Vg og Samfó með gagnólíka hagsmuni

Samfylkingin veðjar á kosningabaráttu sem gengur út á að vera eini ESB-flokkurinn í framboði. Allt bakland Vinstri grænna æpir gegn ESB-aðild. Ríkisstjórn með útistandandi ESB-umsókn þjónar kosningahagsmunum Samfylkingar en er fullkomlega andstæð hagsmunum Vinstri grænna.

Forysta Vinstri grænna sendir reglulega út pólitísk skilaboð um æskilegan samruna á vinstri kanti stjórnmálanna. Samfylkingin sem heild hefur ekki áhuga á samruna við Vg. Ríkisstjórn Jóhönnu sýnir svart á hvítu að þjóðin styður ekki slíka stjórn. Kosningaúrslitin vorið 2009 verða ekki endurtekin næsta mannsaldurinn.

Innan við ár er í næstu kosningar og spennan vex, bæði milli stjórnarflokkana og innan þeirra, sem felur í sér pólitíska lömun.  Ríkisstjórn Jóhönnu varð til sem starfsstjórn og líklega endar hún einnig sem slík.

 


mbl.is Skylda VG að grípa í taumana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman væri að vita hvort Steingrímur og Jóhanna, eru tilbúin að eftirláta Fjölskylduhjálpinni, skötuselskvótan sem er upp á 2000 tonn,í stað þess að afhenda hann án endurgjalds, til þeirra sem eru fyrir með kvóta í skötusel, svo þeir geti leigt hann norðu og á vestfyrði fyrir 250 kr/kg.

Síðan mætti hugsa sér að nota eitthvað af þessum 500 miljónum í tannviðgerðir fyrir fátæk börn.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 15:38

2 identicon

Pólitískt sjálfsmorð algjörlega óhæfs fólks og öfgamanna.

Karl (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 15:55

3 identicon

Auðvitað er borðleggjandi að þessi ríkisstjórn hangir saman út kjörtímabilið.

 Hversvegna ?

 Svarið er ofur einfalt. Samkvæmt Gallup er sameiginlegt fylgi þeirra 22,8%, sem segir með öðrum orðum, að annarhver þingmaður þessa skelfilega hægjuliðs, mun " mæla Austurstræti"næsta vor !

 Það eru eingöngu þingfaralaunin sem halda þessu væskings liði saman.

 Það verður þjóðhátíð í tvennum skilningi 17.júní að ári !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 17:58

4 identicon

Þjóðin telur niður dagana þar til hún losnar við óværuna, þetta hryllilega fólk.

Rósa (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 18:09

5 Smámynd: Sólbjörg

Segum tvær Rósa. Vona á hverjum degi að ríkistjórnin falli.

Sólbjörg, 5.6.2012 kl. 18:27

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þór Saari og hans hiski hjálpar Ríkistjórnini að halda velli..

Vilhjálmur Stefánsson, 5.6.2012 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband