Ragnar Arnalds: Steingrímur J. er á síðasta sjens

Vinstri grænir geta ekki gengið til kosninga án þess að ganga frá ESB-umsókninni áður. Steingrímur J. Sigfússon ber alfarið ábyrgð á þeirri stöðu mála í flokknum að hann er í ríkisstjórn sem vinnur gegn grundvallarstefnumáli flokksins, segir Ragnar Arnalds á Vinstrivaktinni.

Steingrímur tekur það þrívegis fram í sömu málsgrein að hann vilji „fara yfir málið". Hvað þau orð raunverulega merkja vita fáir. Vonandi gerir formaðurinn sér grein fyrir því að meira þarf til en að „fara yfir málin" ef hann ætlar að forða flokki sínum frá hörmulegri útreið í komandi kosningum. Þar dugar í rauninni ekkert minna en að segja: Hingað og ekki lengra!

Steingrímur J. verður spurður að því í kosningabaráttunni hvaða þætti í stefnu flokksins hann ætlar að svíkja. Eftir svikin í ESB-málinu verða öll önnur svik léttvæg.

Steingrímur J. er búinn með sinn síðasta sjens.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver er Ragnar Arnalds?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2012 kl. 12:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt. Hann er búin með sinn síðasta sjens og það er vel.  Gott hjá flokksbræðrum hans að setja honum stólinn fyrir dyrnar hvað þetta varðar, það hefði reyndar átt að gerast miklu fyrr.  Sennilega orðið dálítið seint í rassinn gripið svona rétt fyrir kosningabaráttuna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 13:08

3 identicon

Það er fátt sem getur komið í veg fyrir að Vinstri Grænir verði fyrir gífurlegu fylgishruni í næstu kostningum, þannig að það er best fyrir bæði VG og heimilin í landinu að kosið verði strx í haust.

En það kemur verulega á óvart að í fjálagafrumvapi Steingríms og Jóhönnu, að það á að stórauka framlög til þróunarmála og alþjóðastofnana, ríkið mun hækka útgjöld um 1.3 miljarð í þennan málaflokk.

Hélt að það væri meiri þörf hér innanlands fyrir þessa fjámuni, t.d.til endurnýjunar á tækjum á Landspítalanum, og hærri framlögum til langveikra barna, og til Fjölskylduhjálarinnar við matarúthlutanir.

Þetta segir manni bara eitt, þetta fólk er algjörlega veruleikafyrrt.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 14:26

4 identicon

Ómar veit ekki, skilur ekki og getur ekki.  Því miður.

Um leið og Steingrímur ætti að vera spurður reglulega hvað hann svíkur ætti fólk að spyrja, hvar er skjaldborgin?

(Kanski forstjóri Landsspítala finni hana í ICD-10 greiningarhandbókinni ?).  

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 14:27

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímur er of upptekinn af sjálfsupphafningu til að taka eftir gagnrýni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.9.2012 kl. 15:37

6 identicon

Því miður er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að Steingrímur sé á síðasta sjens.

Valdahyggja hans birst í lygum og svikum.

En öfgafólkið sem hann er í forsvari fyrir sættir sig við lygar og svik þar sem þannig er tyrggð geta til að stjórna lífi annars fólks, þröngva upp á það öfgum og hatri.

Og svo eru það ein mitt lygarnar og svikin sem tryggja að þetta lið kemst að kjötkötlunum.

Hvað ætli Steingrímur og hinir valdníðingarnir séu búnir að koma mörgum fótgönguliðum á ríkisspenann?

Eða bjarga mörgum einstaklingum og fyrirtækjum sem tengjast þessum viðbjóðslega flokki? 

Nei, hann er ekki á síðasta sjens.

Hann tryggir völdin.

Rósa (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 16:50

7 identicon

Hvergi í Evrópu er okrað eins mikið á neytendum og á klakanum. Þar við bætast svo háir vextir og verðtrygging. Búseta mín í tveimur löndum gerir mér það kleyft að bera saman verð á Evru svæðinu og í Sviss við verðlagið á Íslandi. Útkoman er hrikaleg. Enda hefur aldrei verið samkeppni á Íslandi, fremur einokun og samráð. Og verður ekki á meðan við erum einir á báti með handónýtan gjaldmiðil.

En innbyggjarar virðast sætta sig við þetta, að láta heildsala og verslanir níðast á sér. En ætli menn lifi lengi og vel á þjóðrembunni frekar en Magnús sálarháski á munnvatninu. Held ekki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 17:16

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haukur,  Sviss er ekki evrusvæði.  Hvert er hitt landið sem þar sem þú þekkir til; Þýskaland?

Flest erum við miklu forvitnari um hag almennings í PIIGS evrulöndunum.

Kolbrún Hilmars, 12.9.2012 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband