Illugatexti Þorvaldar

Félagarnir úr stjórnlagaráði Samfylkingar, Illugi Jökulsson og Þorvaldur Gylfason, eiga fleira sameiginlegt en áhuga á stjórnarskrárbreytingum.

Eftir að Jón Steinar upplýsir að hann ætli að stefna Þorvaldi fyrir meiðyrði vegna texta sem Þorvaldur skrifaði í þýska útgáfu og birt er í íslenskum búningi í Skírni stekkur Illugi fram og segir að íslenska útgáfan sé meira á ábyrgð Illuga sjálfs fremur en Þorvaldar.

Einhver ónefndur keypti Illuga til að þýða texta Þorvaldar. Þýðingin fól í sér að stytta höfundarverkið um helming, til að það ,,passaði Skírni", skrifar Illugi og bætir við

Það var partur af mínu þýðingarverki og ég gerði það nær algjörlega án samráðs við Þorvald.

Þetta ,,nær algjörlega án samráðs" er stílbragð Illuga til að firra Þorvald grun um hugleysi því að meiðyrðin í þýsku greininni hurfu í þýðingunni.

Skírnisgreinin er verulega breyttur texti frá upphaflegri útgáfu Þorvaldar, samkvæmt Illuga. Við skulum öll vona að skilmerkilega komi fram í Skírni að Illugi sé meðhöfundur Þorvaldar; lágmark að útskýrt sé að Illugi hafi þýtt og stytt. Annars er Illugi draugahöfundur Þorvaldar og báðir ómerkingar.

 

 


mbl.is Stefnir Þorvaldi fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jón Steinar er ekki að leggja fram kæru á Þorvald æðsta ráðsmann, vegna íslensku útgáfu greinarinnar, heldur vegna ritraðarinnar allrar sem Þorvaldur byrti í háskólanum í Munchen.

Því breytir eingu þó Illugi hlaupi fram á tær sér, enda ekki nýtt af hans hálfu. Meiðyrði Þorvaldar standa eftir sem áður.

Gunnar Heiðarsson, 30.5.2012 kl. 11:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og enn og aftur komum við að akademískri ábyrgð Páll.  Hvar skyldi nú línan liggja hér í samanburði við Vantrúarmálið?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 12:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski er Þorvaldur varinn af hinu óbeislaða akademíska frelsi hér og að ákúrur nafna mín séu ekkert annað en árásir á það frelsi?

Tjah...þegar stórt er spurt...

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 12:05

4 Smámynd: Jón Magnússon

Allt er þetta Þorvaldi til hinnar mestu skammar og raunar Illuga Jökulssyni líka, en þeir hafa greinilega verkskipta aðild að því að koma röngum og ósönnum fullyrðingum sem og dylgjum á framfæri. Það er raunar ekki fyrsta skipti sem Þorvaldur heldur fram hlutum vegna þess að einhverjir ónefndir hafi sagt sér það. Það gerði Gróa á Leiti sú þekkta kona líka á sínum tíma.

Jón Magnússon, 30.5.2012 kl. 13:07

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ótrúlegt að fullorðið fólk sé að draga svona tittlingaskít fyrir fokdýra dómstóla. Málið snýst ekkert um neitt nema snobbkúltúr og barnaskap fólks sem heldur að það sé aðallinn á landinu.

Og að þetta skuli vera dómari sjálfur sem sé að standa í svona, gerir ekki málið betra. Er verið að reyna að koma lögmannastéttini enn betur á spenann hjá kerfinu? Kanski þetta verði eins og í USA þegar skemmtanir eru annaðhvort Disneyland eða hlusta á safarík réttarhöld....

Það er kanski framtíðin að geta ekki sagt það sem manni langar án þess að vera stefnt og lögmenn mati krókinn á "málfrelsinu"...

Svona mál gera menn upp á milli sín sjálfir, ef þeir eru í lagi. Ef allir færu með svona bull fyrir dómstóla yrði að flytja inn lögmenn til að anna öllu ruglinu...

Óskar Arnórsson, 30.5.2012 kl. 17:32

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndi heimurinn ekki bara hreinlega farast Óskar? Óþarfi að halda aftur af sér. Let it out.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 18:30

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að þetta skuli vera Hæstarréttardómari sem er að er "flassa" opinberlega yfir engu, er eins kerling sem fer fyrir dómstóla vegna óréttlætis með þvottatíma í fjölbýlishúsi...

Ég er að tala um misnotkun á dómstólum. Það virðist ekki vera sama hver leggur fram mál til úrlausnar í réttarsölunum ...

Óskar Arnórsson, 30.5.2012 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband