Monti tók Merkel í bólinu

Merkel kanslari Þýskalands var sofandi eftir síðasta neyðarfund leiðtoga evru-ríkjanna þegar Mario Monti forsætisráðherra  Ítala útskýrði niðurstöðu næturfundarins fyrir fjölmiðlum. Merkel kom út sem tapari en Monti sigurvegari. Á þessa leið greinir Frankfurter Allgemeine eftirmála neyðarfundarins.

Túlkun Monti á fundinum var að Merkel hefði gefist upp fyrir kröfu Ítala og Spánverja um beina aðstoð Seðlabanka Evrópu við gjaldþrota banka annars vegar og hins vegar vægari kröfum um niðurskurð í opinberum rekstri þeirra ríkja sem þiggja neyðarlán frá Evrópusambandinu.

Monti nefndi ekki alla fyrirvarana sem Þjóðverjar settu í texta samkomulagsins, s.s. um að áður en bönkum yrði lánað beint yrði að smíða sam-evrópskt bankaeftirlit (og það tekur í það minnsta tvö ár).

Túlkun Monti á samkomulaginu entist í tíu daga eða svo á fjármálamörkuðum. Í reynd leysti neyðarfundurinn ekki neitt. Enn er óljóst hvað verður um evruna. 

Samkvæmt nýrri skýrslu frá Merril Lynch eru auknar líkur á að evru-samstarfið gliðni.


mbl.is Ávöxtunarkrafan á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf,allstaðar sam-eitthvað!! sam-evrópskt, Sam-fylking,konur allstaðar í sam-fararbroddi.

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2012 kl. 12:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og draumur Össurar samkvæmt viðtali i Pressunni er að komast inn í ESB.  Hversu veruleikafyrrtur getur einn maður orðið. h

Draumurinn?

Að Ísland verði aðili að

Evrópusambandinuttp://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/ossur-skarphedinsson-yfirheyrdur-myndir

Og

áfram er böðlast í að láta drauminn rætast, án þess að huga að því að þjóðin er ekki sammála honum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2012 kl. 13:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flott fyrirsögn !

Jón Valur Jensson, 13.7.2012 kl. 18:04

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Annars er þetta alveg tilefni til að rifja upp "gamla" vísu:

 

 

Við tökum ekki mark á monti,

maðurinn er alveg frá sér.

Eins þótt sé úr fremsta fronti,

sem fyrst hann þarf af rugli' að ná sér.

Þá er kannski' á vizku von,

vilji'hann fleygja Lissabon-

sáttmálanum sorphaug á–––

sannlega' á þar heima, já!

Jón Valur Jensson, 13.7.2012 kl. 18:08

5 identicon

Er það ekki góður staður?

þór (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband