Ísland í 15 sæti á hagsældarlista

Ísland er í 15. sæti af 144 á hagsældarlista Legatum. Noregur er í efsta sæt og Norðurlönd skipa efstu sætin. Við erum í nágrenni við Þýskaland og Bretland.

Hagsæld er mæld á nokkrum kvörðum. Ísland er í efsta sæti á kvarðanum yfir persónulegt öryggi og í persónulegu frelsi skorum við hátt (10) og sömuleiðis hvað frumkvöðla varðar (9).

Ísland er aftarlega á merinni á mælikvarða hagkerfisins (61) bæði hvað varðar traust til banka, og skal engan undra, og hagvaxtar s.l. fimm ár en þar dregur hrunið okkur niður.

Þá erum við léleg þegar kemur að stjórnvöldum (20) og ríkisstjórn Samfylkingar og VG ber ábyrgð á því. Aðeins einn af hverjum fjórum Íslendingum ber traust til ríkisstjórnarinnar en alþjóðlegt meðaltal er að helmingur treysti stjórnvöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hum!! Eftir sigurinn á Norðmönnum í fótbolta hoppuðum við upp í 89.sæti á

á Fifa -listanum.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2012 kl. 19:08

2 identicon

Þetta eru gamlar tölur Palli

Gnarrinn var að skila áætlun um  7,6 miljarða "afgangi" á næsta ári

erlend matsfyrirtæki tóku mark á slíkum spuna fyrir hrun svo afhevrju ekki nú

Grímur (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 21:24

3 identicon

Írland, landið sem þú telur að eigi að vera Íslandi víti til varnaðar varðandi inngöngu í ESB er í 10. sæti.

Ekkert (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband