Hégómi Steingríms J. og hatursræða Björns Vals

Steingrímur J. er hégómlegur maður og þægilegur skotspónn, eins og mátti heyra á Bylgjunni  þegar tveir hagfræðingar skemmtu sér yfir sjálfshóli allsherjarráðherra. Björn Valur, sen er óopinber málpípa formanns VG, segir  skensið hatursorðræðu.

Innslagið með hagfræðingunum var vel í takt við pólitíska umræðu í ljósvakamiðlum. Öfgaviðbrögð Björns Vals staðfesta ótta sem Steingrímur J. viðraði fyrir nokkru um að VG hefði tapað umræðunni.

VG er að upplagi andstöðuflokkur með skýran hugsjónagrundvöll. Í þrjú ár rúm hefur flokkurinn og forystan prófað sig sem valdaflokk. Formaðurinn er sérstaklega duglegur að ,,selja" valdakonseptið og gumar af eftirspurn í útlöndum. Völdin spilltu hugsjónum VG og sjálfshólið gerir formanninn hlægilegan.

VG stefnir hraðbyri í að verða áhrifalaus smáflokkur eftir næstu kosningar. Formaðurinn og málpípan eru skiljanlega heldur ókátir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ókátir,? Fyrir því unnu þeir þó. Hagur okkar hangir á heppninni, Ferðamenn í tonnum,leikarar hér í mega karöktum,makríll um allan sjó upp í fjörum.Kannski fáum við svo söluprósentu,ef Steingrímur gengur til liðs við Grikkland,síðan koll af kolli. Uppeldisstöðvar fá fyrir uppalningana.Greiðum upp allar okkar skuldir,,,,, Esb. Iss

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2012 kl. 00:53

2 identicon

Gefur þú þér einhvern tíma til að lesa yfir eigin skrif Páll?

"Steingrímur J. er hégómlegur maður og þægilegur skotspónn"

Segir þú vesalingurinn sem snautaðir út úr Samfylkingunni þegar enginn vildi þína leiðsögn. 

"þegar tveir hagfræðingar skemmtu sér"

...og báðir eru þeir hagfræðingarnir miklir heiðursmenn, hvor með sínum hætti, ekki satt?  Leigupennar eins og þú?

 "VG er að upplagi andstöðuflokkur með skýran hugsjónagrundvöll."

Nú gæti það komið þér á óvart í ljósi þess að þér var hafnað, að þeir sem taka þátt í pólítík geta ekki verið " að upplagi andstöðuflokkur" nema því aðeins að gefa sér að komast ekki til valda, líkt og er raunin er með þig!

 "VG stefnir hraðbyri í að verða áhrifalaus smáflokkur eftir næstu kosningar."

En færð þú borgað fyrir hvert innslag, svikari?

Jóhann (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 01:36

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jóhann

Er þitt fullt nafn steingrímur JÓHANN sigfússon?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 24.8.2012 kl. 06:11

4 identicon

Í mínum huga er sjálfshól Steingríms átakanlegt og sorglegt fremur en fyndið.

Það hefur verið hrikalegt að fylgjast með honum og Jóhönnu síðustu ár.

Harmleikur.

Rósa (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 09:29

5 identicon

Sæll.

Steingrímur er einstaklega sannfærandi maður og mælskur og held ég að hann færi létt með að selja eskimóa frystikistu. Þess vegna er hann auðvitað í stjórnmálum enda snúast þau um að selja hugmyndir og sýn. Maðurinn er sennilega algerlega óbrúkhæfur í önnur störf. Ég myndi t.d. ekki treysta honum til að ryksuga heima hjá mér.

Málið er bara að allt tal hans um efnahagsmál er algerlega úr takti við veruleikann. Steingrímur hefur tekið 180° beygju í hverju stórmálinu á fætur öðru. Hann fer trekk í trekk með rangt mál. Hve oft hefur landið risið í greinum hans? Allt fyrir hrun átti að vera frjálshyggjunni að kenna þegar opinberi geirinn og regluverk allt óx hröðum skrefum. Studdi hann ekki þessi pólitísku réttarhöld gegn garminum honum Geir? Áttu Icesave samningarnir ekki að vera alveg frábærir?

Það er ekki nema von að kreppa sé hér þegar svona maður er við stjórnvölinn. Hvorki hann, Jóhanna né Oddný hafa gripsvit á efnahagsmálum eins og sjá má á embættisfærslum þeirra :-(

Hvernig væri nú að láta Steingrím útskýra þennan 90 milljarða halla sem varð á fjárlögum á hans vakt árið 2011? Af hverju er hann ekki krossfestur í fjölmiðlum fyrir þessa frammistöðu? Hann getur án efa útskýrt hallann í burtu, svo mælskur er hann. Fólk lítur hins vegar ekki endalaust framhjá handarbakarvinnubrögðum hans, skuldasöfnun og sviknum kosningaloforðum. Menn (Steingrímur/VG) selja ekki endalaust gallaða vöru!

Helgi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:38

6 identicon

Sjallabjálfarnir eru ótrúlegir. Þeir gerðu allt sem þeir gátu til að tefja fyrir endurreisn landsins  eftir Davíðshrunið, sabóteruðu þar sem þeir gátu. Notuðu til þess allt sitt “register”, meðal annars Valhallar bull samtök eins og SA og SI, og svo auðvitað skíta bleðil Íhaldsins, Moggann.  Engu var til sparað, enda sjóðir digrir. En það tókst ekki. Árangur Vinstri stjórnarinnar er nefnilega eftirtektarverður. Og nú grípa þeir til háðsins, reyna að gera Steingrím sem og aðra hlægilega. Til þess senda þeir fram á sviðið einhvern aumasta hagfræðing landsins, Ólaf Ísleifsson. Honum til aðstoðar er svo annar rugludallur, nafni hans Arnarson. Tveir menn, sem hefðu líklega aldrei átt fyrir salti í grautinn, ef ekki væru tengsl þeirra við valdaklíkur samfélagsins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 12:13

7 identicon

Hvurn myndi hafa grunað, að Stengrímur Jóhann og rakkinn fyrir hans hönd, væru svona skelfilega spéhræddir?

Auðvitað nota spéfuglar hvert tækifæri til þess að benda á, að furðufuglinn Stengrímur Jóhann klæðir sig í stolnar fjaðrir, enda er hann á fullu í útlöndum að eigna sér árangurinn af neyðarlögum Geirs Haarde.

Kannski er hann bara að holdgera orðróminn sem hann dreifði sjálfur, að AGS sé á höttunum eftir snilligáfu hans.

Auvitað bregðast svoleiðis menn reiðir við, og snatar hans eðlilega líka, þegar sótt er að þeim með ósanngjarnri kerskni, sem gætu haft áhrif á eðlilegan fram og frægð í útlöndum.

AGS ræður ekki mann til starfa, sem fólk hlær að, jafnvel þó um sjálftilfnefndan snilling sé að ræða.

Björn Valur má eiga það, að hann geltir á réttum stöðum, á réttum tíma. Einhver bóndinn gæti gert gott með að taka hann í fóstur eftir að hann missir djobbið á þingi. Það má senda hann aleinan upp í fjall til að gelta að rollunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 13:51

8 identicon

Neyðarlögin voru sett til að koma í veg fyrir “run” á bankana og voru rétt. Enda ekki um annað að gera. Hinsvegar var það dýr ákvörðun fyrir skattgreiðendur að tryggja allar innistæður upp í töpp. Það var nefnilega fámennur hópur sem átti meira ein 90% af öllum innistæðum og þar var ekki um neitt fjölskyldusilfur eða sparifé að ræða. Þarna var einkum fé sem hafði verið svindlað út úr kerfinu með braski, sem byggðist aðallega á innherjaviðskiptum. Þetta vita allir nema þessi auli, hann Hilmar. En að þar með hafi öll stefna til endurreisnar verið mótuð, er auðvitað bull, sem aðeins sjallabjálfar vilja trúa. Þá skulum við einnig hafa í huga að Geir Haarde var fundinn sekur fyrir stórfeld afglöp í starfi forsætisráðherrans. Kallinn  má lofa Guð sinn fyrir það er hafa ekki lent í klefa með sínum  kæra vini Baldri Guðlaugssyni. Minnumst þess einnig að afglapinn hann Hárkollu Geir sagði stoltur frá því, að ef hann frétti um komu stærsta útrásarglæpónans til landsins, reyndi hann að taka hann tali um landsins gagn og nauðsynjar. Slík var trú Geirs á Björgólfi Thors, þeim sem átti stóran þátt í því að leggja efnahag landsins í rúst. Ignorant plebbar í bak og fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband