Bæjarstjóri gengur í barndóm

Áform Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum eru ekki eins og ,,hvert annað þróunarverkefni í ferðaþjónustu,"eins og bæjarstjórinn í Norðurþingi vill vera láta.

Stærð landflæmisins sem Nubo ætlar sér, 0,3 prósent af Íslandi, aðkoma kínverskra stjórnvalda, flugvallargerð og tengsl við umræðu um hafskipahöfn; hvert og eitt þessara atriða gera áform Nubo sérstök. (Sjá efnisatriði hjá Láru Hönnu.)

Bernsk málsmeðferð sveitastjórnamanna í Nubo málinu sýnir nauðsyn þess að löggjafinn endurskoði valdheimildir sveitastjórna. Ótækt er að það sé í höndum sveitastjórna að gera utanríkispólitíska samninga.


mbl.is Yfirráðaréttur verði tryggður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur ekkert með valdheimildir sveitarstjórna að gera. Er ekki nær að ríkið fari að lögum?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 09:53

2 identicon

Hvaða nefndarmenn eru þetta sem vilja veita Núbó skattaundanþágu? Á hverra vegum eru þessir nefndarmenn? Af hverju eru þeir bara kallaðir nefndarmenn?

http://www.visir.is/vill-ad-fundargerdir-rikisstjornar-um-felag-nubos-verdi-opinberadar/article/2012120729048

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 10:03

3 identicon

Það er ótrúlegt að fylgjast með spuna vinstri manna og svokallaða "gagnrýnismenn" úr þeirra röðum. Öll spjót beinast að Halldóri lakkrísgerðarmanni. Er eitthvað erfitt að segja Steingrímur Joð, Össur os.frv. Halldór fer ekki lengra en Steingrímur og Össur leyfa honum að fara.

Anna María (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 10:54

4 identicon

Það er rétt hjá Láru Hönnu, að Numo sækist eftir landinu sem veðsetningu fyrir lánum í kínverskum bönkum.

Hann kemur aldrei til með að gera nokkurn skapaðann hlut við þetta land enda ekkert upp úr því að hafa. Hvers vegna vilja flestir eigendur selja í stað þess að nýta landið? Numo er ekkert fífl, heldur útrásarvíkingur, sem hefur kynnst íslendingum og áttar sig á því hversu frumstæðir apar og létt lúraðir þeir eru í viðskiptum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband