Þorsteinn Páls og ónýta ESB-ið

Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að 16. júlí 2009 er ekki lengur til nema að nafninu til. Þau 27 ríki sem mynda sambandið eru klofin niður í rætur: 17 ríki sem búa við evru og tíu með eigin gjaldmiðla. Þorsteinn Pálsson vill enn að Ísland gangi í ESB en tekur ekki fram hvort Ísland eigi líka að sækjast eftir evru-aðild.

Orð seðlabankastjóra Þýskalands um að Spánn þurfi ,,komplett" aðstoð staðfesta að fjórða stærsta hagkerfi evru-svæðisins er í reynd gjaldþrota. Ítalia, sem er þriðja stærsta hagkerfi með evru sem lögeyri, er við það að komast í þrot.

Evrunni verður ekki bjargað nema stofnað verði til Stór-Evrópu þar sem ríkin 17 framselja fjárveitingavaldi til sameiginlegs ríkisvalds. Fæstir veðja á að þessi leið verði farin enda skortir lýðræðislegt lögmæti fyrir henni; almenningur í Evrópu  styður ekki fálm stjórnmálamanna í þá átt.

Hvort og hvernig evru-samstarfinu verður bjargað er opin spurning. Um hitt er ekki deilt að Evrópusambandið er búið að vera í núverandi mynd.

ESB-sinnar eins og Þorsteinn Pálsson skulda Íslendingum skýringar á þeim glannaskap að ætla Íslandi aðild að Evrópusambandi í upplausn.


mbl.is Bankarnir endurspegla hagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Allt í góðu hérna í Evrópusambandinu. Sumarið er frekar slappt hingað til, en enginn ræður veðrinu. Kveðja úr Evrópusambandsríkinu Danmörku.

Jón Frímann Jónsson, 14.7.2012 kl. 19:21

2 Smámynd: Elle_

Allt í góðu líka okkar megin í okkar fullvalda landi óinnlimuðu í Brussel-einangrunarveldið.  Nema það að Brusselklíka Jóhönnu og ´gungur og druslur´ eru enn við völd.

Elle_, 14.7.2012 kl. 19:59

3 identicon

Það er með miklum ólíkindum að enn skuli finnast fólk meðal Íslendinga sem telur sér trú um að Ísland muni einangrast, ef við ekki framseljum fullveldi þess og auðlindir til Bruxelles.

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 20:03

4 identicon

Er þetta ekki dásamlegt? Núna þegar sambandið logar stafnana á milli þá vill Þorsteinn fara að ræða málin en þó með þeim inngangsorðum að þetta sé í raun ESB andstæðingum að kenna.  Þeir hafi ekki komið með neinar tillögur að lausnum á okkar vandamálum og að þar með beri þeir ábyrgð á því að ESB sinnar hafi "neyðst" til þess að óska eftir inngöngu í samband sem virðist ekki vera til lengur.

En ESB þurfti að hrynja fyrir framan augun á ESB sinnum áður en það mátti tala um aðrar lausnir á okkar málum. Samfylkingarfólk hefur talað niður til allra sem hafa komið með tillögur sem ekki miðuðu við inngöngu í sambandið.

Fram að þessu þá hefur t.d ekki mátt minnast á Kanada dollar eða norskar krónur því að við fáum jú Evru við inngöngu.

Það má ekki tala um neina aðra lausn á gjaldeyrishöftunum en að taka upp Evru og að jöklabréfaeigendur fái allt sitt bætt upp í topp.

Það hefur ekki mátt afnema verðtryggingu því hún færi jú sjálfkrafa af við inngöngu.

Það mátti ekki lækka vexti því það gerist sjálfkrafa við inngöngu í ESB.

Það mátti ekki berjast í Icesave málinu því þá færi ESB umsóknin í vaskinn. 

Það mátti ekki beita kröfuhafa hörku og hjálpa heimilunum því þá færi umsóknin í vaskinn.

Mér er spurn: Hver er hinn raunverulegi kostnaður þjóðarinnar af þessari ESB vegferð sem núna reynist vera lokaður botnlangi?

Síðustu 4 ár munu verða skráð í sögunni sem tapaður tími. Það er sárt að horfast í augu við það en við höfum í raun notið leiðsagnar algjörra hálfvita. 

Seiken (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 20:45

5 Smámynd: Elle_

Og ekki má lækka gjöld og tolla og skatta.  Nei, hækka, hækka upp úr öllu valdi.  Með öllum þessum ömurleika gæti Brusselklíkan í forinni platað okkur vitleysinga.  Hvað allt mundi nú lagast við yfirtöku Brussel og veran í sambandinu yrði æðisleg.  Og einn og einn Jón og Ómar trúði.

Elle_, 14.7.2012 kl. 21:02

6 identicon

Verður þetta batteri ekki bara látið fjara út eins hægt og mögulegt er til að bjarga því sem bjargað verður og forðast höggbylguna sem það yrði á hagkerfi heimsins ef þetta mynda hrynja snögglega?

Örn Ægir (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 21:47

7 identicon

Enn finnast hér á landi einhverjir blábjánar og grasasnar,

gjarnan fyrrverandi þingmenn, ráðherrar og sendiherrar,

auk hellings af embættis júró-bíró-krötum

sem halda að þeir geti slökkt eldana í Evrópu með hlandi sínu.

Í létt klikkaðri kæti sinni, sem minnir helst á útrásar-blæti,

ástunda þeir enn sína miklu hlandbunukeppni um að míga svo langt,

að dugi frá kögunarhólum þeirra - þvert yfir Atlandshafið - til suðurs.

En allt venjulegt fólk sér að hland þeirra er einungis dapurleg rekja

til marks um þeirra eigin impótens. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 22:11

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Elle, Hvað er að frétta af gjaldeyrishöftunum þennan mánuðinn ?

Jón Frímann Jónsson, 14.7.2012 kl. 22:57

9 Smámynd: Elle_

Brusselveldið er að hugsa um að taka upp gjaldeyrishöft.  Og voru gjaldeyrishöftin okkar það eina sem þú fannst fyrir yfirtökunni?  Við erum ekki það græn að blekkingarfor Jóhönnu með ´gungunum´ plati okkur.  Við kjósum frelsi með 92% hins stærri heims.

Elle_, 14.7.2012 kl. 23:11

10 identicon

Jón, færðu bæturnar í krónum eða evrum?

Hilmar (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 23:15

11 Smámynd: Elle_

Enn verra, Jón Frímann, dýrðarsambandið þitt með glæsievruna verður kannski að taka upp gjaldeyrishöft þvert gegn þeirra valdrembingi og vilja.  Hvað koma gjaldeyrishöftin annars okkar fullveldi við??

Elle_, 14.7.2012 kl. 23:30

12 identicon

Sæll.

Það sem ESB sinnar átta sig ekki á að með hverjum mánuðinum sem líður án þess að nokkur lausn fáist á vandræðaganginum innan ESB verða þeir sjálfir sífellt hlægilegri. Þeir eru í  reynd að jarða sig með eigin málflutningi. Það sem Páll nefnir ekki í ágætum pistli sínum er að svo hægt sé að gera þær breytingar sem hann nefnir verður að breyta stofnsáttmála ESb og það er ekki gert á skömmum tíma.

Leiðtogar ESB skilja ekki vandann og geta því ekki leyst hann, þetta lið virðist njóta athyglinnar sem fundum fylgja en engar eru lausnirnar. Hvað eru leiðtogar ESB búnir að reyna lengi að leysa vandann? Enn hefur ekkert verið leyst.

@JFJ: Gjaldeyrishöftin eru mannanna verk og hafa ekkert að gera með krónuna frekar en þessar hrikalegu skuldir sem slappir stjórnmálamenn létu okkur undirgangast svo við hefðum trúverðugan gjaldeyrisvaraforða. Lánum okkar á að skila sem fyrst.

Svo gleymir hinn ágæti JFJ því að Frakkar eru nú byrjaðir á sinni salíbunu niður á við, innan fárra ára verða vextir á lán til þeirra farnir að skrúfast upp og þá fyrst byrjar ballið :-)

Helgi (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 23:40

13 identicon

  • Þetta er dýrðlegt, þetta er dásamlegt, þetta er hinn skínandi stígur: 

  • Það er alveg á pípandi tæru að Þorsteinn Pálsson og Bjarni Benediktsson, fyrrverandi og núverandi formenn "Sjálfstæðis" Flokksins, eru fullkomlega aðlagaðir og staðlaðir og gæðavottaðir.  Þeir feta sjálfum sér viljugir hinn skínandi stíg okkar dýrðlegu skjaldborgarstjórnar.

  • Við lifum ekki bara í allra besta heimi, heldur eigum við allra bestu ríkisstjórn og allra besta "Sjálfstæðis"Flokk í öllum heiminum og það er ekkert oflof, heldur ísköld staðreynd.

    Það hljóta allir að sjá.

  • Og það allra dásamlegasta við okkar dýrðlegustu ríkisstjórn allra tíma, er hvað hún passar vel upp á opin-beran lífeyri allra okkar stórkostlegu þingmanna, ráðherra og embættismanna, og gerir þar engan mun á þvi hvort þeir eru fyrrverandi eða núverandi og heldur ekki hvar í dýrðlegum 4-Flokknum þeir eru, því þar gildir í stíl ESB, allir fyrir einn og einn fyrir alla (eða svo er sagt).  Það er afskaplega sætt og jákvætt.

    Og lofum áfram, já áframa dýrðina og dásemd hinna útvöldu:

  • Það var hreint dásamlegt afrek hjá helferðarstjórninni þegar henni tókst að fá Vigdísi Finnbogadóttur og alla hina ellibelgina, fyrrverandi þingmenn og ráðherra og sendiherra og skattstjóra og efnahagsböðla og embættismenn eftirlitsstofnana ríkisvaldsins,

    hjörð hinna opin-beru á útbólgnum og ríkis-verðtryggðum uber-lífeyri,
    á kostnað alls hins sauðvarta al-mennings,

    að grátbiðja þjóðina um að taka á sig öll þeirra vanhæfu verk, sem birtust okkur, hinum sauðsvarta al-menningi þessa lands í formi Icesave.

    Og sendiboði almættisins mælti og skrifaði haug af kaldastríðskveðjum:

    „Yður er nú boðað fagnaðareindi vort. Yður, sauðsvörtum pöbulnum skal nú slátrað og blóð allra yðar skítlegu afkomenda skal drjúpa í svörðinn, fyrir hönd vors dýrðlega auðræðis og nómenklatúru-fasisma. Vér krefjumst að yður verði fórnað og öllum yðar afkomendum, svo vér og vorir afkomendur munum einir erfa landið og selja miðin til Brussel.“

    Og þeir Þorsteinn Pálsson og Bjarni Benediktsson, fyrrverandi og núverandi formenn "Sjálfstæðis"Flokksins hrópuðu Já, já áfram.

  • Er þetta ekki allt saman hreint út sagt dásamlegt?

  • Við verðum að átta okkur á því, að okkur hinum al-mennu og vesælu,
    er ekki gert að skilja dýrð þeirra, vegir þeirra eru órannsakanlegir.  Eina sem við aum getum gert er að bjóða þeim kinnina og syngja með Þorsteini Pálssyni og Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi og núverandi formönnum "Sjálfstæðis"Flokksins, Valhallar slagara þeirra:

  • „Hit us, hit us -Holy Johanna and your Blockheads- hit us, with your rhytm stick.  Hit us, hit us, hit us...ss...sr“

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 00:22

14 identicon

ESB-dindla slagarinn; makríl á meðan hlustað er?: 

http://www.youtube.com/watch?v=u6idHmoe5EM

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband