Öryggi ríkisins og forræði sveitarfélaga

Kínverjar sem fjárfesta í útlöndum eru oftar en ekki leppar kínverskra stjórnvalda. Kína er ekki lýðræðisþjóðfélag og starfar ekki samkvæmt vestrænum stjórnarháttum. Kommúnistar stjórna Kína í anda alræðishyggju. Valdbeiting er alræðisríkjum tamari en lýðræðisríkjum, eins og dæmin sanna.

Kína er stórveldi og hefur sem slíkt áhuga að gera sig gildandi um heim allan. Bandarískir fræðimenn vekja athygli á hraðri uppbyggingu kínverska herskiptaflotans. Það er sígilt einkenni stórveldis að koma sér upp herskipaflota. Þegar kínverski flotinn siglir um heimshöfin er hann útvörður kínverskra hagsmuna. 

Þegar siglingaleiðin milli Asíu og Evrópu opnast fyrir norðan Ísland er landið orðið að mikilvægri bækistöð.

Tilburðir kínverska auðmannsins Huang Nubo til að festa sér prósentuhlut af Íslandi varða öryggi ríkisins. Og öryggi ríkisins er ekki á forræði sveitarfélaga og bæjarstjóra Norðurþings.


mbl.is Komnir á lokastig með Grímsstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst satt að segja ekkert á þetta.

Verða þetta mistök aldarinnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 12:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta eru hysteríukenndir órar. Verri en Rússagrýlan

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.7.2012 kl. 12:43

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þið vitið væntanlega að Grímsstaðir á Fjöllum eru nokkurhundruð kílómetra frá sjó! Og að Kínverjar eiga hluti í eða alveg mörg af Bandarískum fyrirtækjum sem við þekkjum.  Bendi á að nú þegar er suðuleið opin fyrir Kínaverja og því vandséð hvað lítið sker hér á Norðurslóðum á að gagnast þeim svona sérstaklega.  Þetta væri skiljanlegt ef hér væri milljóna þjóð.

Held að aðalmálið sé að í ljósi mikilla viðskipta Kínverja um allan heim þá steymir þangað gjaldeyrir sem aldrei fyrr. Og ekki ávaxtast þeir ef það er ekki notað. Því verður að fara í fjárfestingar og það er það sem þeir eru að gera. Þ.e. Þeir eru taldir t.d. hafa haldið uppi gengi dollars þegar hann var að síga með því að safna þeim uppp og núna þegar dollar er í jafnvægi verður að nota þá til að þeir ávaxtist. Kínaverjar hafa ekki sýnt sig að vera verri fjárfestar en t.d. Bandaríksir eða fleira. Þeir eiga t.d. Járnblendið í Hvalfirði og Elkem um allan heim m.a. í Noregi og engin kvartar. 

Finnst að hræðsla og vonir Íslendinga um að við verðum voða mikilvæg við siglingar um Norðurslóðir vera einhver framtíðarsýn sem byggð er á skýjaborgum. Nú t.d. held ég að öll lönd á þessu svæði myndu vilja hafa tekjur af umskipun. En svo líka er ekki alveg eins liklegt að Noregur fái mest af þessum viðskiptum því það er styttra þangað. Og herskip í dag þurfa ekki svon mikið að komast að höfn þar sem þau eru sjálfum sér næg í mánuði og með skip sem þjónusta þau. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.7.2012 kl. 12:51

4 identicon

Hvað útskýrir melluhátt Samfylkingarinnar

gagnvart bíró-kratískum nómenklatúr auðmönnum?

Er klof Samfylkingarinnar alltaf falt, á kostnað okkar þjóðar og lands?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:07

5 identicon

Er Samfylkingin skækja?  Já áfram, segir Samylkingin.

Enda með óhreint klof og þorir ekki að horfast í augu við fortíð sína.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:10

6 identicon

Samfylkingin er höll undir Bloomberg borgarstjóra á Wall Street.

Samfylkingin er auðræðis fylking Wall Street, City, Frankfurt og Shanghai.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:14

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Magnús! Eru þeir að ávaxta sitt pund hér upp á fjöllum? Gerir þú og aðrir aldrei ráð fyrir öðru en meintum skýjaborgum í hugum eldheitra Íslendinga. Mikil vægi okkar,að mínu mati,fellst í að vera sjálfum okkur nóg,til þess eigum við fullt af tækifærum. Við sem höfum nýja sýn,röðum okkur ekki í hagsmuna-pólitíska flokka,auður okkar er og verður fyrst og fremst mannauðurinn.

Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2012 kl. 13:15

8 identicon

Hvaða rottur skyldi Jóhannes Björn vera að skrifa um í pistli frá síðasta ári,  "Kína blikkar rauðum ljósum": ?

"Deild á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins sem fylgist með ólöglegum peningafærslum tilkynnti nýlega um gífurlega aukningu peningaþvættis frá Kína sem byrjaði síðasta vor.

Fréttastofur á Vesturlöndum tala um „mjúka lendingu“ í Kína, stöðugan fasteignamarkað og vaxandi lánastarfsemi banka vegna lægri verðbólgu.

En rotturnar sem eru að flýja sökkvandi skip—menn sem raunverulega skilja kínverskt hagkerfi og hafa hrærst í því árum og áratugum saman—eru miklu betri vísbending um hvað raunverulega er að gerast á bak við bambustjaldið."

Skyldi einhver rotta, sem makaði krókinn á kostnað almennings í Kína,

vera að reyna að koma gróða sínum undan og það hingað til lands

og það í skjóli svokallaðra íslenskra og samfylktra "jafnaðarmanna"

Má kannski ekki spyrja hina heilögu hjörð hausfrau Johanna um það?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:25

9 identicon

Er Samfylkingin með allt niðrum sig?  Já áfram.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:27

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það má deila um margt í tengslum við þetta mál með Grímsstaði á fjöllum. En að halda því fram að öryggishagsmunum íslenska ríkisins sé ógnað með leigu á þessari jörð til kínversks ríkisborgara er einhver fáránlegasta fullyrðing sem ég hef heyrt í langan tíma enda er hún ekki á nokkurn hátt rökstudd í þessari grein.

Staðreyndin er sú að Grímsstaðir verða áfram undir íslenskri lögsögu og íslenskum lögum þó erlendur ríksiborgari sé með hana á leigu. Þar getur lögreglan farið alveg jafnt um eins og jörðin væri í leigu íslensks aðila. Og með fenginni húsleitarheimild getur hún farið inn í öll hús á svæðinu til að kanna hvort þar á sér eitthvað ólöglegt stað.

Gilda sömu reglur og ef um íslenskan yrirráðamann væri að ræða varðandi heimildir kínverskra ríkisborgara til að dvelja og vinna þarna á svæðinu. Þó fyrirtæki þar verið í eigu kínverskra aðila þá breytir það engu um rétt ríkisborgara landa utan EES til að vinna þar.

Sigurður M Grétarsson, 17.7.2012 kl. 13:41

11 identicon

Gunnar Th. Gunnarsson:  Rússagrýla?  Ég er viss um að nágrannar kínverja taka alvarlega sbr. eftirfarandi:

http://globalnation.inquirer.net/37235/japan-eyes-maritime-aid-for-philippine-defense

Skoðaðu myndina sem fylgir fréttinni, myndum við sætta okkur við að t.d. Evrópusambandið gerði kröfu á Surtsey eða Kolbeinsey?  Frekja kínverja er með ólíkindum og við þurfum að skoða heimsfréttirnar aðeins betur áður en við samþykkjum afhendingu á landi til þeirra.

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:43

12 identicon

Það er sama hvort það eru útrásar-víkingar

eða rotta

alltaf er Samfylkingin með allt niðrum sig.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:43

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Pétur Örn Björnsson. Hvaða árátta er þetta hjá þér að vera að kíkja svona mikið ofan í brækurnar á fólki, það er Samfylkingarfólki?

Sigurður M Grétarsson, 17.7.2012 kl. 13:46

14 identicon

Líkt og með Kanann,

þá yrðu síðar gerðir samningar við mútuþæg stjórnvöld og sveitarfélög.

Þá yrðu öll lög og allar reglur sveigðar og beigðar af mútþægu kerfinu.

Asni hlaðinn gulli er alltaf ávísun á vaxandi spillingu kerfisins.

Hvenær ætlar Samfylkingin að horfast í augu við hræsni sína og drusluhátt????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:51

15 identicon

Sigurður M. Grétarsson.  Lestu betur Sigurður.

Ég minntist hvergi á brækur, enda Samfylkingin brókarlaus,

kviknakin sem keisarinn og hirðin, ertu blindur Sigurður minn?

Eða ertu í Samfylkingar hirðinnni og sérð því ekki hið augljósa?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 13:56

16 identicon

Markhópur Nubo og Samfylkingarinnar:  100 auðmenn í lúxusvillum

auk nokkura, næstum því jafn ríkra í lúxushóteli.

Samfylkingunni er greinilega drullusama um almenning, bæði hér og í Kína.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 14:08

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Pétur Örn. Merking orðatiltækisins um "að vera með allt niður um sig" snýst um að vera með brækurnar niður um sig. Hvernig brókalaust fólk gerir það verður þú að útskýra.

En af öllu gamni slepptu þá eru margir aðrir stjórnmálaflokkar sem hafa meiri þörf fyrir að horfast í augu við sína hræsni heldur en Samfylkingin og þá sérstaklega hrunflokkarnir það er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem hafa ekki gert neitt annað en að þvælast fyrir uppbyggingu eftir það hrun sem þeir ollu hér á landi. Það hafa þeir ítrekað gert með því að þvæast fyrir starfi Alþignis með málfþófi og tefja þannig fyrir þeirri uppbyggingu sem núverandi stjórnarflokkar hafa staðið fyrir og náð nokkuð góðum árangri miðað við aðstæður og þrátt fyrir að stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir hafi gert mikið í að þvælast fyrir.

Þau orð sem þú viðhefur hér eru án rökstuðnings og getur því ekki flokkast undir neitt annað en aumt og lágkúrulegt skítkast sem leggur ekkert málefnanlega til þeirrar umræðu sem hér fer fram.

Sigurður M Grétarsson, 17.7.2012 kl. 14:18

18 identicon

Því miður fyrir Pétur Örn þá virðist hans uppáhaldsflokkur, Samfylkingin, ekki vera eini flokkurinn sem styður við þetta mál enda hefur komið fram að þingmenn bæði úr Framsókn og Sjálfstæðisflokki vildu þessa fjárfestingu. En stundum er Samfylkingin upphaf og endir alls ills, a.m.k. á moggablogginu...

Skúli (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 15:13

19 identicon

Sigurður M. Grétarsson.

Þeir sem eru með brækurnar niður um sig eru kvik-naktir, nema þú haldir að brækur séu ætlaðar til að hylja tærnar.  Það má vel vera að Samfylkingin telji svo vera, enda er háttalgið eftir því.

Ég hef Sigurður M. Grétarsson gagnrýnt allan fjórflokkinn jafnt, enda geri ég ekki mannamun.

Varðandi rökstuðning, þá bið ég þig að rökstyðja hvað er rangt við það sem ég segi varðandi þetta Nubo mál? 

Annars er fullyrðing þín tómt skítkast að mér, sem þó kastaði engum skít að þér Sigurður.

Ég spurði þig einungis hvort þú værir í Samfylkingar hirðinnni og væri því hulið hið augljósa, sem er að hér er kínverskur auðmaður, sem makað hefur krókinn á kostnað kínversks almennings og ætlar nú að koma froðugróða sínum úr landi og reisa hér 100 lúxusvillur fyrir kínverska auðmenn, lúxushótel og golfvöll og það á Grímsstöðum á Fjöllum ... of all places?

Svar þitt við því, mun upplýsa okkur hin um stöðu þína til mála.

Ég hef alla ævi verið óflokksbundinn.  Hvað um þig Sigurður M. Grétarsson?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 15:20

20 identicon

Skúli

það er alveg rétt að "Sjálfstæðis"Flokkurinn og framsóknarmaddaman

eru engu skárri en Samfylkingin, þegar að gungu og drusluhættinum kemur.

Allur fjórflokkurinn er gjörspilltur og þarf að fara í aflúsunar bað.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 15:34

21 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þetta er hið merkilegasta mál og ég held að það séu talsvert miklar líkur á að meira búi undir hjá Hu en að stofna einhvern lystigarð á Fjöllum.

Minni á að sveitarfélög á NA horninu hafa á stefnuskrá að reisa gríðarlega uppskipunarhöfn á svæðinu. Mjög líklegt er að norðurleiðin opnist enn frekar og haldist opin, leiðin milli Kína og Evrópu og austurstrandar N-Ameríku styttist mjög svo verulega.

Vissulega eru Norðmenn nær en uppskipunarhöfn þarf fyrst og fremst flatlendi sem hvergi er að finna í neinu magni í Noregi. Svipað var uppi á teningnum þegar velja átti staðsetningu fyrir framtíðarhöfn Reykjavíkur. Kjalarnesið og allur Hvalfjörðurinn var ónothæft vegna skorts á landrými. Staðsetningin á Grundartanga var valin vegna landrýmisins þar uppaf.

Þó ekki sé alveg sömu við að jafna þá sluppu Íslendingar frá að gefa Þjóðverjum eða Rússum aðstöðu á landi. Núverandi áhyggjuleysi BNA vegna siglinga kjarnorkukafbáta að austurströndinni gæti vel breyst ef Kínverjar verða nýji óvinurinn (sem gæti allt eins gerst). Hafi Kínverjar þá þegar aðstöðu á NA horninu er hálfur sigurinn unninn. Þeir sem eldri eru kannast við MAD kenninguna - einn rússneskur kafbátur undan Washington hefði gert þá kenningu að engu, enda lögðu BNA mikið kapp á að loka kyrfilega aðkomunni framhjá Íslandi. Flotastöðvar Rússa í Kyrrahafi skiftu þar engu máli.

Brynjólfur Þorvarðsson, 17.7.2012 kl. 15:42

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið með deilurnar í Suður-Kínahafi er - að þær eru flóknar. það er ekkert alveg sjálfgefið að kröfur Filippseyja sé 100% réttar eða sanngjarnar og ekki heldur að kröfur Kína séu það.

Reyndar eru mun fleiri lönd sem gera kröfur þarna. þetta er mjög flókið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2012 kl. 15:56

23 Smámynd: Sólbjörg

Pétur Örn hefur ekki skrifað samkvæmt því sem ég les að Samfylkingin sé í þeirri stöðu "að vera með allt niður um sig," heldur brókarlaus og hirðir ekki um að tína til söguheimildir hvenær hún fauk. Af háttvísi virðist hann ekki minnast neitt á sýkingar sem geta hlotist af hátterni því að vera föl hverjum þeim sem greiða vill fyrir. Kynsjúkdómar sumir illlæknanlegir geta valdið ólæknanlegum heilaskemmdum.

Hvað er málefnalegt við að tala um að stjórnarandstaðan þvælist fyrir á alþingi með málþófi. Lýðræði felst í almenningur verður að hafa öfluga stjórnarandstöðu sama hvaða flokkar sitja við völd. Ótrúlegt hvað lýðræði í framkvæmd fer óstjórnlega í taugarnar á samfylkingarfólki. Fer reyndar líka í taugarnar á stjórnvöldum í Kína, Kóreu og fleiri einræðisvaldhöfum sem telja sína stefnu óumdeilanlega.

Sólbjörg, 17.7.2012 kl. 15:57

24 identicon

Í tilefni af góðri athugasemd Brynjólfs Þorvarðssonar, þá er vert að minna á ræðu Einars Þveræings um ey sem kennd er við Grím, líkt og staðir á Fjöllum og skulum við nú draga lærdóm af þeim vísdómsorðum:

Því er ég fáræðinn um þetta mál, að enginn hefur mig að kvatt.  En ef ég skal segja mína ætlan, þá hygg ég, að sá muni til vera hérlandsmönnum að ganga ekki undir skattgjafar við Ólaf konung og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefir við menn í Noregi. 

Og munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir, og mun ánauð sú aldrei ganga eða hverfa af þessu landi.  En þó konungur sá sé góður maður, sem ég trúi vel  að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til, þá er konungaskipti verða, að þeir eru ójafnir, sumir góðir, en sumir illir. 

En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft, síðan er þetta land byggðist, þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landareign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi metast.  En hitt kalla ég vel fallið að menn sendi konungi vingjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti, er sendilegir eru.  Er því þá vel varið, ef vinátta kemur í mót. 

En um Grímsey er það að ræða, ef þaðan er enginn hlutur fluttur, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns, og ef þar er útlendur her og fari þeir með langskipum þaðan þá ætla ég mörgum kotbóndunum munu þykja verða þrögt fyrir dyrum.

Þessi tillaga Einars var samþykkt, einróma, enda skyldu menn alvarleika þeirrar hættu sem gat orðið. 

Ég vona að Íslendingar beri gæfu til að ástunda friðinn og blandast ekki inn í stórvelda-átök á þeim viðsjárverðu tímum sem nú eru og öllum ættu að vera augljósir, ef þeir á annað borð fylgjast með fréttum um vaxandi hernaðarvá sem að heiminum steðjar.  Þar véla um gjörspilltir glóbalískir bankaræningjar og sið-spillt stjórnvöld, sem eru strengjabrúður þeirra.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 16:11

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú svo mikið bull að tengja Grímsstaði á Fjöllum við einhverja ,,umskipunarhöfn" - að maður stórefast um menntakerfi Íslands. Að vísu rústuðu Sjallar allri mentun á einræðistíma sínum og lengur og menntun íslendinga virðist aðallega felast í einhverrri kjánaþjóðrembingsþvælu og sögufölsunum.

Moreover, að ef kínverjar vilja reisa einhverja ,,umpskipunarhöfn" - þá auðvitað hafa þeir bara samband við þar til gert sveitarfélag og ver so gúd: Viðkomandi sveitarfélag mundi fegins hendi taka því. Halló. Hugsa. það þarf ekkert eitthvað Grímsstaði á Fjöllum. Hverslags bull er þetta.

Varðandi kynsýkingar allrahanda ætla ég að láta sjallaræfla og öfgamenn ræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2012 kl. 16:19

26 identicon

Væri nú ekki ágætt að stjórn og stjórnarformaður Nubo ehf

færu og læsu lög um eignarétt og afnotarétt fasteigna Lög nr. 19/1966 aðalega 1.gr.síðn mætti lesa jarðalög nr. 65/1976 einkum 6gr. og 12gr. þetta væri nú ágæt byrjun, síðan væri hægt að vitna í fl. lög sem eru í fullu gildi.

Síðan ættu landsmenn allir að kynna sér það sem gerðist í Kalmar í Svíþjóð, ágætt að Ruv síndi þá heimildarmynd.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 16:20

27 identicon

Sólbjörg kemst að kjarna málsins:

"Lýðræði felst í almenningur verður að hafa öfluga stjórnarandstöðu sama hvaða flokkar sitja við völd. Ótrúlegt hvað lýðræði í framkvæmd fer óstjórnlega í taugarnar á samfylkingarfólki. Fer reyndar líka í taugarnar á stjórnvöldum í Kína, Kóreu og fleiri einræðisvaldhöfum sem telja sína stefnu óumdeilanlega."

Hefur kannski allur fjórflokkurinn eitthvað á móti lýðræði?

Hann skattleggur almenning til að gera kosningasjóði sína gilda til áróðurs.

Hann lofar öllu fögru fyrir kosningar, en svíkur allt jafnharðan, að þeim afloknum.  Það kallar hann þingræði, en í rannsóknarskýrslu alþingis er það nefnt sínu rétta nöfnum, flokksræði og foringjaræði. 

Hvers konar lýðræði er það?

Eftirfarandi upplýsingar komu fram 27.6.2012, í hádegisfyrirlestri dr. Jóhönnu Gunnlaugsdóttur, prófessors í upplýsinga-  og skjalastjórn við Félagsvísindasvið HÍ og byggðu þær upplýsingar á viðhorfskönnun sem gerð var vorið 2012 um viðhorf almennings til upplýsingagjafar opinberra stofnana.

Einungis 2% aðspurðra taldi að ríkisstjórnin leyndi aldrei upplýsingum sem eiga erindi við almenning og varða almannahagsmuni.

Einungis 2% aðspurðra taldi að sveitarsjórnir leyni aldrei upplýsingum sem eiga erindi við almenning og varða almannahagsmuni.

Allir þekkja svo skoðanakannanir þar sem ítrekað hefur komið í ljós að einungis 10% þjóðarinnar treysir alþingi.

"Nýja Ísland" hvað?  Lýðræði hvað?  Nýju fötin keisarans? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 16:42

28 identicon

Hér má lesa nánar um fyrirlesturinn og könnunina sem ég vísa til:

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/06/27/90_prosent_telja_rikisstjorn_fela_upplysingar/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 16:50

29 identicon

Fyrst; Mál Huang Nubo minnir mest á ævintýrið um nýju fötin keisarans. Hugmynd hans um golfvöll og lúxusorlofsstað árið um kring uppi á reginöræfum er galin. Það er engin heil brú í þessari hugmynd. Það er ekki bara að það sé erfitt að komast til og frá staðnum að vetri, það getur verið stórhættulegt. Að halda úti lúxusgolfvelli þar sem hætta er á kali í túnum er bjartsýnt. Etc., etc.

En það er engin ástæða til að halda að Nubo sér einhver glórulaus galgopi. Þvert á móti er þetta sennileg harðduglegur og meiri háttar töff nagli. Þú kemst ekki á billjónerahauginn í Kína upp á Faðirvorið eitt. Þess vegna er líklegt að halda að Nubo hafi ýmsar aðrar hugmyndir í gangi umfram orlofsstaðinn á fjöllum. Svo sem þær sem hann virðist mjög frjálslega ræða, a.m.k. ýja að, við erlenda fjölmiðla, s.s. Bloomberg.

Annað; Ég var að ræða þessi mál við bróðir minn um daginn. Hann og ég komumst að þeirri niðurstöðu að þetta gæti verið ágætt mál hvað svo sem að baki byggi. En eitt vorum við vissir um: við berum ekkert traust til þeirra Íslendinga sem fyrir hönd lands og þjóðar og sveitarfélags sitja að samningsborði með Nubo. Við treystum Kínverjanum lítið, en "okkar mönnum" alls ekkert.

Að lokum; Það sem alvarlega vantar er að Huang Nubo komi fram í viðtali við íslenska fjölmiðla þar sem hann greinir frá í stórum dráttum sem smáum sín áform. Hann er fús til tals við Bloomberg, hvers vegna ekki RÚV? En gallinn er auðvitað sá að án góðrar bakgrunnsvinnu og staðreyndaleitar fyrir viðtalið yrði það lítils virði. Okkar fjölmiðlamenn og konur eru ekki í stakk búin til slíks verkefnis því miður.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 17:21

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta með golfvöllinn - að þá eru menn ekki nógu open minded. það er alveg hægt að hafa golfvelli allskonar. þetta þarf ekkert að vera hérna eitthvað Tiger Wood style sko. Menn eru að misreikna sig með þennan golfvöll. Folk er að hugsa útfrá golfvelli sem það er vant þegar það heyrir talað um golfvöll. þar liggur feillinn.

Barðandi þessar ,,100 villur" þá finnst mér líklegast að það einhvernveginn tengt hótelinu. Hafiði ekki heyrt um hotel/villas? Prófið að gúgla það.

Folk a ekkert að vera svona paranojað og morever á það ekki að láta einhvern Pétur eða Pál rugla með sig. Allra síst ef ritstjóri óreiðublaðsins LÍÚ-Mogga notar hann sem heimild. það er bókstaflega avísun á vitsmunalega rústalagningu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2012 kl. 17:46

31 identicon

Með vísan til Einars Þveræings mæli ég með að við sendum Huang Nubo tjaldborg Jóhönnu.  Þar með gætum við slegið tvær flugur í einu högg:  Sýnt honum vinarþel en jafnframt hagsýni, því hún hefur hvort sem er engum gagnast hér á landi.

Ég er alveg viss um að Huang Nubo yrði jafn glaður með þessa gjöf og lopapeysuna forðum og mundi una glaður við allt sitt mikla ríkidæmi og tjaldborg Jóhönnu að auki, einhverss staðar í Kína, hvar keisararnir hafa í gegnum tíðina verið misgóðir eða misillir, svo sem Lao Tze greinir svo glöggt frá í Bók sinni um veginn. 

Tjaldborgin gæti nýst honum út í skrúðgarði einhverrar keisarahallar, til harðfisksmauls og það væri verulega sætt ef Hjölli sendi honum góða og nýja lopapeysu ... eða eru þær aðallega framleiddar núna í Kína?  Hjölli ætti að geta svarað því, enda vinnur hann í utanríkisráðuneytinu hjá Össuri.  Nú svo getur Solla gist hjá Nubo undir tjaldborginni, stutt að fara frá Kabúl.  Kannski hún tæki Árna Matt. líka með, hann er í Róm, ráðinn af Össuri.

Og við, vesalingarnir hérna heima?  Nú við læsum tjaldborgarljóð Nubos, sjálft rauða kver okkar dýrðlegu gegnsæu tjaldborgarstjórnar.

Ég mæli með að Ómar Bjarki Kristjánsson lesi þau inn á hljóðbók.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 18:07

32 identicon

Fyrst Ómar Bjarki Kristjánsson minnist á LÍÚ og alla þá fursta og kvótagreifa,

þá langar mig til að benda honum á þá nöturlegu staðreynd, að leigusamningurinn til Nubo til 40 ára og réttur til að framlengja um önnur 40 ár, sem sagt 80 ár

skapar grafalvarlegt fordæmi sem mun hafa áhrif á lengd nýtingarsamninga í m.a. sjávarútvegi, þar sem LÍÚ ríkja sem furstar og greifar. 

Er það kannski allt í einu orðin stefna ríkisstjórnar Samfylkingar og VG,

nákvæmlega eins og "Sjálfstæðis"Flokksins og framsóknamaddömunnar?

Það finnst mér algjörlega óþolandi og óásættanlegt og reyndar algjörum meirihluta þjoðarinnar eins og marg oft hefur komið fram í skoðanakönnunum, sem ég vona að þú rengir ekki. 

Um það hljótum við að vera sammála Ómar ... eða hvað? 

Ertu svo blindur að þú sjáir ekki í hvað stefnir?  Í guðanna bænum komdu þér uppúr forarvaði og skotgröfum fjórflokksins, hann er allur ein forarvilpa.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 18:50

33 Smámynd: Elle_

Með landsöluflokk við aðalstjórn landsins er öryggi ríkisins ekkert.  Og ég tek undir með öllum þeim sem skilja að þetta Nubo/Fjalla-mál snýst um að ná tökum á landinu og hafsvæðinu eins og Brusselveldið.  2 risaveldi vilja ná hér tökum og Jóhanna og co. steinsofa.  Þau vinna ekki fyrir Ísland.  

Elle_, 17.7.2012 kl. 19:10

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekkert merkilegt við þennan leigutíma og alvanalegt og reyndar óhjákvæmilegt. Best hefði verið þó að selja honum og næstbest bara að gefa kallinum þetta ef það hefði getað pirrað kjánaþjóðrembinga.

það er nákvæmlega ekkert merkilegt eða OMG við detta belssaða dæmi. Einhver maður af kínversku bergi brotnu ætlar að leigja/kaupa landskika - só? Mér gæti ekki verið meira sama.

Hva hann ætlar að gera þar fellur undir þar til gert laga og regluverk í landinu sem um slíkt höndlar eins og aðra menn. Hvort hugmyndir hans séu raunsæjar/óraunsæjar er beisiklí irrelevant. Svo lengi sem almenningur þarf ekki að borga fyrir fjármálaóreiðu eins og fyrir helvítis Sjalla-LÍÚ hyskið og þeirra própagandarör.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2012 kl. 19:22

35 identicon

Elle, telur þú að BjarN1 vafningur og framsóknarmaddaman séu heilög?

Hvenær hafa þau unnið fyrir Ísland, með hagsmuni almennings að leiðarljósi?

Nei, Elle mín, þetta er allt sama forarvilpan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 19:32

36 Smámynd: Elle_

Pétur, síðan hvenær hef ég talað eins og nokkur flokkur sé heilagur?  Mér er nokkuð sama um stjórnmálaflokka.  Hinsvegar veit ég hver er skaðlegastur.  Það er landsöluflokkur Jóhönnu og Össurar.

Elle_, 17.7.2012 kl. 19:47

37 identicon

Ómar, gerir þú þér ekki grein fyrir að heift þín stefnir þér beint út í vilpuna.

Vilt þú virkilega að þessi Nubo samningur til 80 ára skapi fordæmi fyrir LÍÚ?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 19:48

38 identicon

Takk Elle mín fyrir heiðarlegar upplýsingar frá þér, sem jafnan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 19:50

39 identicon

Mæli eindregið með að fólk lesi pistil Jóhannesar Björns frá 13. nóv. 2011,

"Kína blikkar rauðum ljósum" 

Hann var þar forspár, líkt og iðulega um framvindu mála á hinum alþjóðlega hrægamma fjármálamarkaði valda-elítunnar, á kostnað almennings, hvort heldur er í USA, Evrópu eða Kína:

http://vald.org/greinar/111113/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 20:21

40 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er eins og sumir haldi að með því að leigja jörð til Kínverks ríksiborgara fari það land undir kínversk yfirráð. Það er fjarri því enda gilda áfram íslensk lög á jörðinni eins og annars staðar á Íslandi auk þess sem viðkomandi sveitafélag hefur skipulagsvaldið á svæðinu. Nubo þarf því að fá heimild frá sveitafélaginu varðandi allar framkvæmdir rétt eins og allir aðrir þurfa að gera. Þar að auki getur sveitafélagið sett honum enn strangari hömlur í krafti eignar sinnar á jörðinni rétt eins og allir aðrir leigusalar geta gert.

Hvað varðar fordæmið gagnvart kvótagreifum með nýtingarétt þá er hér um leigu á landi að ræða en ekki nýtingaréttá fiskiauðlindum auk þess sem hér er sveitafélag en ekki ríkið að gera leigusamninginn. Það sem viðkomandi sveitafélag gerir í því efni skapar ekki fordæmi gagnvart ríkinu.

Hvað lýðræðið varðar þá er málþóf vissulega eitt af tækjum minnihluta á Alþingi til að stoppa mál eða knýja fram samninga um það mál. Slíkt er vissulega nauðsynlegt aðhald fyrir þingmeirihluta og tryggir minnihluta ákveðna möguleika til að gera stjórnvöldum erfiðara fyrir að gera hluti sem eru skaðlegir fyrir þjóðfélagið. Núverandi stjórnarminnihluti hefur hins vegar notað þetta tæki til að gera Alþingi nánast óstarfhæft ár eftir ár og tafið þannig þá uppbyggingu sem stjórnvöld hafa staðið fyrir með góðum árangir sem væri væntanlega enn betri fengju stjórnvöld betri vinnufrið til uppbyggingar.

Eins hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins beitt þessu tæki til að koma veg fyrir að hægt væri að koma þjóðþrifamálum í gegn. Gott dæmi um það er málþóf þeirra til varnar hagsmunum kvótagreifa gegn hagsmunum þjóðarinnar í heild. Eins komi þeir í veg fyrir það með með málþófi á vordögum 2009 að hægt væri að koma í gegn þeirri breytingu á stjórnarskránni að hún heimilaði bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Án þeirrar breytingar verður aðeins hægt að bjóða upp á ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning að ESB. Lýðræðisðást Sjálfstæðiflokksins er ekki meiri en þetta.

Til að bíta höfuðið af skömminni eru ýmsir sjálfstæðismenn og aðrir andstæðingar ESB að kenna ríkisstjórninni um það að þjóðaratkvæðagreiðslan verður aðeins ráðgefandi og jafnvel að búa til þá samsæriskenningu að þetta sé ákvörðun ríksstjórnarinnar og að hún ætli að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar að vettugi verði hún henni ekki að skapi. Er hægt að hugsa sér mikið meiri hræsni og blekkingar en það?

Sigurður M Grétarsson, 17.7.2012 kl. 20:29

41 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nakvæmlega.

það er ekki heil brú í kjánaþjóðrembingsrugli og maður spyr sig hve lengi er hægt að hada svona kjánaskap uppi í hverju málinu á fætur öðru eða barasta nánast öllu ef maður eða kona af erlendu bergi brotnu kemur einhversstaðar við sögu. þetta er orðið alveg afskaplega þreytt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2012 kl. 20:49

42 identicon

Ég hef alla mína ævi verið óflokksbundinn,

hvað með þig Sigurður M. Grétarsson?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 21:45

43 identicon

Ég hef gagnrýnt kvótagreifa og er talsmaður breytinga á stjórnarskrá,

nú síðast undir pistli Palla Vill "Eigi síðar.. er ekki kjördagur"

Ég er lýðræðissinni, en andsnúinn þinglegu ofbeldi spilltra mútuþega.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 21:52

44 identicon

Talandi um lýðræði:

Hvenær samþykkti þjóðin að fara í aðlögun að bírókratíu ESB?

Svaraðu mér því Sigurður minn.  Þú ert ágætlega ritfær og málefnalegur,

annað en Ómar greyið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 22:00

45 identicon

Þór Saari má eiga það að hér mælist honum vel og smellhittir naglann, beint á skalla fírtommunnar (heimild eyjan.is):

Mér finnst þetta snargeggjuð hugmynd að einhver maður sem er bóndi úti á landi geti selt fósturjörðina til kínversks auðmanns. Það er vitað að þetta eru útþensluáform kínverska ríkisins og hefur ekkert að gera með Nubo sem fjárfesti. Þetta er allt saman feik þetta fyrirtæki hans. Það gerðist svipað í Frakklandi þar sem kínverskir auðmenn keyptu landsvæði af bændum. Þeir girtu allt af með 3 metra hárri girðingu. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að það sama gerist hér.

Það eru ekki til neinar teikningar eða plön. Ef það verður svo farið út í meiriháttar framkvæmdir þá þarf að leggja veg, vatnsveitu, útvega rafmagn og fráveitu. Allt kostar þetta stórfé. Hver á að borga þetta, sveitarfélagið? Það á engan pening.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 22:13

46 identicon

Merkilegt. Þessar öfgasinnuðu kratabullur mega ekkert erlent vald sjá, án þess að leggjast hundflatar fyrir því.

Hvað er málið?

Voru þið lagðir í einelti í æsku, og eruð að hefna fyrir það?

Sama syndróm og leiðir til þess að menn fremja fjöldamorð í skólum?

Hilmar (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 22:30

47 identicon

Hilmar, má ég upplýsa þig um að það eru

"Sjálfstæðis"Flokkurinn, Framsóknarmaddaman og Samfylkingin

sem mynda saman meirihluta í Norðurþingi.

Ég vona að allir geri sér grein fyrir því að það er banvænn kokkteill. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 23:48

48 identicon

Það stefnir greinilega í annað Hrun, fyrst

Hrun-skækjurnar 3, með glitofinn botninn,

eru allar mættar í eina sæng í Norðurþingi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 00:00

49 identicon

Ekki má gleyma því að sveitarstjórinn Bergur flaug út til viðræðna við Nubo til Kína,trúlega verið heilaþvegin þar.

nonni (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 04:56

50 identicon

Undirbúningur stríðsins um Norðurslóðir er hafinn.

Ég vona að Ísland beri gæfu til að dragast ekki inn í það stríð,

nema hvað varðar að standa þétt saman um réttindi okkar.

Eru skækjurnar III svo snælduruglaðar og dópaðar, að þær telji,

að stundarfix þeirra sé þess vert að eitt heimsveldi muni hér,

fyrr en síðar,

varpa bombum á landflæmi og bækistöðvar annars heimsveldis,

þess kínverska?

Eru skækjurnar III orðnar svo langt leiddar, að þær hafi gleymt

mannkynssögunni og styrjöldum þeim sem háðar hafa verið um

auðlindir og hertöku smáþjóða?

Er það loka-sýn blautra drauma Hrun-skækjanna III.

Held að kominn sé tími til að skækjurnar III lesi Völuspá.

Vona amk. að þjóðin átti sig á graf-alvarleika þessa máls.

Viðlíka kreppur og sú sem nú ríkir í heiminum hafa, sögulega séð,

alltaf, ég segi alltaf endað með styrjöldum.

Hvers vegna í ósköpunum ættum við, 320.000 manna þjóð á gósenlandi,

að vilja dragast inn í styrjöld og það á okkar eigin landi, á okkar land?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband