Atvinnulíf og stjórnmál og gjáin ţar á milli

Einn af rekstrarmönnunum í atvinnulífinu, Egill Jóhannsson í Brimborg, segir í bloggi ađ rífandi gangur sé í efnahagskerfinu. Egill er marktćkari en samanlagđir ađilar vinnumarkađarins. Gott árferđi endurspeglast ekki í stjórnmálalífi landsins.

Ríkisstjórnin nýtur ekki árangurs ţjóđarinnar viđ ađ rétta úr kútnum eftir hrun af tveim ástćđum. Í fyrsta lagi vegna hatursfullra vinnubragđa sem birtast í atlögu ađ stjórnarskrá, frekjustjórnmála og almennt leiđinlegrar framkomu sem vekur ekki traust. Í öđru lagi vegna ţess ađ meginstefnumál ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er ađ koma Íslandi inn í Evrópusambandiđ. Umsókn um ađild ađ ESB er í fullkominni mótsögn viđ ţann bođskap ađ Ísland sé ađ rétta úr kútnum. Ríkisstjórnin ćtlađi ađ endurreisa Ísland međ ţví ađ flytja fullveldi og forrćđi okkar mála til Brussel. Nú ţegar Ísland er komiđ á réttan kjöl og eldar loga í evru-ríkjum er ESB-umsóknin myllusteinn um háls ríkisstjórnarinnar.

Sjálfstćđisflokkurinn á erfitt međ ađ gera sér mat úr bágri stöđu ríkisstjórnarinnar vegna ţess ađ flokkurinn er ekki búinn ađ taka til í eigin ranni. Hrunverjar sitja á ţingi fyrir flokkinn og hrunstefna um lága skatta er helsta pólitíkin.

Óreiđan í íslenskum stjórnmálum og samanburđurinn viđ efnahagskerfiđ varpar ljósi á hve erfitt er ađ lagfćra pólitíska innréttingu samfélags ţegar hún fer á annađ borđ úr skorđum. 

 

 


mbl.is Vilja skođa upptöku Kanadadollars
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega er Sjálfstćđisflokkurinn međ lík í farteskinu. Og meira en ţađ, vandrćđalega lélegan hóp á köflum.

En ţar sem Sigmundur Davíđ er farinn ađ gćla viđ "miđjustjórn" er líklegt ađ hugsanlegir kjósendur Framsóknar láti ekki nályktina aftra sér, heldur setji sitt X viđ D, til ađ aftra "miđjustjórn" međ Samfylkingu.

Lík og óhćfir einstaklingar hjá Sjálfstćđisflokki eru skárri tilhugsun en 4 ár til viđbótar af Samfylkingu.

Hilmar (IP-tala skráđ) 1.10.2012 kl. 13:39

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ber Sjálfstćđisflokkurinn ábyrgđ á falli bandarísku bankanna sem settu hruniđ af stađ hérlendis?

Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur getur boriđ ábyrgđ á hruni efnahagslífsins.

Skýringin sú er afskaplega ódýr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2012 kl. 17:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband