Einfaldir og tvöfaldir ESB-sinnar

ESB-sinnar, margir hverjir, viðurkenna ekki blákaldar staðreyndir um ferli umsóknarríkis inn í Evrópusambandið. Ekki er að ræða um neinar samningaviðræður heldur ferli þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og stjórnsýsluhætti Evrópusambandsins.

Framkvæmdastjórn ESB fylgist með upptöku umsóknarríkis á lögum og reglugerðum sambandsins. Framkvæmdastjórnin varar beinlínis við því að kalla ferlið ,,samningaviðræður" þar sem ekkert sé um að semja.  Með orðum Evrópusambandsins gengur aðlögunin fyrir sig með eftirfarandi hætti (bls. 6)

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Evrópusambandið gerir ráð fyrir að umsóknarríki hafi þegar gert upp hug sinn gagnvart því að ganga in í sambandið. Á Íslandi var þeirri umræðu sleppt. Aðeins einn flokkur af fjórum, Samfylkingin, er með ESB-aðild Íslands á dagskrá. Eftir kosningarnar 2009 fíflaði Samfylkingin þingmenn VG til að ganga á bak orða sinna gagvart kjósendum og á grundvelli þeirra svika var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Íslenskir ESB-sinnar leggja sig fram um að skilja ekki aðlögunarferlið inn í Evrópusambandi. Þrátt fyrir að borðleggjandi sé að eftir tveggja ára viðræður er aðeins búið að opna 18 samningskafla af 35 einmitt vegna aðlögunartregðu Íslands halda ESB-sinnar enn fram þeirri bábilju að óskuldbindandi samningur sé í boði. Svo er ekki.

 

 


mbl.is Segja ummæli gefa til kynna vanþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á miðvikudaginn skrifaði Páll í þessu sambandi um langan fattara, valkvæða heimsku og sjálfsblekkingu, allt hófsamleg gagnrýni. En ég held því miður, að orðið óheiðarleiki eigi oft við, að minnsta kosti hjá því fólki, sem hefur atvinnu sína af því að fást við þjóðfélagsmál. Og þar með er það ekki viðræðuhæft.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 11:44

2 Smámynd: Elle_

Já, það er oft bara fals og óheilindi, ekki fáfræði.  Það er vitað að nokkrir stjórnmálamenn bara blákalt fela sannleikann, skjöl og skýrslur og segja ósatt um mikilvæg mál fyrir þjóðarhag.  Það á að reka slíka stjórnmálamenn fyrir fullt og allt, þar með talda Jóhönnu, Steingrím og Össur.

Elle_, 17.8.2012 kl. 15:17

3 identicon

Sæll.

Alveg frábært hjá þér að koma með þessa tilvitnun. Birtu hana reglulega svo fólk almennt séð átti sig á því að ekki er um samningaviðræður að ræða.

Helgi (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 17:55

4 Smámynd: Elle_

Hann er búinn að birta þetta oft og lengi en Brusseldýrkendur (og ICESAVE-dýrkendur þar með) missa sjón og allan skilning í hvert sinn.  Viljandi.  Við höfum nokkur okkar prófað að birta þetta undir pistlum Vinstrivaktarinnar fyrir svokallaðan ´Ásmund´ Brusseldýrkanda og samfylkingarbaráttumann og Jón Frímann allherjar-Brussel-sinna.  Við getum eins vel lamið höfðinu í veggi.

Elle_, 17.8.2012 kl. 18:11

5 Smámynd: Elle_

En hinn almenni maður mun líklega skilja þetta.  Og ég er sammála, Helgi.

Elle_, 17.8.2012 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband