ESB-umsóknin setur allt samfélagið í biðstöðu

Þjóðlífið kemst hvorki aftur á bak né áfram vegna þess að ESB-umsóknin stendur í vegi fyrir framvindu og þróun á sviði utanríkismála og efnahagsmála. Lilja Mósesdóttir upplýsir að Seðlabankinn geti ekki lagt fram framtíðarsýn peningamála þar sem ESB-umsóknin gerir ráð fyrir að við tökum upp evru og þar með punktur.

Engin leið er að Samfylkingin, sem einn flokka stendur á bakvið umsóknina, fái sínu framgengt. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vekur máls á tætingslegri stöðu ESB-umsóknarinnar. Ögmundur skrifar

Samfylkingin féllst ekki á að spyrja þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu hvort hún yfirleitt vildi hefja vegferðina. Niðurstaðan varð sú að meirihluti þingmanna VG féllst á að fara að vilja Samfylkingarinnar en hélt á móti opnum möguleika á endurmati. Málið allt verður að skoðast í þessu sögulega samhengi og með hliðsjón af þeim ströngu fyrirvörum sem VG hefur alltaf gert.

ESB-umsóknin kemst hvorki lönd né strönd. Ef ekki verður búið að afturkalla umsóknina fyrir áramót verður kosningabaráttan um það hvort Ísland haldi áfram aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið. Í þeirri kosningabaráttu gæti Samfylking átt mögulega að halda í um 17-20 prósent fylgi en VG færi niður niður tíu prósent.

Á meðan er biðstaða í samfélaginu.


mbl.is Umsóknin í vegi afnáms haftanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óhjákvæmilegt, annað en að þjóðin verði spurð 20. okt hvort halda á áfram með þessar aðildarviðræðum við ESB, eða hætta þeim, úr því sem komið er.

Á ríkisráðsfundi á morgun fimmtudag, ætti ríkistjórnin að sjá sóma sinn, í að skila inn umboðinu til forseta, svo þau valdi heimilum landsmanna ekki meiri skaða en orðið er,því þeim bar að taka vísitöluna úr sambandi strax eftir Hrun,því samk. lögum um greiðslujöfnun fasteignalána til einstaklinga lög nr. 63/1985 bar ríkistjórninni að taka vísitöluna úr sambandi strax eftir Hrun,1.gr "skal misgengi sem orsakast af hækkun vísitölu neysluverðs eða annarar viðmiðunarvísitölu lána, umfram hækkun launa, ekki valda því að greiðslubyrði af lánum þyngist"

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 14:43

2 identicon

Sjá sóma sinn. Hvaða sóma? Skil ekki.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 17:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samlokuna sem hún sér eftir að menn hafi ráð á.

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband