Vinstristjórnin er hjátrú

Eftir þjóðfélagshremmingar eykst hjátrú sem birtist í óröklegri hegðun. Íslendingar sýndu það eftir hrun þegar þeir í fyrsta sinn í lýðveldissögunni kusu yfir sig meirihluta vinstriflokka á alþingi.

Kjósendur vinstriflokkana sýndu ,,einkenni áráttu-og þráhyggjuröskunar." Undirritaður var þar á meðal.

Til allrar hamingju styttist í næstu þingkosningarnar. Þá er hægt að varpa af sér oki hjátrúar.


mbl.is Aukin hjátrú eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minni hjátrú er löngu lokið.  Ég nýt þess að ganga undir stiga og klappa svörtum köttum, þannig að þeir brosa og sýna mér vinskap.  Og það er heilagur sannleikur, að kæfuvörnin er nú 13.  Fyrir það er ég þakklátur. 

Sýnum nú öll samstöðu og losum okkur undan oki vinstri/hægri þráhyggjunnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 14:41

2 identicon

Og þú kýst siðblindaflokkinn með kúlulánliðinu.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 15:08

3 identicon

"...sem birtist í óröklegri hegðun." Hefði það verið "rökleg hegðun" að kjósa yfir sig Hrunflokkana, Sjallajálfana og hækjuna? Þarf ekki að taka tillit til þeirra aðstæðna sem blöstu við Vinstristjórninni eftir þjóðargjaldþrot afglapanna Dabba og Dóra?

Smá "fairness" væri kannksi við hæfi Páll Vilhjálmsson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 15:10

4 identicon

Þetta "smá fairness" v.þ.a. það var "náttúrulega hrun" er alveg magnað aumingjavæl.

4 ár er langur tími.  -Ef einhvern tíma er eitthvað gert af viti.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 15:19

5 identicon

Páll,

er það satt sem Arnar Magnússon fullyrðir að þú munir kjósa "siðblindaflokkinn með kúlulánaliðinu."????  Hverju svarar þú fullyrðingu hans um þig?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 15:22

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef Gallup hringdi í dag í mig og spyrði hvað ég kysi þá yrði svarið Framsóknarflokkurinn. Það er á hinn bóginn ekkert loforð um að ég kjósi þann flokk við næstu þingkosningar. Það á eftir að velja á framboðslista flokkanna og e.t.v. gætu ný framboð litið dagsins ljós. Allt hlýtur það að hafa áhrif á mann sem  reynir hvað hann getur að kasta af sér hjátrúnni.

Páll Vilhjálmsson, 29.7.2012 kl. 15:28

7 identicon

BDSV bera nú allir ábyrgð á hruninu og eftirmálum þess. 

Allir verja þeir og fylgja í halarófu, með orðum Páls í öðrum pistli hans

"nýríka hyskinu er setti Ísland á hausinn, svindlaði á libor-vöxtum og spilavítisvæddi bankastarfsemina"

... og gera enn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 15:30

8 identicon

Og samt ætlar Páll hugsanlega að kjósa framsóknar maddömuna!

Hún kom víst hvergi nærri, að mati Páls?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 15:33

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Af fjórflokknum var VG óspilltastur og þess vegna kaus ég hann í síðustu kosningum. VG tók hins vegar upp á því að flytja atkvæði mitt til ESB-fylkingarinnar.

Við mun ekki standa frammi fyrir skýrum kostum við næstu kosningar fremur en endranær. Engu að síður verður að velja milli framboða. Og eins og sakir standa þá kysi ég Framsóknarflokkinn.

En það eru sem sagt nokkrir mánuðir til kosninga og vika er langur tími í pólitík - líka fyrir kjósendur.

Páll Vilhjálmsson, 29.7.2012 kl. 15:42

10 identicon

Undir pilsfaldi Framsóknar maddömunnar

leynist skæð hjátrú ... þín, Páll blaðamaður.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:03

11 identicon

Þjóðin segir dúndrandi Nei við ESB aðlögun.  Þá fyrst byrjar alvöru uppgjör.

Þá er ekki vænlegt að treysta maddömunni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:06

12 identicon

Það verða merkilegar kosninga

þar sem maður getur valið besta kostinn

en ekki illskásta

Vonandi  tekst manni að upplifa það

einhvern tíma

Grímur (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:09

13 identicon

Páll Vilhjálmsson ætlar að kjósa hækjuna.

 

“Wow, I couldn’t care less.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:37

14 identicon

Ég er mjög sammála Páli að þetta er núna skásti kostuinn en ESB-liðið verður fyrst að fara úr flokknum.

Haukur skilur ekki enn að Samfylkingin er hrunflokkur ekki síður en hinir. Samfylkingin var með Sjallabjálfunum hans í ríkisstjórn þegar bankarnir hrundu. Þeir hrundu þá, Haukur. Þeir hrundu í október, 2008 þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn, þú gætir kannski reynt að muna það þó það sé þér hrikalega erfitt. Þú ert eins og biluð plata með Sjallana og hækjuna og forsetaræfilinn. Þú ert óhugnanlega líkur Ómari Bjarka Kristjánssyni í fullyrðingum og munnsöfnuði.

Ólafur (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:38

15 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið oftast allra í ríkisstjórn síðan að landið fékk sjálfstæði. Það hlýtur að sýna hvaða flokkur byggði upp landið úr torfbæjum yfir í nútíma samfélag.

Um einu ári eftir að Samfylkingin settist í fyrsta sinn í sinni sögu í ríkisstjórn þá hrundi allt fjármálakerfið á Íslandi, og þeir voru m.a.s. með viðskiptamálaráðherra sem var ráðherra bankamála. Segir þetta ekki eitthvað um hver er hinn sanni hrunflokkur?

Hverjir unnu mest í því að koma á samningnum um EES, létu m.a.s. Davíð Oddssyni eftir forsætisráðherrastólin í skiptum fyrir utanríkisráðherrastólinn svo þeir gætu unnið í EES samningagerðinni og byrjað að leggja grunninn að inngöngu í ESB?

Hvaða stjórnmálastefna hér á landi hefur oftast klofnað í brot og brotabrot og er svo ráfandi og stefnulaus að þessu hefur verið líkt við að smala köttum?

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:57

16 Smámynd: Elle_

Jú, sammála Jóhannesi.  Hvítþvottamenn Jóhönnu bara gleyma alltaf að þvo mesta skítinn.  Eilíflega, viljandi.  Þetta er svona eilífur kattaþvottur.

Elle_, 29.7.2012 kl. 17:07

17 identicon

Ég skal enn og aftur minna á eftirfarandi:

LXXV.  ORSAKIR AÐ ÓGÆFU ÞJÓÐARINNAR.

1.  Þjóðin þolir hungur vegna þungra skatta, sem stjórnendurnir eyða.  Þetta er orsök að hungursneyð.

2.  Það er erfitt að stjórna þjóðinni vegna íhlutunarsemi stjórnendanna.  Þetta veldur erfiðleikum við stjórnina.

3.  Fólki veitist auðvelt að deyja, vegna þess að það erfiðar of mikið fyrir gæðum lífsins.  Þess vegna lætur það sér dauðann í léttu rúmi liggja.

Þess vegna er betra að láta sér lífið í léttu rúmi liggja, en að gera of mikið úr því.

(Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze)

Kjarni málsins er vitaskuld að ríkiskapítalismi og nómenklatúru kommúnismi er sitt hvor hliðin á því sama.  Eftir refilstigum embættiskratanna laumast þeir sama ræningjaveginn;  veginn til eymdar og skuldaþrældóms almennings.

Svo veðsetja þeir landið undan fótum almennings. 

Það er háttur smámenna með skítlegt eðli, sama hvaða flokk þeir fylla, BDSV.

Og þegar kemur að landaafsalinu þá benda smámennin hver á annan, BDSV.

Þau nærast á því að deila og drottna yfir almenningi.  Eini munurinn á Íslandi í dag og Róm til forna, er að hér er ekki boðið upp á brauð, hvað þá leiki fyrir alþýðuna, bara hræsni og yfirdrepsskapur valdastéttar ríkis-4-flokksins.

Tek svo hjartanlega undir orð Elle:

"Eilíflega, viljandi. Þetta er svona eilífur kattaþvottur" ... Já, alls 4-flokksins. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 17:18

18 Smámynd: Elle_

Misjafnlega vondur kattaþvottur.  Langverstur í villuráfandi flokki Jóhönnu.

Elle_, 29.7.2012 kl. 17:22

19 identicon

Alveg sammála þér um það, Elle mín.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 17:23

20 identicon

Aumingja Jóhanna, hún er með ketti allra flokka á heilanum. 

Hún drepur örugglega ketti í draumum sínum, aumingja konan.

Hún er mest hrædd við svörtu kettina, enda eru þeir hvorki rauðir, bláir né mis-grænir, þeim getur hún smalað, en aldrei svörtu köttunum.

Jóhanna er skíthrædd við hina sönnu og sjálfstæðu svörtu ketti.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 17:32

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Trúum á það góða í okkur sjálfum og öðrum, samtakamátt almennings, og ó-flokksbundna almættið algóða.

Þannig mun öllum vegna best í þessari órjúfanlegu heimskeðju.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.7.2012 kl. 17:38

22 identicon

“Þið eruð ekki þjóðin”. sagði hin arroganta Ingibjörg Sólrún. Sem kom frá borginni með svo stórt Ego, að hún þurfti ballast í brókina til að svífa ekki upp í Stratospheruna.

En hvað mig varðar er ISG ekki Samfylkingin, nánar tiltekið, ekki Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Nafnið Samfylkingin fór alltaf fyrir brjóstið á mér. Því skal breyta. Jafnaðarmannaflokkur Íslands eða bara Sósíaldemókratar Íslands. Sounds good. Ingibjörg Sólrún og hennar lið, t.d. Kristrún Heimisdóttir,  Árni Páll Árnason, well-tanned, voru mér alltaf pain in the ass. Því er mér þetta tímabil Blairoidanna í verstu ríkisstjórn íslandssögunnar, ríkisstjórn Geirs Gungu, sem endaði fyrir Landsdómi, ekki relevant.

Nú vil ég taka það fram að ég er ekki með neinn Jafnaðarmannaflokk mjög til vinstri í huga. Alls ekki. En enga Tróju hesta Sjallabjálfanna eða hækjunnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 17:40

23 identicon

Vel orðað hjá þér Haukur um Ingbjargar-arm samFylkingarinnar.

En varla treystir þú betur armi Jóhönnu hrun-ráðherra

eða handapati sóló-trúðsins og hrun-ráðherrans Össurar?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 18:56

24 identicon

Skil Pál vel.  Örugglega ekki það óskynsamlegasta í stöðu dagsins.

Hefði þó efast mjög mikið hefði Haukur Kristinsson verið sammála.

Það hefði verið áhyggjuefni!

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 19:12

25 identicon

Hvað ætli að kattakonan í Simpsonþáttunum heiti? Ætli að hún sé líka EB-já-ni?

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 19:17

26 Smámynd: Elle_

Veit ekki, en ætli Johanna sé ekki líka skíthrædd við bláu kettina, þessa sjálfstæðu?  Ætli þeir ógni ekki hennar hverfandi sí-minnkandi kattahópi?

Elle_, 29.7.2012 kl. 19:30

27 identicon

Pétur Örn. Það er ósanngjarnt að kalla Jóhönnu hrunráðherra, þótt hún hafi verið í liði Gungunnar. Forsætisráðherrans, sem slapp naumlega frá því að lenda í fangelsi.

Hvað Össa varðar er annað mál. Kallin er fyrir löngu orðinn inventar hjá Samfylkingunni og auðvitað kominn tími á hann.

Það fynda, en um leið tragíska við íslenska pólitík er að tveir fara með utanríkismál án þess að talast við, Össi og Óli Bessó. Össi, redneck, sjálfum sér samkvæmur en heiðarlegir, á meðan Óli er sýndarmennskan pure og þjóðremba, svo að það hálfa væri nóg.

Segir eitt í dag, annað á morgun. Þið getið svo rétt ímyndað ykkur hvaða trúverugleika Ísland nýtur erlendis. Zero!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 19:37

28 identicon

Enginn innan stjórnsýslu ríkisins hefur beðist afsökunar á forsögu hrunsins.

Enginn innan stjórnsýslu ríkisins hefur beðist afsökunar á hruninu.

Enginn innan stjórnsýslu ríkisins hefur beðist afsökunar á eftirmálum hrunsins,

makki sínu með innlendum og erlendum hrægömmum og innlendu og erlendu vogunarsjóðunum sem enn leika hér lausum hala og valdníða og ræna allan almenning þessa lands.  Með einkavinavæðingu ríkis-bankanna

og með endur-einkavæðingu glæpabankanna.

Nema kannski megi túlka orð ÓRG sem afsökunarbeiðni?

Það er hinn nakti sannleikur sem blasir við okkur:

Fír-flokkurinn tekur upp fírtommur sínar

og neglir almenning á krossinn, sem fyrr.

Og fír-mennirnir æpa í ofsakæti:  Enn fullkomnuðum við tæru snilldina. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 19:46

29 identicon

Mikil er hjátrú þín Haukur.  Enn trúir þú á heilagan meydóm Jóhrynjunnar.

Og þó sat hún í innsta ráði hrun-stjórnarinnar.  Beiskur er sannleikurinn. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 19:50

30 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki kominn tími til að sýna þann siðferðisþroska, að kalla fólk ekki ketti? Væri ekki málnefnanlegra og lausnar-miðaðra að snúa sér að rökræðum um raunveruleikann niðri á jörðinni?

Ef íslendingar komast ekki með umræðuna á siðmenntaðra plan en dýra-uppnefningar, þá verður árangurinn eftir því.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.7.2012 kl. 19:50

31 Smámynd: Elle_

Ekki færi heilaga Jóhanna að kalla fólk ketti?  Sagðist Jóhanna ekki vera með ketti, opinberlega?

Elle_, 29.7.2012 kl. 19:57

32 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Meðal annars af þeirri ástæðu Elle,að hún þolir ekki að tapa fyrir þeim. Hvað sem hver segir, er sú staðreynd að Framsóknarmenn hafa einir staðið harðast gegn Icesave-kúguninni,nægjanleg til að þeir verðskuldi góða kosningu. Eftir allt sem á undan er gengið,er mikilvægt að fara á framboðsfundi og hlusta,spyrja og gagnrýna,þótt hafi áður talað um að atkvæði okkar þyrftu að vera skilyrt,hvernig svo sem því verður fyrirkomið????. ;Láta þá skrifa upp á eiðstaf,ef þið svíkið!!! Þá!!

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2012 kl. 19:57

33 identicon

Þá hvað Helga????  Endilega segðu okkur það.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 20:21

34 identicon

Hvar var "Sjálfstæðis"Flokkurinn í Nubo málinu?  Hvar var samFylkingin í Nubo málinu? 

Og hvar var Framsóknarflokkurinn Helga í Nubo málinu? 

Kannski þú og Páll ættuð að lesa þessa frétt - enda þótt hún sé frá RÚV ohf.  Kannski sú arma stofnun sé nú loks að vakna, enda þótt þisð sofið enn:

Grímsstaðamálið minni á Icesave

Fyrst birt: 29.07.2012 18:01, Síðast uppfært: 29.07.2012 18:27
Grímsstaðir á Fjöllum

Erfitt er að færa rök fyrir því að gera búsetu á Íslandi að skilyrði fyrir stofnun fyrirtækis hér í ljósi þess hve víðtæk almenn undanþága er frá því. Lilja Mósesdóttir, þingmaður, krefst svara og segir að Grímsstaðamálið sé farið að minna á Icesave.

Grímsstaðamálið var kynnt ríkisstjórninni 12. júní.

Á minnisblaði frá ríkisstjórnarfundinum sem fréttastofa fékk hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, segir að það hafi ekki þótt þjóna tilgangi að krefjast þess að stjórnarmaður væri búsettur innan þeirra svæða sem nú þegar hafa almennar undanþágur.

Við vinnslu málsins hafi einnig komið í ljós að erfitt sé að færa rök fyrir því að gera búsetu á Íslandi að skilyrði, sérstaklega í ljósi þess hve víðtæk almenn undanþága er frá því. Gæta verði jafnræðis og undanþágur hafi meðal annars verið veittar kínverskum ríkisborgurum.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lýsti yfir andtstöðu sinni á fundinum, við að Huang Nubo fengi undanþágu til að stofna hér fyrirtæki. Undanþágan var hinsvegar veitt og í kjölfarið fengu tvö kínversk félög íslenskar kennitölur, þau Zhongkun Europe ehf. og Zhongkun Grímsstaðir ehf.

Minnir á Icesave

Lilja Mósesdóttir, sem er óflokksbundinn þingmaður, krefst þess að fundargerð þessa ríkisstjórnarfundar verði gerð opinber og að skýring verði gefin á því af hverju þessi undanþága var veitt. Hún skrifar á vefsíðu sína í dag að mikilvægt sé að eyða tortryggni í kringum Grímsstaðamálið, sem farið sé að minna óþægilega mikið á Icesave.

Nokkrir þingmenn Vinstri grænna vilja að efnahags- og viðskiptaráðherra dragi leyfi sitt til baka. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, er ein þeirra:

„Ef að við erum þeirrar skoðunar að kínverkur auðhringur eigi ekki að festa rætur á Grímsstöðum á Fjöllum, nú þá eigum við ekki að veita undanþágur, heldur að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það, lögum samkvæmt.“

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 20:31

35 identicon

Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu - flokks lýðræðis og velferðar

skrifar af þessu tilefni facebook status á heimasíðu sinni, liljam.is

Fjölmiðlar hafa í dag kynnt okkur hvað stóð í minnisblaðinu sem kynnt var ríkisstjórninni 12. júní og bókun Ögmundar sem ég krafðist að almenningur fengi að sjá. Steingrímur J. veitti Huang Nubo undanþágu til að hann gæti stofnað fyrirtæki á Íslandi og kynnti rökstuðninginn fyrir ákvörðun sinni á ríkisstjórnarfundinum.

Steingrímur J. veitti undanþáguna í andstöðu við Ögmund, hluta þingflokks VG og marga flokksmenn, þar sem öðrum Kínverjum hafði verið veitt slík undanþága.

Spurning hvort þeir sem höfðu fengið undanþáguna hafi haft raunhæfari viðskiptaáætlun eða verið í öðrum hugleiðum en pólitískum landvinningum á Íslandi? Í ljósi andstöðu þjóðarinnar við að erlendir aðilar eignist eða fái afnot af landi í heilan mannsvaldur og jafnræðis milli atvinnugreina eins og landbúnaðar, ferðamennsku og sjávarútvegs hefði Steingrímur J. átt að hafna umsókn um undanþágu Huang Nubo.

Það gerði Steingrímur J. ekki og nú eigum við von á að útgerðin sæki fast að fá 40 + 40 ára nýtingarsamninga eins og Huang Nubo! Hverra maður er þessi Steinrímur J. eiginlega?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 20:43

36 identicon

Kellingarnar í saumaklúbb Palla fara nú hreinlega á kostum. Tala um Icesave-kúgun, þótt hækjan, a.k.a. Framsókn hafi átt stóran þátt í þjófnaði íslenskra glæpamanna á sparifé erlendra borgara. Voru ekkert minni vasaþjófar en sjallabjálfarnir. Svo kalla menn það kúgun að taka ábyrgð gjörða sinna og drullast til að greiða til baka þýfið sem þeir tóku, þó ekki væri nema að hluta til. Hvar er eiginlega mórallinn hjá mörlandanum? Hafa þjóðkirkjunnar menn ekkert um þetta að segja?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 20:46

37 identicon

Ég man það vel Haukur að þegar þú skrifaðir athugasemdir undir pistla Egils Helgasonar, þá var það nokkuð greinilegt að þér þótti ekki rétt að þjóðin ætti að bera ábyrgð á einka-skuld einka-vina-vædds bankaræningja.  Þú varst reyndar hálfvolgur, en undir niðri skynjaði ég að þér þótti það siðferðilega rangt.  Takk.

Hefuðurðu nokkuð breytt um skoðun Haukur, kannski líka í Nubo málinu?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 20:56

38 Smámynd: Elle_

Ógurlega ertu steinaldarlegur.  Hvað ætlar það að taka þig margar aldir að skilja að hvorki stjórnmálamenn né þjóðin rændu bankana að innan?  Það voru stórþjófar.  Ríkið og þjóðin eru ekki ábyrg fyrir þjófnaði eða þjófum.

Elle_, 29.7.2012 kl. 21:00

39 identicon

Þú hlýtur að vera meina Hauk í síðustu athugasemd þinni Elle mín?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 21:03

40 Smámynd: Elle_

Jú, jú, hef ekki enn kallað þig steinaldarmann, Pétur.  Ætla að bæta við að með ´bláu köttum Jóhönnu´ var ég ekki að meina Framsókn.

Elle_, 29.7.2012 kl. 21:09

41 identicon

Góð spurning minn ágæti Pétur Örn. Góð spurning. Ég er nefnilega einn af þeim sem breyti oft um skoðun. Reyni að hlýða því sem sannara reynist. Þetta eru áhrif af mínu starfi sem vísindamanni í áratugi. Annars var ég frekar aggressive í mínum síðustu ummælum, en því veldur íslensk umræðuhefð. En burt séð frá því, þá blöskrar mér oft kjaftagangur “saumaklúbbs” Páls Vilhjálmssonar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 21:13

42 identicon

Þú hefur engin efni á að tala um kjaftagang eða kjaft. Þú ert stólpakjaftur sjálfur en eins ég sagði fyrir ofan ertu óhugnanlega líkur Ómari Bjarka Kristjánssyni í fullyrðingum og munnsöfnuði, held reyndar oft að þú sért hann.

Ólafur (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 21:21

43 identicon

Elle mín "... ekki enn ..."?  Einhvern tíma kallaði góður vinur minn mig Renaissance mann.  Ég vona svo sannarlega að aldrei fari svo illa fyrir mér, að þú munir sjá ástæðu til að kalla mig steinaldarmann.  Nei fjandakornið:-)

Haukur ... vegurinn eilífi er vegur mannsandans, vonandi til hegelskrar "aufhebung". 

Það er því ekkert að því að glíma við ying og yang og leita að ki ...:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 21:23

44 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er mér ekkert kappsmál að útskýra það sem stendur í færslu minni,kl. 19,57 Pétur Örn, vil þó segja að;Áður hef ég nefnt það í færslum hve það er grábölvað,fyrir þá sem kusu loforða og stefnuskrár ákveðinna flokka,að uppgötva að þar var unnið(kosið)fyrir gíg. Vangaveltur mínar um ,,því sem aldrei verður viðkomið,, ef þið svíkið þá,,,, er staðfesting að þannig getur það aldrei orðið,því þótt hótunin væri; ,,Þá skal ég aldrei kjósa þig aftur,, eða þá skaltu hundur heita,sem dæmi,skiptir ekki máli,þeim er alveg sama. Tala nú ekki frá mér,sem af öllum manneskjum hér á síðunni,er líklegust til að ,,óa upp,, (róa upp, gamalt orðatiltæki,um þá sem deyja) sökum aldurs,verð 78,ára í næsta mán.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2012 kl. 21:53

45 identicon

Sammála Helga,

það er grábölvað ef við "róum öll upp" áður en flokkar standa við sín fögru fyrirheit og loforð.  Nóg höfum við séð af svikum BDSV.  Vörumst þau slys.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 22:02

46 identicon

Pétur Örn. Ég er því miður ekki nógu vel lærður í heimspeki Hegels, til að ræða við þig "dialektiskt" um þessi mál. Því miður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 22:04

47 identicon

Það fer oft lítið fyrir því í umræðunni um aðdraganda Hrunsins hvað mikið almenningur tók þátt í þennslunni.

Við höfðum ekki úr eins miklu að moða og stórfjármálamennirnir en engu að síður "sukkuðum" við sum duglega. Keppst var við að kaupa og kaupa innfluttar vörur, tveggja ára hlutum var hent og nýir keyptir í staðinn, tíðar utanlandsferðir m.a. til að kaupa jólagjafir o.fl. o.fl. Kröfðumst líka betri aðgengi að lánsfé hjá bönkunum.

Dansinn í kringum Gullkálfinn dunaði þrátt fyrir aðvörunarorð (heyrðist lítið í fyrir tónlistinni) og blaðagreinar sem birtu viðvaranir nokkrum árum fyrr, um hættu á alvarlegu hruni. Öll umræða um aðhald og ábyrgð, stýringu á óheftu útlánaæði bankanna var þögguð niður. Lítill sem enginn hugur fyrir því að safna upp gjaldeyrisforða en í staðinn var honum eytt í óþarfa, allt skyldi vera nýtt, best og flottast.

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 22:44

48 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig var það búið að ganga í fjöldamörg ár. Væri keypt sæmilega innréttuð íbúð,var öllu hent út og nýtt keypt í staðinn. Hjarðhegðun kölluðu menn það,enda verða allir helst að vera og gera eins í ,,lifelsinu,, annað er/var púkó.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2012 kl. 22:58

49 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver er munurinn á Kína-stjórninni og ESB-stjórninni?

Spyr sú sem ekki veit?

Það er ekki mögulegt að þegja sannleikann og staðreyndirnar í hel, og ljúga endalaust að almenningi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.7.2012 kl. 22:58

50 identicon

Haukur, ég er ekki neinn spekingur heldur í Hegel.  Hef bara grautað pínulítið í kallinum ... það var svakalegt flug á honum stundum í leitinni að einhverjum alheimsanda, sem ég vil alveg endilega meina að sé bara leið mannsandans til að losna út úr klettinum og sjá ljósið.  Þannig séð kannski líkt hugmyndum um upprisuna á páskadegi.  Ég hugsa mikið um þetta í seinni tíð, því af einhverri gráglettni tímans er ég fæddur á páskadegi og foreldrar mínir gáfu mér þetta nafn að mér óforspurðum. 

En ég er svo einfaldur maður, að ég tengi þetta bara við Heracleitos um að ekkert sé fast.  Við erum alltaf á leiðinni, kannski á heiðinni í leit að einhverri uppsprettu sannrar visku, eða það skilst mér að samtímamaður Heracleitosar, Lao Tze sé að meina.  Hann var kátur með það, en Heracleitos grét upp á einhverri grískri heiði og mændi ofan í ána ... en hvaða á?  Hann grét, þegar hann uppgötvaði sannleikann, að við stígum aldrei í sömu ána tvisvar. 

Ég er að reyna að skilja þetta, fá amk. smá nasasjón af þessu öllu.  En til hvers?  Ég veit það eiginlega ekki, en það er einhver þörf okkar allra að reyna að botna eitthvað í þessu öllu.  Undarlegt að við þurfum að leita mörg hundruð ár til baka að finna eitthvað til að standa á út í miðri á. 

Eða kannski erum við bara öll í lausu lofti?  Mér finnst það skemmtileg hugmynd að svífa svona um í öllum galaxíunum og botna ekki haus né sporð í þessu öllu, en spá samt og spekúlera.  Eitt veit ég þó, ég þoli ekki vógónana, fjandans eftirlitsiðnað embættismannanna, sem vilja setja okkur reglur um allt milli himins og jarðar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 23:05

51 identicon

Anna Sigríður Guðmundsdóttir segir að mínu mati allan sannleikann, enda hrynja öll stundar heimsveldi að lokum og einnig flokkar sem halda að þeir séu með allt á þurru:

Það er ekki mögulegt að þegja sannleikann og staðreyndirnar í hel, og ljúga endalaust að almenningi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 23:18

52 identicon

Almenningur gerir endalaust upp-reisn gegn hinum opin-beru hirðum.

Ekkert er nýtt undir sólinni.  Allt er eftirsókn eftir vindi, nema fegurð lilja vallarins, eða það segir amk. eld-gamli Prédikarinn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 23:22

53 identicon

En Páll er að tala um hjátrú. 

Það er flónska hræddra valdhafa að ala á henni,

alveg hægri/vinstri í miðjumoði sínu.  það er gömul hjátrú.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 23:30

54 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hefði það verið rökréttara að þjóðin hefði kosið aftur Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn með drjúgum meirihluta?

Ómar Ragnarsson, 29.7.2012 kl. 23:34

55 identicon

Það hefur alltaf verið þannig, þegar ringilreið er í íslenskri pólutík, þá hefur Framsóknarflokkurinn alltaf aukið fylgi og unnið stórsigur í kosningum.

Næsti forsætisráðherra verður framsóknarmaður!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 00:45

56 identicon

Í ringulreiðinni undir pilsfaldi framsóknar verða oft til afstyrmi.

Það er morgun-ljóst öllum sem vilja sjá skýrt og fylgjast með.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 00:54

57 identicon

Ómar Ragnarsson ... mikið vildi ég að fræddir mig um réttan Botníu textann.

Það var mitt uppáhald sem barn að syngja það lag og hrafl úr textanum

meðan ég rólaði mér á fullu, sirka átta ára, heima á Krók, í gamla daga.

Bjarni Egils. söng með, en hélt illa lagi.  Það gerði ekkert til. 

Það var hreinræktað fjör og skagfirsk gleði hjá honum og líkast til líka mér.

Er ég Skagfirðingur eða ekki?  Fæddur þar og uppalinn, en án ætta þaðan. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 01:03

58 Smámynd: Elle_

Ekki endilega rökréttara, Ómar, enda vorum við í nokkurskonar sjokki, en skárra.  Hefði ekki sakað ef Íslandshreyfingingin hefði verið ´frjáls´ en ekki sorglega villst inn í kattaklær.  En getur Haukur ekki talað við okkur hin eins og hann talar við Pétur?  Við gætum þá kannski verið eðlileg við hann.

Elle_, 30.7.2012 kl. 01:04

59 identicon

Mín kæra Elle 

Kannski maður þurfi bara að vera fæddur og uppalinn á Króknum til að laða það besta fram hjá Hauki og almennt séð öllu mannfólki í júniversinu? 

Nú eða að lesa smá taóisma og nema smá af honum.  Kannski það sé besta leiðin að halda friðinn og fræðast öll um leið.

Eða eins og Lao Tze orðar það:  "Ekkert er slysalegra en að vera fljótráður til hernaðar"  (Sjá í LXIX  Tregur til ófriðar).

Nú ætla ég að kveðja.  Ég verð að hætta og hugsa smá ... svona í gríni reyni ég það stundum.  Fólk kýs bara það sem það vill, en ég veit hvað ég kýs.  Þið vitið það sem viljið vita.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 01:26

60 identicon

Bæ þe vei ... Þórólfur Gíslason, KS, Gift, Skinney Þinganes og Dóra ránin ..

Hann er EKKI fæddur og uppalinn á Króknum.  Hann er ná-frændi DO.

Hann fluttist á Krókinn eftir að ég fluttist þaðan.  Síðan er Krókurinn í herkví.

Næstum því eins og hún Snorrabúð er nú stekkur.  Það sagði Jónas Hallgrímsson.  Það yndislega ljóðskáld. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 01:35

61 identicon

Nonni Fía er hins vegar fæddur og uppalinn á Króknum, eins og ég.

Ég er alveg viss um að honum líður ekki vel sem forstjóra FISK, undir Þórólfi.

Nonni var góður drengur.  Það man ég.  Við skófum timbur heilt sumar.

Hann var þá 15 ára, en ég 14.  Þá var verið að byggja 1. blokkina á Króknum.

Gyrðir, síðar skáld, var þá polli og skottaðist á eftir Elíasi. 

Þeir voru alltaf að tyrfa og laga mölugt hrjóstrið. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 01:46

62 identicon

Bjarni Egils., æskuvinur minn, neyddist til að flýja Krókinn undan of-ríki Þórólfs Gíslasonar.  Eldri bróður Bjarna, Villa nokkrum Egils er skítama um það, enda er Villi ekki sannur og sjálfstæður svartur köttur, heldur mislitur og gruggugur.

Bjarni var frjáls í fasi og höfðinglegur heim að sækja.  Það var boðið upp á gambra upp á hálofti.  Þá vorum við 15 ára.  Það var verulega skemmtilegtur eftimiðdagur.  Ég man að við ræddum þá um efna- og eðlisfræði gambrans.  Síðan gengum við fjórir saman, 2 voru vinir okkar Bjarna , upp á Nafirnar og hlógum okkur máttlausa af tómri hamingju og gleði.  Svo blístruðum við á bekkjarsystur okkar og þær hlógu með og úr þessu varð fjörug hersing.  Þannig var Krókurinn þá.

Villi var alltaf til smá leiðinda, en ekki vantaði í hann slepjuna þess á mili.  Hans vinur er Gylfi ASÍ.

Af hverju er ég að segja ykkur þetta?  Kannski er ég að reyna að skilja hvar dagar margra glötuðu lit sínum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 02:06

63 identicon

Næstu 2 vikurnar ætla ég að teikna húskofa og gleyma þessu öllu, í bili.  Það er smá kropp að hafa á einyrkja kontórnum.  Einhvern veginn reynir maður að skrimta, en konan segir að ég eyði alltof miklum tíma í "að laumast á bloggið".

Líkast til er það rétt hjá henni. 

Palli og þið hin, ég bið ykkur öll að hugsa ykkur vel um, áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kjósa.  Viljum við ekki öll upp-reisn og upp-gjör við hrunið?  "Sjálfstæðis"Flokkurinn og Framsókn eru hvorki upp-reisn né upp-gjör við hrunið, bara Nakinn maður og annar í kjólfötum, eins og Dario Fo orðaði það. 

Ég nefni ekki hitt leikrit hans Dario Fo, sem mér dettur einnig núna í hug.  Það geri ég einugis vegna háttprýði ... svona í bili.  Því nú kveð ég með friði og vonandi í friði frá því "að laumast í bloggið". 

Takk Palli, fyrir að mega tjá mig hér hreint og beint út.  Bless í bili.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 03:02

64 identicon

Ps. Ég hef gaman af svona gamaldags og fínu og opnu athugasemdakerfi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 03:22

65 identicon

Ég veit ekki betur en að krossD sé yfirlýstur hjátrúarflokkur sem fær fyrirgefningu hjá Jesú .. sama má segja um Framsókn, báðir flokkar Jesúhjátrúarflokkar, líkast til vegna þess að það er svo létt að fá fyrirgefningu í kristni.

Disclaimer
Ég er ekki að fíla VG og samfylkingu þó svo að ég nefni hjátrú hjá krossD og F

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 10:28

66 identicon

Meðan kaffikannan mallar og áður en ég byrja að teikna af krafti,

bara hrein og bein spurning til hans Palla Vill:

Fóðrar nokkuð Þórólfur Gíslason hönd þína, fyir hönd LÍÚ og Framsóknar?

Á Króknum strjúka engir menn lengur frjálst um höfuð sitt.

Gildir það sama um Þig, Páll minn Vilhjálmsson?

Hreinum og beinum manni vefst aldrei tunga um tönn,

en tungur þeirra sem velja krókaleiðirnar, er af öðrum toga.

Segðu okkur nú bara sannleikann Palli minn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 13:24

67 identicon

Ég veit hver fóðrar Styrmi, ég veit hver fóðrar Björn

og allir vita hver fóðrar hönd DO, en ég spyr þig Páll,

fóðrar Þórólfur Gíslason, ná-frændi DO, hönd þína? 

Er þetta kannski allt ógeðslegt hjá ykkur, eins og Styrmir sagði sjálfur.

Kannski svona helmingaskipti?

Samt er ég sammála ykkur um að vera alfarið á móti ESB-aðlögun,

en greinilega með allt annað markmið en þið.  Ég vil heiðerlegt og réttlátt

þjóðfélag hér, en alls ekki áfram ógeðlegt, líkt og Styrmir lýsir. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 14:08

68 Smámynd: Elle_

Allir vita, segirðu Pétur.  Hörð orð um þessa 3 menn.  Fyrir skömmu var kona í Moggablogginu sem kom fram með brenglun út úr blánum um að nokkur okkar værum ekki við sjálf, heldur menn úti í bæ og stjórnuðum Moggablogginu.  Gæti e-r hafa logið þessu, ég bara spyr?  Sumt fólk segir kjaftasögur og lygasögur.

Elle_, 30.7.2012 kl. 18:38

69 Smámynd: Elle_

Að vísu held ég að e-r hafi logið þessu.  Finnst það bara of langsótt og ótrúlegt.  Og slíkar lygasögur gera allt ógeðslegt.

Elle_, 30.7.2012 kl. 18:57

70 identicon

Þetta eru blákaldar staðreyndir Elle.

Margir þora ekki að viðurkenna þær, en samt eru þær sannar. 

Ég hef það frá mjög öruggum heimildarmönnum, sem eru gegnheilir Sjálfstæðismenn, af gamla skólanum.  Þeir finnast enn og þeim blöskrar óréttlætið og hvað allt er þar nú ógeðslegt..

Ég leita bara heiðarleikans og sannleikans.  Hvers leitar þú Elle?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 18:59

71 Smámynd: Elle_

Hví spyrðu hver ég leita, Pétur?  Í síðustu setningunni sagði ég skýrum orðum að lygasögur gerðu allt ógeðslegt.  Og ég segi þig ekki ljúga, alls ekki.  Málið er að þarna úti eru lygalaupar og ég trúi engu sem ég heyri nema ég geti fengið að vita það með vissu.

Elle_, 30.7.2012 kl. 19:11

72 identicon

Ég leita bara heiðarleikans og sannleikans Elle mín.  Þú veist það.

Stundum reyni ég að fílósófera mig í áttina að hinu sanna. 

Ef ég er í vafa, þá spyr ég, eins og td. varðandi Pál, en hann svarar ekki.

Hvað veldur því? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 23:04

73 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pétur Örn. Já. þetta með að leita heiðarleikans og sannleikans hlýtur að vera eina leiðin til að finna rót vandans. Þegar rót/rætur vandans er fundin, þá fyrst er hægt að taka á brengluninni og skapa siðað og mannúðlegt samfélag.

Það þýðir ekki, að það sé manni neitt kappsmál að reyna að koma höggi á neinn, né eyðileggja neitt, heldur er það nauðsynlegt að allir þoli opnar umræður um staðreyndir og rökstuddar meiningar. Það er oft auðveldara að taka þátt í umræðu um erfið mál, ef einhver annar byrjar. Sérstaklega fyrir fólk sem er mútað og hótað til að verja spillinguna. Flestum er ljóst að slíkt siðlaust ofbeldi viðgengst víða.

Til þess að opin rökræða sé möguleg, þá verða sem flestir að þora að segja sannleikann og koma með rökstuddar útskýringar á því vandasama púsli. Þeim mun fleiri sem nota rökhyggju, öfgaleysi og heiðarleika, því fyrr verður þetta samfélag að einhverju leyti siðað, sem það er alls ekki í dag.

Kannski er erfiðast en mikilvægast af öllu, að geta fyrirgefið öðrum mistök, til að komast uppúr gamla farinu? Ég velti þessu bara fyrir mér?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2012 kl. 08:21

74 identicon

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála.  Og mikið vildi ég að allir kæmu svo hreint til dyra sem þú.  Algjörlega fölskvalaust og töluðu sem þú, hreint og beint frá hjartanu.  Ég held að nánast allt fólk þekki sína hjartafegurð, en hjarta sumra herpist fyrir græðgispúka valda og fjár.  Það veldur þeim andþyngslum.

Mér sýnist að við séum algjörlega sammála Anna Sigríður, að okkar ráðgjöf til þeirra, sem andþyngslum eru haldnir, vegna græðgispúkans, ættu að létta á hjarta sín.  Það yrði þeim vafalaust léttir, mikill léttir og okkur mikill léttir.   

Því vitaskuld eigum við að fyrirgefa öðrum mistök, en stóra vandamálið er að valdherrar ríkisins, foringjar sérhagsmunaklíkanna, bankaræningja-gengið og grægispúkarnir allir ráða hér enn ríkjum og þeir biðja okkur ekki afsökunar á illum gjörðum sínum ... þeir biðjast ekki fyrirgefningar ... heldur valsa enn áfram með endalausar uppklastraðar helgimyndir sínar og kennitölur og valdníða og ræna okkur. 

Ég tel Páli það til tekna, að hann leyfi okkur svo fjálsar og opinskáar umræður hér.  Kannski það höfði til hans betri manns, sem leynist innra með honum?  Ég er alveg viss um að svo sé.  Honum er það viss léttir. 

En hvað með Davíð og hvítflibba hans og ná-frænda og félaga Halldórs? 

Hvað með alla núverandi og fyrrverandi valdherra ríkisins og embættismannaaðalinn sem tútnar enn út sem púkinn á fjósbitanum og setur bara fleiri og fleiri reglur og reglugerðir eins og sá sem þykist þar með þvo syndir sínar af höndum sér????  Reglur og reglugerðir gera enga menn betri, freka verri, því í skjóli þerra þrífast gjörspilltar laga-skækjur og maka krókinn, ma. fyrir foringja sérhagsmunaklíkanna, bankaræningja-gengisins og allra þeirra græðgispúka. 

Verða þeir bara reiðir, alveg voðalega reiðir og setja skítadreifarann á fullt?  Hvenær létta þeir sín andþyngsli? 

Hvernig eigum við, óbreyttir og venjulegir landar þeirra að fyrirgefa þeim?

Fyrst verða þeir að opin-bera sig.  Segja sannleikann og ekkert nema umbúðalausan sannleikann og ég veit að það yrði þeim mikill léttir og okkur mikill léttir og við myndum þá sættast við þá og fyrirgefa þeim ... ef þeir lofuðu upp á tíu fingur til guðs, að gera þetta aldrei aftur.  En þeir yrðu að sættast við það að jafna hér á sanngjarnari hátt lífskjörin, en verið hafa.  Þeirra laun og lífeyrir yrði skertur svo nær væri, miklu nær væri launum og lífeyri okkar óbreytta og venjulega fólksins, sem myndum þá mynda samstöðu til þjóðarsáttar ... til lýðræðis og velferðar ... okkar allra.  Takk:-) 

Þá yrði þungu fargi létt af þjóðinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 13:30

75 identicon

Varðandi laga setjarana og reglugerða embættismannaaðalinn og gjörspilltar laga skækjur

vil ég vitna enn og aftur í spekinginn Lao Tze, úr bókinn um Veginn eilífa, sem er hreinn og beinn og án allra krókaleiða. 

Úr 2. versi LVII.  ÁN ÍHLUTINARSEMI

Því fleira sem lögin banna, því fátækara verður fólkið.  Því fleiri sem verður til af vopnum, því meira verður um óeirðir í landi.   Því kænni og duglegri sem menn verða, því óeðlilegra verður allt.

Því meira verður um þjófa og ræningja sem lög og fyrirskipanir eru fleiri.

Menn ættu að láta af kænsku sinn og slægvísi, láta af dugnaði sínum ... á kostnað almennings, alls hins venjulega fólks, þjóðar landsins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 13:55

76 identicon

Alltaf er talað um Davíð, Halldór og þeirra "vini" með neikvæðum tóni þegar rætt er um bankahrunið. Alltaf gleymist í umræðunni að Jón Ásgeir og hans "vinir" voru búnir að kaupa 2 banka, Fjárfestingabanka atvinnulífsins og Íslandsbanka og þeir stefndu á og ætluðu sér að kaupa hina bankana líka en voru stöðvaðir og bönkunum komið í hendur viðskiptablokka sem voru hinu megin á línunni við Jón og félaga.

Hversu stórt ætli að bankahrunið hefði verið ef Jón og Co. hefðu átt alla bankana?

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 14:23

77 Smámynd: Elle_

Eg er ósammála Pétri þarna.  Hvar var annars fölskvaleysið við eftirfarandi orð eða voru það bara fölskvalaus mistök?:
1. Ragnar Arnalds var sagður >sigla með svikaseglum þöndum<.
2. Styrmir Gunnarsson var sagður vera >mesti ESB-sinni allra tíma< og >falskasti stjórnmálamaður allra tíma<.

Elle_, 31.7.2012 kl. 15:26

78 Smámynd: Elle_

Og svo voru það þjófar sem rændu bankana að innan, ekki Ragnar eða Styrmir, ekki stjórnmálamenn, ekki þjóðin.

Elle_, 31.7.2012 kl. 15:30

79 identicon

Jóhannes, ég get alveg tekið heils hugar undir orð þín.  Enda nefndi ég líka bankaræningjagengið og laga-skækjur þeirra.  Ég hélt að öllum ætti að vera það augljóst að þar átti ég við útrásarvíkingana og skipsverja þeirra.

Elle, tilvitnuð orð þín eru ekki mín.  Það veistu vel.  Í hvern ertu að vitna?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 15:36

80 identicon

Og nákvæmlega hverju ertu ósammála mér?  Ertu bara almennt á móti því sem ég segi?  Öðru vísi mér áður brá.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 15:42

81 identicon

Mér fannst aðeins, að sú athugasemd Önnu Sigríðar sem ég tók undir, að hún væri til merkis um það fölskvaleysi sem ég vona að við öll þráum. 

Þú mátt fara í hártoganir ef þú vilt Elle, en bendlaðu þá ekki nafn mitt við þær.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 15:54

82 Smámynd: Elle_

Nei, eg er ekki almennt á móti því sem þú segir, Pétur.  Hinsvegar er eg ósammála hóli þínu að ofanverðu um ´fölskvaleysi´ manneskju sem skrifaði þessi fjarstæðulegu orð, opinberlega, fyrir skömmu, um þessa 2 menn.  Kannski vissirðu ekki um það eða finnst það ekki koma ofanverðu við.

Elle_, 31.7.2012 kl. 15:55

83 identicon

Elle, ég vissi ekki um þessi orð Önnu Sigríðar. 

Ítreka því aths. mína 31.7.2012 kl.15:54.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 16:05

84 identicon

Elle, bara af einskærri og meðfæddri forvitni minni:

Í hvaða samhengi sagði Anna Sigríður þessi orð sem þú vitnar í?

Orð slitin úr samhengi segja mér lítið.  Mikilvægast er að sjá heimildina.

Hefurðu link á athugasemdir hennar, þar sem þessi tilvitnuðu orð er að finna?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 16:56

86 identicon

Takk Elle.  Nú getur fólk lesið þessa pistla, allar athugasemdirnar og vafalaust mun mönnum sýnast sitthvað.  Ég hafði ekki lesið þetta fyrr en nú.  En það er gott að nú er þetta komið í samhengi.  Dæmi nú hver sem honum sýnist rétt vera. 

Ég mun hins vegar ekki opinbera hér mína sýn á þessa pistla og athugasemdir.  Kannski spyrð þú þá, af hverju ekki?  Þá svara ég þér af fyllsta heiðarleika, sem fyrr, að 

ég þarf að skrimta og til þess þarf ég að klára að teikna húskofa, eins og ég sagði áður, sbr. ummæli mín 30.7.2012 kl. 03:02.  Þannig næ ég minni einu innkomu, svo ég geti borgað skattinn, fyrir kallinn með hattinn.  Fyrir mína parta segi ég því, mál er að linni Elle mín.  Nú verð ég að hætta þessu.  Ég lifi ekki á loftinu einu saman.  Vona að allir skilji það.  Og vonandi boðar kæfuvörnin, sem birtist mér nú, 7, mér og vonandi öllum öðrum gott.    

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 18:44

87 Smámynd: Elle_

Allir geta gert mistök og sagt neikvæða hluti.  En ofsegi maður um persónur og manni er bent á það eins og var gert nokkrum sinnum þarna, hlýtur að vera eðlilegast að draga í land.  Hitt er ekkert nema persónulegur rógur.  Það er ekki eins og þarna væri verið að tala um stjórnmálaflokk.

En nú er það kofinn.

Elle_, 31.7.2012 kl. 19:19

88 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jæja já. Hvers vegna segir Styrmir ekki frá viðbjóðnum sem hann veit allt um? Það stenst ekki réttláta og heiðarlega skoðun að segja að maður viti um viðbjóð, en velja að þegja yfir of mörgu, og vera þar með meðsekur stjórnsýsluviðbjóðnum.

Hvers vegna siglir Ragnar Arnalds alltaf mátulega gagnslaust og ó-afgerandi milli skers og báru í öllum sínum pólitíska áróðri? Hugsjónafólk tekur afgerandi afstöðu með tilheyrandi óvinsældum. Eða hvað?

Styrmir Gunnarsson er og hefur alla tíð verið í hásætinu, sem stýrir stjórnmálunum á Íslandi, sem að er pólitíska og valdamikla fjölmiðlahásætið.

Þá er ég búin að rökstyðja mitt mál, sem elle virðist vera föst í að ásaka mig fyrir.

Ég þakka þeim ekki, sem þora ekki að stilla sér á afgerandi hátt með almenningi, en sitja þó í hásætum fjölmiðlanna. Ég þoli gagnrýni, fyrir að segja það sem ég hef skilið og skrifað. Gagnrýni þarf að fylgja rökstuddar og/eða réttlætanlegar skýringar.

Ég myndi fyrirgefa þessum aðilum, ef þeir myndu hjálpa okkur við að opinbera viðbjóðslega spillinguna. Munu þeir þora og/eða geta sagt sannleikann af heiðarleika?

Svo ætla ég að róa elle með því að ég ætla ekki að kjósa það sem hún kallar "flokkinn minn", því ég get ómögulega tilheyrt flokki í stjórnmálum spillingarinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2012 kl. 21:08

89 Smámynd: Elle_

Hvar í veröldinni kallaði ég nokkuð ´flokkinn þinn´?  Getur það hafa verið svona sem þú fannst e-ð á þessa menn?  Og svo rökstuddirðu ekkert um róg þinn gegn þessum mönnum nema þú talar um e-ð óljóst sem þeir að þínum dómi ættu að segja.  Þeir ráða sér hinsvegar sjálfir.

Elle_, 31.7.2012 kl. 21:37

90 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

elle. Hvers vegna vilt þú ekki rökræða það sem ég skrifaði hér að ofan um þessa háttsettu heiðursmenn?

Hvað óttast þú svona mikið?

Ráðum við okkur ekki öll sjálf, og verðum við ekki öll að taka þeirri gagnrýni sem við fáum, og rökræða gagnrýnina?

Það er ekkert gagn að því að gagnrýna án gagnraka um það sem bent er á. Það ættum við Íslandsbúar að hafa lært. Ekki sjá fjársterku og pólitísku fjölmiðlarnir um þá gagnrýni, og eins gott að gera sjálf okkar besta í þeim málum, og ekki til að draga taum spilltra flokka, heldur almennings.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2012 kl. 22:19

91 Smámynd: Elle_

Aftur: Hvar í veröldinni kallaði ég nokkuð ´flokkinn þinn´?  Og hvaða déskotans ótta ertu að tala um?  Nenni hreinlega ekki að tala við þig.

Elle_, 31.7.2012 kl. 22:49

92 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

elle. Þér leist ekkert á Birgittu-flokkinn, sem búið var að splæsa við Jón Gnarr. Ég man ekki hvort ég prentaði út færsluna þar sem þú sagðir þessi orð, sem eru kannski ekki til staðar ennþá í færslunni þinni, enda ekki aðalmálið.

Það er í góðu lagi að þú nennir ekki að tala við mig, en finnst þér ekki að lesendur síðunnar eigi rétt á að þú viljir rökræða það sem þú sjálf rifjaðir upp, sem ég benti á í fyrri færslum og aftur hér að ofan, til að leita heiðarleikans og sannleikans?

Gangi þér annars sem best, og ég veit að ég get verið erfið. Ég biðst afsökunar ef ég hef verið ónærgætin í minni gagnrýni og spurningum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.8.2012 kl. 07:43

93 identicon

Eigum við að kjósa næsta vor þá flokka sem eru brot úr öðrum flokki, jafnvel brotabrot úr flokksbroti eða eigum við að kjósa þann flokk sem lang oftast hefur verið við stjórn og byggt upp landið úr torfbæjarsveitamenningu yfir í eitt af betri nútíma samfélögum?

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 18:56

94 identicon

Hva, lestu ekki Styrmi og Pál þér til einhvers vits, Jóhannes?  Ertu alveg úti að aka drengur?:

"Styrmir Gunnarsson veltir fyrir sér hvers vegna forystumenn VG, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks heyra ekki ekki samstöðuhljóminn meðal fótgönguliðanna. Það er áleitin spurning þegar tæpt ár er til alþingskosninga."

Vituð ér enn eða hvat? (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 19:34

95 identicon

Jóhannes,  lesa textann, Styrmir og Páll eru að tala um samstöðuhljóminn

Það er engin tilviljun, að þeir og Ólafur Ragnar tala um Samstöðu-hljóminn 

Vituð ér enn eða hvat? (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 19:46

96 identicon

Ég vil hvetja Pétur Örn Bjarnason til að fara að blogga sjálfum, já og bara skrifa sem mest. Takk fyrir góð skrif, og uppörvandi sem skara fram úr á þessum vef. Maður með sál.

X (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 20:59

97 identicon

Hann er Björnsson, hann Pétur Örn, sem skrifar hér býsna vel.

Z (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 22:06

98 identicon

Síðustu innleggin á eftir Jóhannesi eru skrifuð eftir Pétur sjálfan sem skrifar hér undir endalausum heitum og nöfnum. Þarna í lokin mælir hann með sjálfum sér, ekki í fyrsta skipti.

Nonni2 (IP-tala skráð) 4.8.2012 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband