ESB fær landhelgina í boði Samfylkingar

Íslendingar koma í veg fyrir að útlendingar stundi veiðar í landhelginni með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með því að banna erlendum skipum veiðar innan 200-mílnanna. Í öðru lagi er erlendum aðilum bannað að kaupa íslenskar útgerðir.

Evrópusambandið vill brjóta á bak aftur báðar varnarlínurnar um fiskveiðiauðlindina. Í fyrstu umferð er ætlunin að krefjast þess að Ísland leyfi fjárfestingar í útgerðinni. Það verður gert undir almennum forsendum um frjálsa fjárfestingu.

Í annarri umferð verður stjórnunin á fiskveiðilandhelginni, ákvörðun aflahámarks, færð til Brussel. Merkingarlausir fyrirvarar um að engar aðrar þjóðir búi að ,,veiðireynslu" við Íslandsmið verða dulbúningur á mesta framsali fullveldisins frá 1262/64.


mbl.is „Loksins komið að erfiðu köflunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og Stefán Ólafsson bendir á þá vill yfirstéttin síður gefa eftir völd sín og forréttindi. Hvað fær Össur?

http://www.visir.is/ossur-maelti-med-ingibjorgu-solrunu-og-arna-mathiesen/article/2010881997566

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 07:38

2 identicon

Með þetta eins og allt annað.

Kratar heima og heiman selja hvað sem er á tilboðsprís fyrir eigin pólitísku völd og fínar stöður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 10:49

3 identicon

Á meðan á þessari óforskömmuðu innrás ESB stendur er Samherji(sem er íslenskt fyritæki) að stunda rányrkju við Afríkustrendur og kaupir fiskvinslufyritæki í ESB eins og eingin sé morgundagurinn og þar með aðgang að hellings kvóta í ESB lögsögunni, þvílík þjóðarskömm...ekki satt...???

Helgi Jonsson (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 11:29

4 Smámynd: Elle_

Helgi, það er skömm en kemur þjóðarskömm ekki við.  Vorum við öll við veiðar við Afríkustrendur?  Varst þú að kaupa upp fiskvinnslufyrirtæki þarna?  Það væri þá þín skömm, ekki okkar hinna.  Við berum ekki ábyrgð á Íslendingum í útlöndum þó Samfylkingin haldi það (ICESAVE, etc.). 

Þannig að innrás Brussel verður jafn óforskömmuð þrátt fyrir mikinn ríkisábyrgðarvilja ykkar verjendanna.

Elle_, 25.10.2012 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband