Ólafur Ragnar: aðgerðasinnar á alþingi til vansa

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er hópur aðgerðasinna sem komust til valda þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrunið. Ríkissstjórnin skilur eftir sig sviðna jörð vantrausts og þjóðfélagsdeilna.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti varaði meirihlutann á alþingi við frekari upphlaupsstjórnmálum. Ólafur Ragnar getur trútt um talað með nýfengið umboð þjóðarinnar á meðan alþingi almennt og stjórnarflokkarnir sérstaklega eru í skammarkrók almennings.

Ólafur Ragnar hlaut endurnýjað umboð út á kosningabaráttu er byggði á endurreisn á forsendum fullveldis og trausti á hornsteinum eins og stjórnarskránni. Þegar hann varar ríkisstjórnina við að halda áfram á braut niðurrifs og skemmdarverka er vissara fyrir þau Jóhönnu og Steingrím J. að hlusta.


mbl.is Tekið verði á vanda Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad ma svo sem vona, en tad er audvitad med tau tvø eins og hundana sem turfa ad læra ad sitja. Teir bara geta ekki lært greyin.

Og svo fer i verra. er nokkur sem hefur adhald a teim til tjalfunar?

Ekki er tad RUV i tad minsta.

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 09:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála það var tími til komin að þetta fólk fengi ákúrur sem það verður að hlusta á.  Ekki vanþörf á því.  Afar ánægð með tóninn sem hann gefur með þessu.  Enda kom það skýrt fram í hans kosningabaráttu að það yrði að auka virðingu alþingis, það er ekki eins og hann hafi þagað um það vandamál, hann var m.a. kosinn út á þær væntingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 11:03

3 identicon

Við sem ætlum að mótmæla helferðarstjórninni í kvöld

munum standa með styttunni af "sóma Íslands, sverði þess og skildi",

en milli okkar og vanhæfs alþingis, "fulltrúa okkar á þingi" verður lögreglan búina að reisa víggirðingu út á miðjum Austurvelli.  Gjáin milli þings og þjóðar breikkar og dýpkar stöðugt. 

Og framkvæmdavaldið skammtar einum ríkisforstjóra 16-föld laun.

Við búum í ríki fasisma stjórnarherranna.  Þetta helvíti gengur ekki lengur.

Mætum í kvöld niður á Austurvöll og mótmælum með "sverði Íslands, sóma þess og skildi":  Vér mótmælum öll ... eða ætlar fólk að hanga heima eins og gungurnar og druslurnar???? 

Hér breytist ekkert, nema við látum sjá okkur og stöndum saman gegn fólskuverkum helferðarstjórnar hrægamma og erlendra vogunarsjóða.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband