ESB-aðlögun yfirvofandi

Á meðan ESB-umsóknin liggur í Brussel er hætt við að ríkisstjórnin hleypi lífi í aðlögunarferli Íslands. Steingrímur J. hefur lýst aðlögunarkröfunum sem standa upp á ríkisstjórnina í landbúnaði og sjávarútvegi.

Evrópusambandið tekur aðeins við nýjum ríkjum inn í sambandið á forsendum aðlögunar. Ferlið gengur út á það að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp regluverk Evrópusambandsins. Króatía verður 28 aðildarríki ESB næsta sumar. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB um aðild Króatíu segir eftirfarandi

In the course of the negotiations, Croatia has agreed to a number of commitments, which haveto be implemented by the date of accession, at the latest, unless specific transitional arrangements have been agreed.

Athugasemdin rímar við þær kröfur sem ESB gerir til umsóknarríkja um aðlögun að sambandinu og liggja fyrir, samanber eftirfarandi

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Hér er komin ástæðan fyrir því að aðeins 18 kaflar af 35 samningsköflum Íslands og Evrópusambandsins eru ,,opnaðar." Íslensk stjórnvöld eru ekki með heimild frá alþingi til aðlögunar og hika við að gefa eftir þótt framkvæmdastjórnin sæki það fast.

Ísland verður ekki aðili að Evrópusambandinu án aðlögunar. Verði ekki búið að afturkalla ESB-umsóknina fyrir næstu kosningar munu þær snúast um það hvort Íslendingar ætli að gefa stjórnarflokkunum umboð til aðlögunar Íslands inn í Evrópusambandið.

 

 


mbl.is Framfylgjum stefnu okkar gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Traust og trúverðuleiki, Norrænu velferðarstjónarinnar er að engu orðinn,og þessir flokkar munu verða fyrir gífurlegu fylgishruni í komandi kostningum, út af þessu ESB rugli og að hafa veitt Vogunarsjóðum opið skotleifi á heimili landsmanna, og hafa ekki tekið vísitöluna úr sambandi eftir Hrun.

Því er það réttlætismál, að samfara skoðanakönnuninni 20. okt, verði þjóðin spurð hvort hætta á þessum ESB viðræðum eða halda þeim áfram,að öðrum kosti á þetta fólk að hafa vit á að halda til fundar við bóndann á Bessastöðum,síðan ætti að spyrja þjóðina að því sömuleiðis, um Schengensamstarfið, og kvótakerfið, og fara eftir því sem þjóðin vill í þeim málum.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband