Þorvaldur og þjóðþekktur nafnlaus

Þorvaldur Gylfason grípur til nafnlausra heimildamanna þegar mikið liggur við. Þorvaldur óttast að tillögur stjórnlagaráðs, þar sem hann sat, fái ekki þann frama að vera lagðar í þjóðaratkvæði sökum handvammar meirihluta alþingis.

Í stað þess að harma handvömm meirihlutans bloggar Þorvaldur um ,,þjóðkunnan sjálfstæðismann" sem vitanlega er nafnlaus og hefur eftir honum samsæri Sjálfstæðisflokksins gegn stjórnlagaþingi.

Þann 7. júlí 2005 skrifaði Þorvaldur í Fréttablaðið að ,,viðkunnur" nafnlaus hafi sagt sér að til stæði að ákæra í Baugsmálinu og þau orð hafi verið sögð áður en ákæra var gefin út. Samsærisstefið var að öfl í Sjálfstæðisflokknum, nema hvað, misnotuð lögreglu og saksóknara til að berja á Baugsmönnum. Á þessum tíma var Þorvaldur í vinnu hjá Baugi að skrifa pistla í Fréttablaðið.

Í Baugsmálum varð Þorvaldur svo frægur að verjendur báru fyrir sig pistilinn um víðkunnan nafnlausan og sögu staðfestingu komna á misbeitingu opinbers valds.

Nú hljóta menn að rjúka upp til handa og fóta og krefjast opinberrar rannsóknar á áburði Þjóðþekkts Þorvaldssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er tvennt í þessu:

a) Samsæriskenning Þorvaldar er rétt, og að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni Samfylkingu, og beri ábyrgð á öllu hennar klúðri síðustu ár.

b) að Sjálfstæðismaðurinn hafi verið að stríða Þorvaldi.

Ef þetta er möguleiki a, þá ætla ég að biðja Sjálfstæðiflokinn um að losa sig við Ólínu Þorvarðardóttur, she's just too much.

Ef þetta er b, vil ég benda Sjálfstæðismönnum á, að við stríðum ekki svona fólki.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 23:11

2 identicon

Páll Vilhjálmsson enn að skrifa illa um fólk gegn borgun !!! 

JR (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 00:18

3 identicon

Þorvaldur Gylfason er þjóðarvandamál.

Helgi (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 00:39

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

JR - tjáningafrelsi ríkir enn hér í kommúnistaríkinu Íslandi en það er á undanhaldi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.7.2012 kl. 00:46

5 identicon

Þjóðinni er alltaf treystandi til að hafa vitið fyrir vanhæfu alþingi.

Það hafði þjóðin í tvígang í Icesave málinu.

Ætla forustu-fjárhirðar "Sjálfstæðis"Flokksins, já ESB-dindlarnir,

að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs? 

Treysta þeir ekki þjóðinni til að kjósa um þær, lið fyrir lið?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 02:18

6 identicon

Munu forustu-fjárhirðar "Sjálfstæðis"Flokksins, já ESB dindlarnir,

kannski einnig koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 02:34

7 identicon

Er það kannski skjaldborg "Sjálfstæðis"Flokksins að koma almennt í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur og fá að víla og díla með vafninga sína, rétt eins og fyrir hrun?  Og einnig afskriftir eftir hrunið, í samansúrruðu tossabandalagi með Steingrími J og J Sig frá Dýrafirði? 

Hvað með svikin loforð forustu-fjárhirða "Sjálfstæðis"Flokksins varðandi samþykkt landsfundarályktunar um leiðréttingu skulda heimilanna.

Nei, forustu-fjárhirðum "Sjálfstæðis"Flokksins er engu betur treystandi en Steingrími J og J Sig frá Dýrafirði.  Öll svíkja þau loforðin fyrir nokkra silfurpeninga.  Það segir Dabbi og hann ætti að viti það.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 02:53

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

halló! Pétur Örn,. Ráðgefandi tillögur stjórnlagaráðs? Er ekki Sigurður Líndal að upplýsa að atkvæðagreiðsla 20. okt,yrðu markleysa? Þjóðkunnur ,,Sjálfstæðismaður,, hvíslar að Þorvaldi,eins og sögusmetta,samsæri Sjálfstæðisflokksins gegn Stjórnlagaþingi.Var þessi svokallaða handvömm,sem gerir atkv.greiðslu 20 okt.marklausa einhvernvegin á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins? Hvar voru Framsókn og Hreyfing.? Þegar ákafi ríkisstjórnar í að breyta stjórnarskránni varð ljós,tortryggði ég ofl.tilganginn.Það upplýstu síðan athugilir bloggarar.að tengdust valdi forseta vors,að vísa ESB-aðild í bindandi þjóðaratkvæði. Hafi ég á fyrsta kreppu ári viljað nýja Stjórnarskrá,þá hef mér snúist hugur. Ríkisstjórnin hefði aldrei samþykkt hana fyrir sitt leiti,nema að hún tryggði þeim ætlunarverk sitt að þröngva okkur,meirihluta sem ekki vill í Esb. í það,með öllum ráðum.

Helga Kristjánsdóttir, 15.7.2012 kl. 03:55

9 identicon

Halló sömuleiðis Helga.

Við Sigurður erum þremenningar og kannski er það þess vegna að mér þykir tilhlýðilegt að rétt sé vitnað í kallinn:

„Alþingi hefur ekki ákveðið kjördag, mér sýnist að það eigi að líða þrír mánuðir frá því að Alþingi ákveður kjördaginn en ekki einhvern hugsanlegan frest, og ég sé ekki annað en að ef þingið ætlar að koma saman 11. september þá sé það fallið á tíma,“

segir Sigurður Líndal, prófessor emiritus, en að sögn hans verður Alþingi að ákveða kjördag fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur stjórnlagaráðs í síðasta lagi 20. júlí næstkomandi ef ætlunin er að halda atkvæðagreiðsluna eigi síðar en 20. október.

Aðspurður hvaða afleiðingar það hefði ef Alþingi myndi virða fresti í lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og lokafrestinn í þingsályktunartillögunni um þjóðaratkvæðagreiðsluna að vettugi og halda atkvæðagreiðsluna 20. október, sagðist Sigurður telja að slík atkvæðagreiðsla væri markleysa.

„Ég sé ekki betur en að atkvæðagreiðsla sem þannig væri staðið að yrði markleysa,“ segir Sigurður.

Hér er því Sigurður frændi einungis að vísa til þess að þingið er að renna út á tíma með að halda sig við dagsetninguna 20. okt., það gefur augaleið.

Væri ekki bara best Helga mín að við kysum ESB aðlögunina endanlega út af borðinu og vinsuðum bestu tillöguliði stjórlagaráðs út, en höfnuðum hinum lakari og það allt á sama deginum.  Það væri nú ekki amalegt svona á aðventunni:-) 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 04:18

10 identicon

Alla liði sem mögulega myndu skerða fullveldi okkar

og/eða fela í sér valdasfsal okkar til Brussel, myndi þjóðin kolfella.

Og ESB aðlögunina kolfellir þjóðin.  Enginn vafi um það.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 04:23

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Auðvitað drengur minn,ég vissi að þú skilaðir skýringum Sigurðar ,,in detail,, ég virði þennan kall,því hann verkar á mig svo sannur. Bjartsýni þín er smitandi,að þjóðin kolfelli.!! Ég hræðist klæki stjórnarinnar,sem hefur völd og freystandi tilboð á takteini,fyrir veikgeðja einstaklinga. En svo ég svari mér sjálf,því skyldi þeir breyta nokkru,geta þeir beitt áróðri svo gegnheilir Íslendingar kjósi aðxxx???? Íslendingar eru ekki talhlýðnir,því passa ég mig á. Þannig fékk ég í eyra frá systur minni að hún ætlaði ekki að kjósa í forsetakosningum,en kella gerði það,frétti af henni í Árnesi og hún játaði að hafa kosið Ólaf,en ég átti ekki að segja henni það,dæmigert ég,hún,við öll. Bíð góða nótt,mr. Pétur.

Helga Kristjánsdóttir, 15.7.2012 kl. 05:21

12 Smámynd: Elle_

Hvar kemur fram að þjóðin vilji nýja stjórnarskrá?  Sigurður Líndal sagði líka að við þyrftum ekki nýja stjórnarskrá, það ætti bara að fara eftir henni.  Sigurður sagði ennfremur að ákvörðun Hæstaréttar verði ekki hnekkt.  Málið er bara enn eitt Jóhönnugælumál.  Punktur.  Svo er ég sammála Helga að ofan.

Elle_, 15.7.2012 kl. 11:44

13 Smámynd: Elle_

M.ö.o. væri það ekki bara markleysa þó Jóhönnustjórnin klúðraði núna.  Málinum var löngu klúðrað.  Í 1. lagi þegar Jóhönnustjórnin fór af stað með þetta Jóhönnuhobbí.  Í 2. lagi þegar vaðið var yfir Hæstarétt sem hefur útslitavald samkvæmt stjórnarskrá.  Það segir hvergi í stjórnarskránni að Jóhanna Sig. og Þorvaldur ´þjóðarvandamál´ stýri Hæstaréttardómum. 

Og sammála Hilmari með Ólínu.  She is fa-a-ar too much.

Elle_, 15.7.2012 kl. 14:11

14 identicon

Madame Helga, vegna góðrar næturkveðju þinnar svaf ég óvenjulega vært, takk:-)

En til að taka af öll tvímæli, þá er ég alls ekki talsmaður nýrrar stjórnarskrár, heldur viðbóta við þá gömlu. 

Þar vantar kafla um skýlausan eignarrétt þjóðarinnar yfir helstu auðlindum okkar og einnig mannréttindakafla, þannig að tryggt sé að mannréttindi okkar Íslendinga, sem þraukað höfum hér í um 1140 ár, séu ekki lakari en innflytjenda, sem koma hingað ótalandi en vel tenntir og virðast iðulega njóta meiri mannréttinda en við.  Það þarf að lagfæra, breyta og við-bæta. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband