Þýskalandsforseti í stöðu Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar Grímsson forseti varð að velja á milli þingvilja og þjóðarhagsmuna þegar hann hafnaði að undirrita Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Forseti Þýskalands, Joachim Gauck, stendur frammi fyrir sama vanda og Ólafur Ragnar.

Gauck dregur það að skrifa undir lög sem heimila stofnun björgunarsjóðs fyrir evruna. Ástæð dráttarins er kæra til þýska stjórnlagadómstólsins frá Þjóðverjum sem segja lögin fara á svig við stjórnarskrána. Spjótin standa á Gauck líkt og Ólafi Ragnari.

Lærdómurinn: í embætti þjóðhöfingja þarf einstakling sem bilar ekki á ögurstundu. Í Icesave-málum stóðst Ólafur Ragnar prófið. Aðrir frambjóðendur eru próflausir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki valdatæki sem vantar  hér á landi Stjórnarskrár dómstóll?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 11:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Óhætt er að telja Ólaf Ragnar forseta,til merkustu sona Íslands. Hann veit fyrir hvað hann sór í embættistöku sinni og víkur sér ekki undan að verja þjóð sína og Stjórnarskrá,sem óbilgjörn öfl vilja troða á. Orðstír hans fer nú um allan heim.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2012 kl. 12:07

3 identicon

Einmitt málið.

Ólafur gerði það rétta þegar fyrrverandi samherjar heimtuðu að hann skrifaði undir ódæðisplagg.

..Og ekki nóg með það.  Alheimsbankamafían með Evrópubatteríið ýtti líka á.

Næstum undarlegt að leigumorðingi hafi ekki verið sendur frá Sikiley á kallin.

Fyrir þetta ættu allir með viti að kjósa hann aftur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 12:14

4 identicon

Hvar er bókhaldið hans Ólafs? Er eitthvað vandamál í sambandi við það?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 14:20

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Orðstír Ólafs berst um allan heim,.vildi ég sagt hafa.... Joachim Gauk,forseti Þýskalands,þarf að meta það hvort hann skrifi undir lög sem heimila björgunarsjóð fyrir Evruna. Varla förum við að skipta okkur af því,en gleðjumst þegar grillir í þjóðerniskennd í öðrum löndum,sem sætta sig ekki við að stjórnvöld fari á svig við Stjórnarskrá þeirra,nokkuð sem við höfum orðið fyrir og munum aldrei sætta okkur við. Svo eru þeir brotlegu að hvetja til sátta!! þeim væri hollast að byrja að efna loforð sín. Er sagðir vera enn að leggja á ráðin í Icesave 5, með köfunarbúning í vitunum.í djúpinu að dulbúast,sem fyrr.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2012 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband