjölmörg íslensk ungmenni að læra til læknis í Ungverjalandi. Norðurlandaþjóðirnar, fyrir utan Færeyjar, sem ekki eru sjálfstætt land, sönnuðu það í Icesave málinu að vera engir vinir okkar. En hver heldurðu hafi hjálpað okkur bak við tjöldin að ná sjálfstæði frá Dönum? Heldur þú virkilega stjórnvöld hér hafi í raun verið "hlutlaus" í stríðinu? Hvar búa svo flestir af íslenskum ættum, utan Íslands? Í Kaupmannahöfn? Ó, nei....Í Kanada og Norður Bandaríkjunum, en þangað flutti nær þriðjungur landsmanna á sínum tíma og margt þetta fólk talar enn íslensku! Ertu bara svona hallærislegur, eða einhvers konar nazisti? (Biðst afsökunar ef þú ert yfir áttrætt, þá er þetta fávitahugarfar, eins hættulega úrelt og það er nú, sérlega í ljósi Icesave málsins, er nú samt hættulegt.

Heimsborgari gegn smáborgurum. (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:19

3 identicon

Ísland er landfræðilega staðsett bæði í Evrópu og Ameríku, og stærstur hluti landsmanna, yfirgnæfandi meirihluti, er fæddur á Ameríkuflekanum. Íslendingar byggja sína sögu og sjálfsvitund á sögum um menn sem dreymdi um frelsi, og vildu vera lausir við áþján kónga og slíks. Bandaríkin líka. Ísland og Bandaríkin eru því að eðli og anda til báðar "Nýja heims þjóðir" en slíkar munu hafa forskot í heimi framtíðarinnar, þegar Bandaríkin munu umbreytast í allt aðra þjóð, og Ísland vera eitt af örfáum Norður Evrópskum ríkjum sem á virkilega framtíðina fyrir sér. Gamli heimurinn er nefnilega að fara að deyja, sem betur fer, með allri sinni kúgun, og nýtt heimsskipulag að taka við.

Og það varð svo.. (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:33

4 identicon

Og þetta ofansagða á þá aðeins við að Ísland hlekki sig ekki við sökkvandi skip Stór-Þýskalands, sem stjórnað er af hötuðustu þjóðum heims, sem eru hlekkjaðar í karmíska skuldahlekki eftir að hafa níðst á yfir 90% heimsbyggðarinnar gegnum aldirnar. Þrælarnir þeirra fyrrverandi munu krefjast skuldauppgjörs, og slíkum verður aldrei framar treyst fyrir stjórnun heimsins þegar bákn óréttlætisins fellur. Það á sérstaklega við um Þýskaland, sem fær aðeins að leika lítið aukahlutverk í framtíðinni, svo og allir sem láta stjórnast af því og gripu ekki tækifærið að ná til hins stærri heims, á tímum þegar heimurinn var í endurmótun þeirri sem brátt lýkur.

Og það varð svo.. (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:37

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Tengsli okkar vestur um haf hafa verið síst minni en við Evrópu. Við höfum sinnt allt of lítið hinni íslensku þjóð´í Kanada sem er svo rammíslensk að við bliknum með allan þennan alþjóðakratisma okkar hér á skerinu.

Því miður haf sölumál fisks drabbast niður vestan hafs og ég held að það sé jafnvel búið að selja Iceland-merkið. Nú er uppistand af því að ESB ætlar að kúga okkur og við eigum ekki í önnur hús að venda.

Halldór Jónsson, 7.11.2012 kl. 13:46

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyndið þegar ESB sinnar telja sig vera stórborgara og okkur hin smáborgara.  Það eru enmitt þeir sem mest sækjast eftir innlimun í ESB sem eru hinir einu sönnu smáborgarar, því þeir hugsa ekki heimslægt heldur einungis um smáhluta af einni heimsálfu. Og halda að það eitt geri þá stóra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 13:54

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eru menn að stinga upp á að við göngum í ríkjasamband við Bandaríkin? Þ.e. ganga taka upp dollar og gerast aðilar að efnahagsvæði þeirra? Verða aftur ein af hækjum Bandaríkjana við alþjóðasamninga og stofnanir. T.d. varðandi mál hjá Sameinuðu þjóðunum og fleira.   Held að Bandraríkin hafi nú talað skýrt í hruninu og fyrir það að þeir vilja ekkert með okkur hafa meira en sem hverja aðra þjóð. Sbr þegar þeir gerðu skipti samninga við öll önnur Norðulönd um gjaldeyri. Eins þegar þeir flýttu sér í burtu með herinn á sýnum tíma þó að við værum á hnjánum fyrir framan þá.  Held að ESB hatur megi ekki villa mönnu sýn

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.11.2012 kl. 15:36

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Held að engin sé að tala um það, einungis að benda á staðreyndir að við eigum að vera með allan heimin undir en ekki bara nokkur sérhagsmunaríki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 15:44

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá voru kumpánar eins og þínir samherjar Magnús, farnir að hafa ansi hátt. Ekki eru þeir vandari að virðingu sinni,þótt gegni háttsettri stöðu í ríkisstjórn Íslands. Mér er til efs að utanríkisráðherra Norður-Kóreu,hefði sýnt neinu ríki slíkan dónaskap,sem þessi kújón Össur,sýndi sendiherra BNA.

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2012 kl. 15:52

10 identicon

10. Utanríkismál

SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Ákvarðanir um framsal á fullveldi þjóðarinnar skulu ávallt teknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. SAMSTAÐA telur að hagsmunum Ísland sé best borgið utan ESB og hvetur til endurskoðunar EES-samningsins. SAMSTAÐA vill efla EFTA og fríverslunarsamninga við aðrar þjóðir.

SAMSTAÐA leggur áherslu á samstarf við allar þjóðir og sérstaklega samvinnu við Norðurlöndin á sviði utanríkisþjónustu og þróunaraðstoðar og hvetur til samvinnu við þjóðir við Norður Atlantshaf (Bandaríkin, Kanada, Grænland, Færeyjar, Noreg og Rússland) um öryggismál á hafsvæðinu, umhverfisvernd og nýtingu auðlinda á Norðurheimskautssvæðinu.

x C (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband