SÁÁ stundar félagsklám

Félagsklám er á útlensku sósíalpornógrafía og gengur út á það að misnota þá sem minna mega sín. SÁÁ leggur stund á félagsklám með því að tefla fram börnum til að réttlæta kröfu um aukið skattfé til starfseminnar.

Í brúnni hjá SÁÁ stendur Grunnar Smári Egilsson sem kann sitt lítið af hverju þegar kemur að áróðri. Eins og jafnan hjá Gunnari Smára stendur ekki steinn yfir steini þegar rökin fyrir áróðrinum eru skoðuð. 

Gunnar Smári segir SÁÁ og áfengissjúklinga eiga kröfu á ríkissjóð vegna þess að ríkið leggur svo háa skatta á áfengi. Málið er að áfengissjúklingar eru ekki þeir einu sem greiða neysluskatta. Reykingafólk er búið að borga sína skatta, fólkið í yfirþyngd sem hreyfir sig ekki án bílsins greiðir til ríkissjóðs skatta af bensíni og svo má áfram telja.

Það er ósmekklegt svo vægt sé til orða tekið að tefla fram börnum til að fegra hæpinn málstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta tilfinningaklám hefur lengi verið þekkt, og gengur stundum undir heitinu "fhought-terminating cliché", eða hugsanastoppari.

Tilgangurinn er að höfða til tilfinninga, og koma í veg fyrir rökrétta umræðu.

Sá sem andmælir þessum tilfinningarökum er svo útsettur fyrir ásökunum um vonsku í garð barna, ef ekki bara barnanýðingur.

Þeir sem nota þessi rök eru oftast nær siðferðilega vafasamir einstaklingar, sem svífast einskis til að ná markmiðum sínum. Í tilfelli Gunnar Smára leikur enginn vafi á því.

Maðurinn skilur eftir sig slóð gjaldþrota, sem bendir til fullkominnar siðblindu, og á að vera síðasti maðurinn sem tjáir sig um notkun samfélagsins á skattfé.

Þeir sem nota tilfinningaklámið hafa oftast nær verulega vafasaman málstað, og afar veik rök fyrir máli sínu.

Og í þessu tilviki, þá er verið að krefjast þess að SÁÁ fái 10% af áfengisgjöldum. "Rökin" eru þau að alkar greiði ósanngjarnan skatt af drykkjunni.

En hvað gerist þegar SÁÁ er komið á beit í skattkerfið, með ákveðna hlutdeild í skattstofnum?

Jú, drykkja alka er þáorðin helsta tekjulind Gunnars Smára og félaga, og hver þurr þýðri minni tekjur. Og ef SÁÁ verður blankt, eins og oft gerist hjá því félagi, er þá nokkuð annað en að hvetja til aukinnar áfengisdrykkju?

Þetta er fáránlegasta krafa sem ég hef heyrt, og fullkomlega siðlaus eins og áróðurinn með henni.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 18:53

2 identicon

Akkúrat!

Hugsandi fólk hafnar þessum fráleita málflutningi og tilfinningaklámi.

Hvers vegna fáum við engan frið fyrir þessu fólki?

Styð aldrei SÁÁ á meðan þessi maður stýrir þessum ágætu samtökum.

Áróðurinn er yfirgengilegur.

Menn bera ábyrgð á sjálfum sér.

Þessi gamli frelsispostuli kýs að gleyma því enda í annarri hagsmunagæslu en áður fyrr þegar hann gekk erinda glæpalýðsins sem setti þetta þjóðfélag á hausinn.

Þetta er ekki það sem SÁÁ þarf á að halda enda eru undirtektir afar dræmar.

Rósa (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 19:19

3 identicon

Þetta er nú meiri vitleysisfærslan og áberandi hvað þeir tveir sem hér hafa ritað hafa ekki kynnt sér hvað um er að ræða.

Í fyrsta lagi er SÁÁ meira en bara meðferðarbatterí, því þar á bæ er félagaskráin stór og mikill hluti samtakanna hefur almenna hagsmuni sjúklingahópsins í huga. Bæði þá sem leitað hafa sér aðstoðar og þá sem ekki enn hafa komið fram.

Frumvarpið inniheldur ekki kröfu um aukið fé til SÁÁ heldur er um að ræða kröfu um að SVEITARFÉLÖGIN fái stærri skerf af áfengisgjaldinu til að þróa úrræði og koma til móts við ört stækkandi hóp áfengis- og vímuefnasjúklinga sem ekki ná árangri með hefðbundinni meðferð, annað hvort vegna erfiðari félagslegrar stöðu eða flóknari heilsufarsvanda. Hvert sveitarfélögin leita er svo þeirra mál en það er ekki endilega SÁÁ sem tekur þann skerf af fjárveitingum.

Það er hvorki skattgreiðendum né SÁÁ í hag að ákveðinn hópur einstaklinga (ca. 5% af sjúklingahópi SÁÁ) sem hafa lítil úrræði að meðferð lokinni komi oft og ítrekað til meðferðar, bæði þar og á öðrum meðferðarstofnunum í landinu og nauðsynlegt að þróa úrræði fyrir þann hóp. Þessi hópur, eðli málsins samkvæmt, stækkar bara með árunum ef ekkert er að gert.

Undanfarin ár hefur líka orðið vakning innan meðferðargeirans um að börn sem alast upp við illvígan alkkohólisma á heimili sínu hafa fyrir utan mikla tilhneigingu til að lenda sjálf í vanda með vímuefni stórauknar líkur á að verða snemma óvirk í samfélaginu og festast í bótakerfi og örorku snemma á lífsleiðinni.

Þeir sem horfa framhjá þessum staðreyndum og ætla hinum og þessum samtökum og stjórnendum þeirra eitthvað ankanalegt ættu að endurskoða hugsun sína um hvernig samfélög og samtrygging hjá siðuðu fólki fer fram. Það mætti halda að þið séuð einstaklingar án fjölskyldu og ástvina og þekkið ekki hvernig fólk hjálpast að til að leysa vanda.

Skammist ykkar og þá sérstaklega þú nafni með skitlegan staðlausan róg um fólk sem vill bæta samfélagið og hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig.

"Skammastu þín bara" - eins og amma sagði alltaf.

Páll (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 19:31

4 identicon

Endurkomutíðnin hjá SÁÁ er mjög há.

Að stórum hluta er þetta gagnslaust.

Sömu aðilarnir koma aftur og aftur og skattgreiðendur borga.

Sennilega er vandfundið það ríkisrekna batterí sem skilar jafn lélegum árangri.

Þetta er iðnaður fremur en árangursríkt úrræði.

Karl (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 21:44

5 identicon

Þetta er reyndar rangt hjá þér Karl, en þessi litli hópur er áberandi vegna þess hve sláandi vandi hans er. Athugaðu að um er að ræða krónískan langvinnan sjúkdóm og eins og með alla slíka þarf stundum niokkur inngrip. Það á líka við um sjúklinga á hjarta- og æðadeild og krabbameinsdeildum. Starfið þar er þá kannski gagnslaust að þínu viti.

ca. 23.000 manns hafa komið á Vog. Rétt tæp 10% allra núlifandi karlmanna eldri en 15 ára hafa komið á vog. Ef þú heldur að 10% þjóðarinnar sé stöðugt inni á Vogi þá væri ansi þröngt á þingi þar.

Raunveruleikinn er sá að um 50% sjúklinganna hafa komið aðeins einu sinni á Vog og um 78% hafa komið þrisvar eða sjaldnar.

Núlifandi einstaklingar sem hafa komið oftar en 10 sinnum inn á Vog eru innan við 700. Það er innan við 4% af öllum sjúklingunum.

En þú ert einn af þeim sem hefur myndað þér skoðun af því að "þér finnst" eitthvað í stað þess að athuga raunverulegar tölur úr sjúklingabókhaldi og gagnagrunni.

Páll (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 21:56

6 identicon

Ef þetta eru réttar tölur, Páll ekki Vilhjálmsson, að vandinn sé bundinn við 700 manns, þá er náttúrulega eitthvað annað sem þarf að gera, en gefa SÁÁ áskrift að skatttekjum.

T.d. að koma í veg fyrir, að þessi hópur fari með forsjá barna. Var ekki málið, að gera eitthvað fyrir börnin?

Bjargið þeim frá krónísku byttunum, það ætti ekki að kosta áskrift að skatttekjum.

Fullt af góðu fólki sem er tilbúið að ættleiða börn inn á óð heimili, og tryggja þeim góðan aðbúnað.

"Won't someone think of the children?"

Hilmar (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 00:05

7 identicon

Þú virðist hvorki hafa lesið innlegg mitt né frumvarpið sem SÁÁ samdi Hilmar.

SÁÁ er ekki að fara fram á að fá þessa peninga, SÁÁ er, með stuðningi þeirra sem rita undir frumvarpið, að fara fram á að SVEITARFÉLÖGIN í landinu fái 10% af áfengisgjaldinu til að þróa úrræði fyrir þennan hóp, þ.m.t. börn þeirra sem þjást af fíknsjúkdómum. En þessi 700 manna hópur er nú yfirleitt ekki í foreldrahlutverki lengur.

Lesa fyrst, skilja það sem ritað er og tjá sig svo. Hugsa - taka ákvörðun - framkvæma.

Páll (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 01:00

8 identicon

Jamm Páll ekki Vilhjálmsson, sveitarfélögin.

Ætli sveitarfélögin að "þróa" einhver úrræði í áfengis og vímuefnamálum?

Þórshöfn? Vík í Mýrdal? Ísafjörður? Ólafsvík?

Eða er kannski hugmyndin að sveitarfélögin fái sér samstarfsaðila við þróun alka-úrræði?

Og hvaða samstarfsaðilar, eða öllu heldur, aðili, ætli sé í bestri aðstöðunni? Það er fleiri en ein leið til að flá kött, og Gunnar Smári þekkir þær allar, enda flegið ófá kettina um árin.

En takk fyrir að staðfesta við mig, að það séu ekki nema 700 þekktir vandamálagripir í alkaþurrkun. Og að þeir séu ekki með forsjá barna.

Ég á þó ennþá svolítið erfitt með að sjá, að skattfé landsmanna er vel varið í að "þróa aðferðir" fyrir börn ólæknandi alkóhólista, þegar búið er að fjarlægja þau úr áhættuumhverfinu.

Varðandi þá ólæknandi, þá væri kannski nær að líta til reynslu stærri þjóðfélaga, og sjá hvað þau eru að gera, og hafa gert.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 02:11

9 identicon

Ekki það að ég nenni í einhverja rimmu við einstakling sem hefur ekki nokkurn áhuga á að kynna sér það sem hann gagnrýnir þá máttu vita það að þessir 700 einstaklingar eru bara hluti af heildarvandamálinu. Ef þú heldur að skilgreining á drykkju sem skaðar börn á heimili innihaldi einungir götunnar menn ertu einfaldlega bjáni sem orðum er ekki eyðandi á.

SÁÁ fer ekki í þá vinnu sem sveitarfélögunum er skylt að leggja fram. SÁÁ fer ekki inn í starfsendurhæfingu, búsetuúrræði og félagslega uppbyggingu þessa hóps. SÁÁ veitir afeitrun, meðferð og eftirfylgni, alveg eins og þeir gera nú þegar. En ef sveitarfélögin geta tekið við þessum einstaklingum og komið þeim í virkni í samfélaginu aukast batalíkur þeirra umtalsvert og þeir þurfa síður að leita til SÁÁ aftur.

Fjármálaóreiða Gunnars Smára frá fyrri tíð kemur SÁÁ lítið við. Þar er hann formaður í non-profitt félagasamtökum, en ekki framkvæmdarstjóri né fjármálastjóri. Gunnar ræður ekki yfir peningum SÁÁ og hefur mjög takmarkað vald til notkunnar þeirra.

En endilega haltu áfram að moka skít yfir fólk sem vinnur hart og óeigingjarnt að því að skapa betra samfélag. Það segir meira um þig en nokkuð annað.

Páll (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 02:25

10 identicon

Hætti öllum stuðningi við SÁÁ umleið og þessi ekkisens bullufrenja var sett þar á stall. Eyðileggingarmáttur Gunnars Smára er algjör.

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 05:04

11 identicon

Vont var fyrir samtökin að missa alla góðvild samborgaranna með ráðningu Gunnars Smára, en að gera út þennan Pál fyrir félagsgjöld gerir útum batteríið.

Þetta voru samtök er áttu hug og hjörtu, en eru nú litin sömu augum og kæri Jón.

Allt sem frá Gunnari kemur virkar sem lygi og hræsni, reynslan er ekki dauð palli ven.

edrú (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 05:41

12 identicon

Með ráðningu Gunnars Smára breittust samtökim SÁÁ úr velviljandi sjálboðaliðasamtökum í óþolandi þrýstihóp

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 06:27

13 identicon

Ég er sammála öllu hér nema þessum "Páli" sem að öllum líkindum er gerður út. Sama "Páli" og rís oft upp á afturfætur með kjafti og klóm ef "Ásmundi" (sem líka að öllum líkindum er gerður er út af ESB og Samfylkingu til höfuðs Vinstrivaktinni gegn ESB Vinstrivaktinni gegn ESB) er mótmælt.

Ásmundur Páll (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband