Hávær þögn Steingríms J. og hótun Össurar

Þögn Steingríms J. um andófsölduna gegn ESB-umsókninni í þingflokki VG er orðin býsna hávær. Formaðurinn ætlar sér að koma inn í umræðuna á strategískum tímapunkti og ,,lenda málinu."

Hótun Össurar Skarphéðinssonar um að slíta stjórnarsamstarfinu dragi VG stuðning sinn tilbaka við ESB-umsóknina stillir formanni VG upp við vegg.

Ef VG lúffar núna fyrir kröfu Samfylkingar um áframhaldandi stuðningi við ESB-umsókn jafngildir það loforði VG um að styðja ESB-umsóknina næsta kjörtímabíl. Það liggur jú fyrir að ESB-umsóknin mun ekki skila aðildarsamningi á yfirstandandi kjörtímabili.

Og það er einfaldlega óhugsandi að VG fari í kosningar með loforð um að styðja ESB-umsókn næsta kjörtímabil - flokkurinn myndi þurkkast út. Ekki það að Össur myndi gráta það.


mbl.is Ekki gert án samráðs við Steingrím
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar K. Guðfinnsson ætti að hafa vit á að þegja. Ekki er traustari grunnur undir Sjálfstæðis-flokksklíkunni heldur en VG-flokksklíkunni. Sami grautur í sömu skál!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 20:34

2 identicon

Nú er VG aldeilis komið upp að vegg, fylgið hrinur af flokknum sem aldrei fyrr, og það sama er að sekja um fylgi Samfylkingarinnar,þessir flokkar eiga eftir að verða fyrir gífurlegu fylgishruni í næstu kosningum. Fyrir síðustu kosningar auglýsti VG grimt, "Stuðningur við VG væri öruggasta leiðin til að vinna gegn aðild að ESB"

VG á ekki nema einn leik í stöðunni, að láta kjósa um áframhald viðræðna, 20 okt, því VG fer ekki inn í kosningaveturinn með ESB bölið á bakinu, svo vitlaus eru þau ekki.

Síðan kemur formaður VG í veg fyrir að 4 íslenskir togarar taki þátt í tilrauna veiðum Grænlendinga á makríl,og aflanum landað á íslandi, við þetta verkefni hefðu 50 íslenskir sjómenn fengið atvinnu, í öllu atvinnuleysinu á Íslandi,en í staðin, eru komin kínversk skip í þetta verkefni, þennan mann þurfa íslenskir skattgreiðendur að taka af launaskrá hjá sér.

En það þarf opinbera ransók á því, hvort rétt sé, að hluti þingmanna VG og Samfylkingar, hafi samþykkt Icesave eitt, óséð og ólesið, að fyrirmælum forustunnar. Þetta þarf endilega að rannsaka til að hið sanna komi í ljós, fyrir næstu kosningar. Því maður á erfitt með að trúa þessu.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 20:36

3 identicon

Sæll.

Það er kannski að renna upp ljós fyrir þingmönnum Vg að ef þeir ætla sér að eiga einhvern möguleika á að sitja á þingi næsta kjörtímabil verða þeir að fara eftir samþykktum flokksins. Flest þetta lið yrði sjálfsagt atvinnulaust ef það dytti út af þingi enda hefur þetta fólk ekkert að bjóða einkafyrirtækjum.

Ég vona hins vegar að þessi flokkur nánast þurrkist út enda ber hann ábyrgð á endalausu klúðri hérlendis undanfarin ár og þar ber Icesave auðvitað hæst.

Ég hef enga trú á að Sf samþykki að draga ESB umsóknina til baka enda hefur þessi umsókn verið efnahagsstefna flokksins. Án hennar stæði flokkurinn upp nánast stefnulaus í efnahagsmálum. Sf sinnar hafa grobbað sig af öllu því frábæra sem við myndum njóta ef við værum innan ESB og afar erfitt ef ekki ómögulegt er að draga í land með það. Það krefðist þess líka að Sf leggðist í mikla vinnu við að móta efnahagsstefnu enda hefur flokkurinn enga - Sf sinnar þyrftu skyndilega að hugsa!! Getur einhver ímyndað sér það?

@ ASG: Hvernig væri nú að rökstyðja eitthvað? Þú kannski hatar fjórflokkinn en það losar þig ekki undan þeirri kröfu að rökstyðja það sem þú segir.

Helgi (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 20:49

4 identicon

Furðulegt að lesa þessar vangaveltur allar um plott og þaulhugsuð viðbrögð.

Þessi skríll ræður ekki við slíka hugsun.

Þetta er valdasjúkt undirmálsfólk.

Niðurstaðan verður nákvæmlega engin.

Óheilindin og sorinn eru tryggðarbönd íslensku stjórnmálaelítunnar.

Hér breytist ekkert og stjórnin situr áfram. 

Nema hvað?

Karl (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 21:27

5 identicon

Öll svínin vilja, eða hafa viljað, moka skít sínum undir Brussel-dregilinn.

Sum svínin þykjast eitthvað annað núna, en rifjum þá upp sögu þeirra,

td. Bjarni Ben., formaður "Sjálfstæðis"Flokksins; hann sagði já við Icesave,

lúxus-aðgöngumiða elítunnar að ESB. 

Það kom reyndar heill haugur af gömlu svínunum, með allt niðrum sig,

en ríkisverðtryggð og bólgin af opin-bera afturgöngu lífeyrinum,

og grátbað skuldaþræla þessa lands, almenning,

að borga einka-skuld hins einka-vina-vædda Björgólfs Thor, lepp

Deutsche Bank.

Og bæþevei, nóg er enn af einka-vina-væddu svínunum í Framsókn.

Við vitum þetta öll. 

Ætlum við að láta valda-svínin valta yfir okkur áfram, já áfram????  NEI. 

Ekkert annað en þjóðaratkvæðagreiðsla kemur nú til greina.

Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlagaðan ESB og Brussel skítadregil svínanna.

Eigi síðar en í nóvember 2012.

Og meirihluti okkar, sauðsvarts almennings, mun segja dúndrandi NEI.

Eftir það er vert að dusta rykið af rannsóknarskýrslu Alþingis

og bæta við þá skýrslu ... í allar áttir tímans. 

Svínin þurfa bara að segja satt og rétt frá ... og afhjúpa sig sjálf.

Er það virkilega til of mikils mælst?  Þjóðin á það inni hjá svínunum.

Eða ætla Hrun-flokkarnir, samFylking og "Sjálfstæðis"Flokkur

að reyna í moðsuðu sinni,

að koma í veg fyrir, að þjóðin fái að hafna ESB aðlöguninni????

Þjóðin mun fylgjast grannt með þinginu, sem nýtur einungis 10% trausts.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 21:38

6 identicon

Einhver verður að segja þetta, sem alþjóð veit, en þorir ekki að segja.

Sá sem er óttasleginn er þræll.  Í guðanna bænum óttumst ekki svínin:

Fyrir Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna síðustu sáum við nöfn

nokkurra af hinum bólgnu og þrútnu og ríkisverðtryggðu opin-beru

afturgöngu lífeyris helgimyndasvínum valdastéttar 4-flokksins.

Þar birtist okkur heill haugur af fyrrum þingmönnum og ráðherrum og embættismannaaðli.

Þau hafa mjög rúm fjárráð á kostnað alls hins óbreytta al-mennings og birtu heilsíðu auglýsingar

þau boðuð okkur skipun sína, að þau vildu setja allan hinn óbreytta al-menning, konur, karla, börn og barnabörn, þessa lands í skuldaánauð,.

og þau dreif þar að úr öllum ríkisfjármögnuðu flokknum fjórum, samtryggð til stíu sinnar, södd og sælleg og jafn gólden brávn og Árni Páll

og með fyrrverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttir, í broddi fylkingar,

sem datt aldrei í hug að vísa einu né neinu til úrskurðar þjóðarinnar.

Þjóðin hefur sýnt að hún vill ekki þannig helgimynda-forseta áfram.

Þjóðinni er alltaf betur treystandi en svínunum, rýtandi í stíu sinni.

Þjóðin sagði enn og aftur NEI.  Eiginlega sagði þjóðin fokkjú við svínin.

En fyrst vitnað er til Einars Guðfinnssonar jr. frá Boló,

þá ætti honum að vera vel kunnugt um að gamall eðal-Króksari og náfrændi,

Bjarni Har. þekkir svínin á færi.  Það gerir óbreyttur al-menningur einnig.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband