Grikkir úr evru-samstafinu, Spánn og Ítalía í biðstöðu

Grikkir fá ekki þriðja björgunarpakkann og þar með eru dagar þeirra í evru-samstarfinu taldir. Samantekt Spiegel á viðhorfum í ráðandi afla í Þýskalandi tekur af öll tvímæli: Grikklandi verður ekki bjargað.

Þegar Grikkir fara úr evru-samstarfinu, sem gerist á næstu vikum, er búið að segja bannorðið (evruvæðingu er sem sagt hægt að afturkalla) og ómögulegt að spá um hvaða áhrif það hefur á þriðja og fjórða stærsta hagkerfi Evrópu, þ.e. Ítalíu og Spán, sem búa við ósjálfbæran efnahagsbúskap.

Við brotthvarf Grikkja fara af stað efnahaglegir og pólitískir ferlar sem munu gerbreyta evru-samstarfinu. Tilvistarkreppa Evrópusambandsins eykst. Áður traust bandalög, t.d. á milli Frakka og Þjóðverja, riða til falls á meðan ný myndast, m.a. á milli Suður-Evrópuþjóða.

Umbylting Evrópusambandsins mun taka mörg ár. Á meðan er Íslandi hollast að standa álengdar og sjá hverju fram vindur. Aðildarumsókn Íslands á vitanlega að afturkalla.


mbl.is Verðfall í Asíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Persónulega finnst mér þetta taka of langan tíma. Þetta bandalag á að vera löngu hrunið. Hvað heldur því eiginlega á floti?

Ásgrímur Hartmannsson, 23.7.2012 kl. 09:42

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ætli það séu ekki eiginhagsmunir peningamanna innan Brusselklíkunar sem ráða för Ásgrímur.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 23.7.2012 kl. 10:01

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

EU tók 100 milljarða evra að láni á 7 prósent vöxtum og lánuðu Spáni á 3% vöxtum. Að sjálfsögðu dugar þetta ekki því það vantar 300 milljarða evra í viðvót. Enn það er ekkert verið að reyna að bjarga Spáni. það er venjulegt leikrit risahagsmunafólks sem stjórnar öllum efnahagskerfinu í heiminum og þeir kaupa tíma til að koma undan vermætum áður enn "Stóri Skellur" flæðir yfir Evrópu...

Óskar Arnórsson, 23.7.2012 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband