Köttur fyrir Hæstarétti

Deilur um eignarhald á ketti krefjast úrlausnar hjá Hæstarétti. Af ástæðum sem ekki eru fyllilega skýrar fór lögregla fram á húsleitarheimild vegna kattarins en Hæstiréttur hafnaði.

Kettir sem éta upp tíma og fjármuni löggæslu og dómsstóla eru baggi á samfélaginu. Hér er þörf á úrræðum í tímanna takt.

Er ekki rétt að fá dýrasálfræðing til að gera útttekt á hagsmunum kattarins og fá úr því skorið hjá hvorum deiluaðila kötturinn best þrífst?

 

 


mbl.is Lögregla fær ekki að sækja kött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er með ólíkindum að eytt sé tíma og peningum í svona vitleysu. Og þá væntanlega peningum landsmanna en ekki þeirra sem deila. Kettir eru indælisdýr en fyrr má nú vera vitleysan. Ég neita alfarið að borga fyrir þetta! Þessir menn verða að leysa sín mál sjálfir. Hvað með mýs, hamstra og fiska sem koma frá brotnum heimilum? Nú er úr vöndu að ráða.

assa (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 17:56

2 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Þjófnaður er þjófnaður.

Finnst þér það vera minna brot að stela ketti en að stela hluti?

Hallgeir Ellýjarson, 17.7.2012 kl. 18:08

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Meow...

Þráinn Jökull Elísson, 17.7.2012 kl. 19:20

4 identicon

Mikið væri forvitnilegt að sjá hvað þetta mál hefur í raun og veru kostað okkur skattborgaranna.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 01:28

5 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Auðvitað væri heppilegast ef þeir gætu leyst þetta sín á milli en þegar fólk er ósammála um eignarrétt þá er eina leiðin að fara með málið fyrir dómsstóla.

Hallgeir Ellýjarson, 18.7.2012 kl. 01:38

6 Smámynd: Gísli Sigurður

Alveg hárrétt Hallgeir, í einkamáli, en ekki opinberu sakamáli.

Gísli Sigurður, 18.7.2012 kl. 02:28

7 identicon

Látið Davíð fá köttinn. Hann virðist upphaf og endir alls. Dagur B. bendir á Davíð þegar málefni borgarinnar eru til umræðu - ekki Ingibjörgu Sólrúnu eða Steinunni Valdísi. Líklega á Davíð köttinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 07:19

8 identicon

Það telst til þjófnaðar að stela hlutum Hallgeir, en þegar 2 forráðamenn kattar deila og annar tekur köttinn með sér þá leyfi ég mér að efast um að hægt sé að heimfæra það á þjófnað sem rannsaka þurfi sem sakamál eins og Gísli bendir réttilega á. Ég get þá alveg eins spurt þig á móti hvort þú vildir taka þátt í því sem samborgari minn að greiða fyrir úrgreiðslu minna mála og míns fyrrverandi vegna fiska sem við hefðum getað átt í fiskabúri og ekki hefði verið samkomulag um hvert þeir færu eftir skilnað okkar eigendenna?

assa (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 08:43

9 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég tek undir að einkamál sé heppilegri leið.

Hallgeir Ellýjarson, 18.7.2012 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband