Rétttrúnaður í háskólasamfélaginu

Eineltið sem Bjarni Randver Sigurvinsson varð fyrir af hálfu sértrúarsöfnuðar er því alvarlegri að siðanefnd Háskóla Íslands lét nota sig sem verkfæri til að berja niður umræðu. Háskóli Íslands er verulega laskaður eftir uppákomuna.

Hornsteinn háskóla er frjáls umræða. Siðanefnd sem lætur hafa sig út í að rannsaka bullákæru sértrúarhóps sem gagngert er sett fram til að þagga niður umræðu kann ekki skil á grundvallaratriðum háskólasamfélagsins.

Kæra sértrúarhópsins byggir á ofstæki rétttrúarmanna - það sést í mílu fjarlægð. Háskóli Íslands þarf að útskýra hvers vegna siðanefnd á vegum skólans gerði sig að þjálu verkfæri sértrúarsafnaðarins.


mbl.is Akademískt frelsi kennarans ekki virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías Ásgeirsson, 30.5.2012 kl. 08:57

2 identicon

Hvers vegna þarf þjóðin að halda uppi þessu hlægilega háskólasamfélagi og þessu hlægilega ríkisútvarpi?

http://eirikurjonsson.is/ruv-kallar-herdisi-hjordisi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 09:40

3 identicon

"Akademískt frelsi kennarans ekki virt"? Má sem sagt bara kenna hvaða vitleysu sem er og vísa til akademísks frelsis ef út á það er sett? Það þarf að loka þessari guðfræðideild HÍ áður en svona rökstuðningur fyrir því að kenna þvælu flyzt yfir í aðrar deildir skólans.

Slöttólfur (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 10:22

4 identicon

"Gott rekstrarumhverfi, öflugir stjórnendur, mikill vilji til vaxtar og sérstök fyrirtækjamenning eru ástæður þess hversu hratt íslensk útrásarfyrirtæki hafa vaxið á síðustu árum" segir Snjólfur Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands í 24 stundum 8. desember 2007.

Hann er líka bjartsýnn á framhaldið, segir útrásarfyrirtæki hafa byggt upp starfsemi erlendis og hafa mikla burði til að skila áfram miklum tekjum á næstu misserum.

Af hverju geta þessir menn ekki fjármagnað sitt uppistand sjálfir?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 10:36

5 identicon

Þetta mál er Vantrú og Háskólanum til háborinnar skammar. Satt best að segja bar ég ákveðna virðingu fyrir Vantrú - sem aktivistasamtökum sem hafa heilmikið til síns máls, en framganga þeirra gagnvart Bjarna, og bægslagangur eftir að í ljós kom hversu hörmulega Háskólinn hafði brotið gegn honum, hefur orðið til þess að ég ber litla sem enga virðingu fyrir þessum félagsskap lengur. Satt best að segja hef ég frekar íllan bifur á þessu félagi - og þó er ég eins langt frá því að vera "kristinn" og flestir félagar í Vantrú.

Ef Vantrú vill að upplýst, víðsýnt og menntað fólk líti á félagið sem eitthvað annað en einhverskonar ofstækissamtök, sem njóta stuðnings þeirra sem deila með þeim skoðunum og engra annarra, þarf félagið að athuga sinn gang. Það mætti til dæmis biðja Bjarna afsökunar eða harma hvernig þetta fór allt. Maðurinn hefur svo sannarlega tekið út refsingu sem er margfalt þyngri en nokkur sá glæpur eða yfirsjón, raunveruleg eða ímynduð, sem Vantrú telur hann hafa framið.

magnus (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 10:41

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Þetta er sami háskólinn og þykist ætla að vera með þeim 100 bestu.  Ætti frekar að vinna að því að vera ekki með þeim 100 verstu.

Það hefur líka sýnt sig að Vantrú er ekkert annað en sértrúarhópur og hagar sér sem slíkur.  Taka ber mark á þeim hópi í samræmi við það.

Steinarr Kr. , 30.5.2012 kl. 11:17

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú nennir Páll, þá máttu lesa þig hér til um hugtakið akademískt frelsi, sem er ekki óumdeilt svo ekki sé dýpra tekið í árinni.

Það kemur fram í fyrstu línunum um hvað er að ræða. Yfirlætisleg og geðþóttaleg túlkun háskólamannanna sem eru hér dómarar í eigin sökum á fátt skylt við hefðbundna túlkun hugtaksins. Sér í lagi ef tekið er tillit til málsatvika. 

Persónuárásir (ad hominems) og niðrandi tal um afmarkaðan hóp á ekkert skylt við vísindalegar skýringa í trúarbragðafræðum, sem voru yfirskrift fyrirlestursins.  Ég hefði viljað sjá viðbrögð hins pólitíska réttrúnaðar ef álika nálgun hefði verið notuð við trúarbrögð þau er um er fjallað í fyrirlestrinum. 

Eðlilegt hefði verið að hlutlausir aðilar hefðu fellt dóm í málinu. Þetta er aftur á móti til háborinnar skammar og raunar grátbroslegt yfirklór. 

Það er svo kannski rétt að gera þá athugasemd við að fjallað skuli um trúleysi yfirleytt í fyrirlestri um trúarbrögð heimsins. En menn geta vafalaust deilt um það.

Ofstækisleg orðnotkun þín hér gerir þig annars algerlega ómarktækan og aumkunarverðan.  Mér þykir það synd, vegna þess að það gerir þig fyrir vikið ótrúverðugan og gjaldfellir þig í öðrum og verðugri málflutning.  Það liggur við að maður biðji þig um að halda þig frá slíku svo þú skaðir ekki þann málstað.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 11:34

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo biðja magnus og Steinar Kr. vinsamlegast að kynna sér málið áður en þeir fella sína sleggjudóma. Móðursýkisleg umfjöllun fjölmiðla og þá sérstaklega MBL um málið á fátt ef nokkuð skylt við málsatvik. Þar er búið til píslarvætti og þyrlað um moldviðri án þess að taka efnislega á einfaldri kvörtun og ábendingum akademíska ábyrgð. Frelsi fríar menn nefnilega ekki frá ábyrgð og siðgæði.

Lesið glósurnar og fullyrðingarnar og prófið að setja nafn á einhverjum trúarhóp þarna í staðinn.  Umfjöllunin hefur verið algerlega einhliða og drifin af hatri gegn þeim sem gagnrýna hinKristnu trúarbrögð framar öðru. Skinhelgin og rangfærsluurnar eru gersamlega út úr öllu korti.

Ég bið ykkkur í alvöru og af fullri einlægni að leggja á ykkur þann krók að skoða málið frá báðum hliðum og hvernig það þróaðist út í þessa móðursýkislegu umfjöllun.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 11:53

9 identicon

Í alvöru og fullri einlægni þá er þetta mál ekkert einsdæmi. Í stað þess að ræða háskólasamfélagið í heild þá er einblínt á Bjarna Randver. Dæmigert einelti sem svokallaðir jafnaðarmenn sérhæfa sig í. Þetta mál afhjúpar þeirra aðferðafræði. Þeir þykjast svo djöfulli gáfaðir en eru bara viðbjóðslegir.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 12:08

10 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sæll, Páll, og þakka þér góðan pistil.

Ég hef kynnt mér Vantrúarsöfnuðinn nokkuð rækilega, sérstaklega aðferðafræði hans, og ég get heils hugar tekið með hverju orði sem "magnus" ritar hér að ofan (aths. nr. 5). Það virðist liggja í eðli þessa hóps að hann reynir að þagga niður alla gagnrýni, sem fram kemur á Vantrú, eða kæfa hana með orðavaðli. Mér sýnist sú ætla að verða raunin hér líka.

Eftirtektarverður er valdastrúktúrinn hjá þessum söfnuði. Það virðast mestmegnis 4-5 menn svara fyrir félagið, en sjaldnast eru það stjórnarmenn Vantrúar. Þannig tók t.d. þáverandi formaður Vantrúar (málshefjandi/ sá sem lagði inn kærurnar hjá HÍ) engan þátt í opinberum vörnum fyrir félagið þegar það lá undir ámæli undir lok síðasta árs og í upphafi þessa árs, og flestir aðrir stjórnarmenn Vantrúar héldu sig líka fjarri þeirri umræðu. Núverandi formaður, sem og varaformaður, ritari og gjaldkeri hafa einnig verið einkennilega fjarverandi sem forsvarsmenn félagsins í allri umræðu. Þetta vekur óhjákvæmilega nokkrar spurningar, held ég, um hverjir stjórni félaginu í raun.

Þá er einnig eitt einkenni félagsins að það er með nokkra "lausamenn" á sínum snærum, þ.e. fáeina málsvara, sem verja söfnuðinn undir drep, sama hvað á dynur, en setja svo upp sakleysissvip og segjast aðspurðir ekki tilheyra félagsskapnum sjálfir. Ég vil vekja athygli á þessum þætti í þeirri umræðu, sem spjallþráður þinn virðist ætla að vekja.

Annars gerði Harpa Hreinsdóttir feykigóða og mjög rækilega úttekt á þessum félagsskap fyrr á þessu ári og má nálgast þá umfjöllun á harpa.blogg.is. Hún tók einnig til skoðunar "Stóra Vantrúarmálið" nákvæmar en nokkur annar hefur gert í opinberri umræðu, mér vitanlega.

Helgi Ingólfsson, 30.5.2012 kl. 12:34

11 identicon

Páll, hefurðu kynnt þér glærurnar sem kvartað var yfir? Hvað finnst þér um þær?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 13:18

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Helgi, kemur þessi greining þín á samsetningu félagsins málinu eitthvað við? Er þetta ekki utan og ofan við það sem um er rætt? Non sequitur? Valdastrúktúr safnaðarins?  

Þú hefur sjálfur ritað langlokur um þínar óupplýstu ranghugmyndir um málið og ég get ekki séð að þú hafir kynnt þér það af öðru en þeim hlutdrægu skrifum sem þú hér bendir á.  Nú færðu enn eina hvatninguna frá mér til að bæta úr því.  Þótt ég sé ekki í félagskapnum, þá get ég ekki orða bundist yfir rætninni, innihaldslausri sjálfumgleðinni og málefnaleysinu.  

Vonandi líðst mér það.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 14:04

13 identicon

Gangi þér vel, Jón Steinar, að sannfæra þennan rætna og ofsóknaróða þverhaus um að kynna sér málið.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 14:16

14 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Trúmál, ásamt umræðu um samkynhneigð, hafa öðrum málefnum fremur tilhneigingu að fara út um víðan völl.

Í málefnum Bjarna og Vantrúar er kjarninn þessi: Vantrú vill stýra háskólakennslu í guðfræði og beitir til þess siðanefnd Háskóla Íslands.

Háskólakennsla, hvort heldur í guðfræði eða öðrum greinum, getur ekki verið undirorpin kröfum félagasamtaka um að svona eða hinsegin eigi að segja frá þessu eða hinu.

Hvernig í veröldinni það gerðist að siðanefnd HÍ tók erindi Vantrúar til alvarlegrar athugunar verða þeir að svara sem um véluðu.

Grunnstoð háskóla á Vesturlöndum er frjáls umræða. Erindi Vantrúar vegna Bjarna er atlaga að frjálsri umræðu. 

Páll Vilhjálmsson, 30.5.2012 kl. 15:10

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu glærurnar Páll og komdu svo aftur.  Það er ekki eitt orð rétt í því sem þú segir hér að ofan. 

Hér hefur þessi umræða ekki farið út um víðan völl.

Vantrú hefur aldrei sýnt tilburði né gert kröfur til að stýra guðfræðikennslu í Háskólanum. 

Háskólakennarar eru bundnir siðareglum og geta ekki vegið að neinum án ábyrgðar. Það gildir bæði um einstaklinga og félagasamtök.  Háskólasamfélagið er ekki ofar öðrum stofnunum að þessum leyti.  Minni á ábendingu mína í blogginu hér á eftir um ábyrgð Þorvalds Gylfasonar í skyldu máli. Þú getur ekki bæði haldið og sleppt Palli minn.

Siðanefnd ber að taka kvartanir til athugunnar ef menn telja að siðgæði sé misboðið. Til þess er hún. Hún fékk hinsvegar ekki næði til að klára umfjöllun um málið vegna þess að hún lá undir skipulögðum ásóknum þess er málið varðaði innan skólans. Það var komið í veg fyrir úrskurð.

Erindi Vantrúar var hluti frjálsrar umræðu en Randver og hans menn komu í veg fyrir þá umræðu og þyrluðu upp moldroki til að koma í veg fyrir að það fengist niðurstaða í hana. Þeir brutu allar þumaputtareglur um akademískt frelsi og siðgæði innan stofnunarinnar.

Á meðan þú lætur það liggja á milli hluta að lesa þessar glærur eða ert sammála þeim af trúarástæðum, þá eru skoðanir þínar á málinu vart marktækar. Eða finnst þér það?

Hvað ef Bjarni Randver hefði matreitt námsefni sitt um múslima, hindúa eða bara Votta Jehóva á sama hátt?  Sem trúmaður hefðir þú líklega verið sammála í hjarta, en líklega þagað þunnu.  Samfélagið allt hefði hinsvegar farið á annan enda af hneykslan.

Ef þú telur einn minnihlutahóp verðugan, háðs, rangfærslna, og fordæmingar umfram aðra, þá er þér sannarlega vorkun.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 15:36

16 identicon

Greinilegt að Páll hefur ekki hugmynd hvað það er að vera sértrúarsöfnuður.

Og hann hefur sjálfur aldri orðið fyrir einelti.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 16:18

17 Smámynd: Steinarr Kr.

Jón Steinar, ég er ekki með sleggjudóma.  Ég fjallaði almennt um HÍ og Vantrú.  Er ekki búinn að breyta um skoðun að þarna sé á ferðinni hópur sem hefur öll einkenni sértrúarsöfnuðar, í þessu máli sem öðrum og bendi á að taka ber mark á þeim í samræmi við það.

Steinarr Kr. , 30.5.2012 kl. 16:19

18 identicon

Segir Steinarr sem stendur með Israel.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 16:36

19 identicon

Vantrú hefur ekki nokkur einkenni sértrúarsöfnuðar. Slík skoðun byggir ekki á öðru en vanþekkingu.

En jafnvel þótt svo væri, á þá slíkur hópur ekki að hafa réttindi til að leita réttar síns ef honum finnst á sér brotið? Stendur slíkur hópur handan mannréttinda?

Færa má ýmis rök fyrir því að Þjóðkirkjan sé ekkert annað en sértrúarsöfnuður. Hún hefur öll einkenni slíks fyrirbæris á meðan Vantrú skortir þau öll. Ef trúa á þinni greiningu ættum við ekki að taka nokkurt mark á henni og hunsa allar kröfur hennar um réttindi í samfélaginu.

Hvergi í lögum er fótur fyrir því að hunsa mannréttindi sértrúarhópa. Þínar skoðanir eru ekki annað en ómarktækur ofstopi, Steinarr

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 16:49

20 identicon

Vantrú sendir inn kvörtun í sértilbúið ferli vegna þess að farið var illa með sannleika og tilvitnanir [ef að mig misminnir ekki var engin tilvitnun á glærunum tekin af sjálfri síðunni] ≠ Vantrú að reyna að stjórna háskólanum

Það þarf engan Mensa-meðlim til þess að sjá það.

Ég myndi spyrja Steinarr Kr. um hvernig Vantrú sé sértrúarsöfnuður ef að ég hefði ekki áhyggjur af því að hann var jafn mikill þverkrútt og þrjóskur og hann Helgi Ingólfsson (sem að er með vænissýki á hættulegu plani).

Halldór L. (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 16:55

21 identicon

Páll, ég varpaði til þín spurningu hér ofar. Ertu til í að svara henni?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 16:58

22 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jón Steinar, þú skrifar

Vantrú hefur aldrei sýnt tilburði né gert kröfur til að stýra guðfræðikennslu í Háskólanum.

Á heimasíðu Vantrúar, þar sem gerð er grein fyrir erindi félagsins, segir

Snemma árs 2010 sendi félagið Vantrú erindi til siðanefndar Háskóla Íslands. Erindið sneri að kennslu í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar, sem kennt var haustið 2009 af Bjarna Randveri Sigurvinssyni við guðfræði- og trúarbragðafræðideild háskólans. Í námskeiðinu var m.a. fjallað um Vantrú, og var það mat Vantrúarfélaga að kennsla um félagið hafi verið ófagleg og einhliða.

Töldu félagar kennsluna hafa brotið í bága við siðareglur Háskóla Íslands og ákváðu því að senda erindi til siðanefndar Háskólans, eins og siðareglur Háskólans gera ráð fyrir.

Félagsmenn í Vantrú voru alltaf fúsir til sátta svo lengi sem skilningur væri sýndur á umkvörtunarefninu...

Þetta, Jón Steinar, er tilraun félagasamtaka til að stýra háskólakennslu. Hvaða samtök sem  er, af sértrúarsortinni eða annarri, geta komið með aðfinnslur um ,,ófaglega eða einhliða" framsetningu á málstaðnum. Við höfum tjáningarfrelsi til að fólk geti kynnt afstöðu sína, eins og félagar í Vantrú hafa iðkað eftirminnilega. En þeim nægir það ekki heldur heimta þeir rétt til að ákveða hvernig háskólakennsla skuli fara fram.

Við höfum akademískt frelsi til að háskólaborgarar geti tekið til umræðu hvaðeina án samráðs við félagasamtök. Þegar félagasamtök fara fram á íhlutunarrétt í háskólakennslu er illa komið fyrir hugsjóninni um háskóla.

Páll Vilhjálmsson, 30.5.2012 kl. 17:02

23 identicon

Þessi klausa sýnir reyndar hversu miklir valdafíklar Vantrúarseggir eru. Þeir eru alveg fúsir til sátta sé kvörtun sýndur skilningur og senda inn erindi eins og bent er á í siðareglum HÍ og annar ofstopi. Magnaðir þessir nasistahitlerrasistafasistarsértrúarseggir.

 >3.2 Siðanefnd Háskóla Íslands hefur það hlutverk að skera úr um það hvort siðareglur Háskólans hafi verið brotnar. Nefndin tekur við erindum frá aðilum innan og utan Háskólans, en tekur ekki mál upp að eigin frumkvæði.

Þessir andsk*ar eru svo kræfir að þeir notfæra sér eitthvað óljóst orðafimbulfamb til þess að læsa krumlum sínum í menntastofnanir!

Halldór L. (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 17:12

24 identicon

Halldór L takk fyrir að sýna hversu mikilu kjáni þú ert.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 18:15

25 identicon

Páll (sem ekki svarar einföldum spurningum), finnst þér ekki að menn hafi rétt til að kvarta ef þeir telja á sér brotið? Eru þeir þar með að reyna að stýra kennslunni eftir eigin höfði?

Það er hlutverk siðanefndar að leggja mat á hvort umkvörtunin hafi átt við rök að styðjast, ekki Vantrúar. En siðanefndin fékk ekki til þess nokkurn frið, sem sýnir okkur að eitthvað hafi verið bogið við glærurnar eftir allt.

Hefurðu lesið þær?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 18:45

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Páll: Lestu ekki sjálfur það sem þú peistar inn?  Vantú taldi umfjöllunina ófaglega og einhliða. Ég er raunar hissa á að þeir hafi ekki haft sterkari orð.

"Töldu félagar kennsluna hafa brotið í bága við siðareglur Háskóla Íslands og ákváðu því að senda erindi til siðanefndar Háskólans, eins og siðareglur Háskólans gera ráð fyrir. "

Semsagt þetta var þeirra skoðun á málinu og þeir fóru rétta boðleið með umkvörtun sína. Þeim er það heimilt eins og skýrt kemur fram í reglum nefndarinnar.

Félagsmenn voru svo alltaf fúsir til sátta.

Hvar í þessu ferli sérð þú að verið sé að reyna að stjórna því hvernig kennslan eigi að fara fram?  Þeir gagnrýna efni sem að þeim snýr. Hugmyndafræðilega og persónulega. Þeir vilja láta á það reyna hvort þetta sé virkilega heimilt.

En eins og fram hefur komið, þá fékk siðanefndin ekkert næði til að álykta í málinu vegna ofstækis þess sem undan var kvartað. Kvörtunin hafði engin áhrif á kennslu hans né hans á meðan það var til skoðunnar í nefndinni. Hann vissi á sig sökina og beitti ofbeldi til að koma í veg fyrir úrskurð.

Ég veit ekki hvort það hefur nokkuð upp á sig að svara þér, því þú lest ekki einu sinni það sem ég er að benda þér á.  Þú ert bara búinn að ákveða að þú hafir rétt fyrir þér án þess að kynna þér málið. 

Ég fæ þessa tilvitnun í lög siðanefndar lánaða hjá honum Halldóri hérna fyrir ofan:

3.2 Siðanefnd Háskóla Íslands hefur það hlutverk að skera úr um það hvort siðareglur Háskólans hafi verið brotnar. Nefndin tekur við erindum frá aðilum innan og utan Háskólans, en tekur ekki mál upp að eigin frumkvæði."

Ertu að ná einhverju samhengi í þetta eða þolirðu einfaldlega ekki að hafa rangt fyrir þér?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 19:25

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef nefndinni er ekki líðandi að taka við kvörtunum og fær ekki frið til að fjalla um þær né komast að niðurstöðu, þá leiðir það af sjálfu sér að hana beri að leggja niður. Það yrði þá eini háskólinn í veröldinni sem teldi sig ekki þurfa á slíku "óþarfa" aðhaldi að halda.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 19:28

28 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sértrúarsöfnuðir, eða önnur félagasamtök, eiga ekki að sinna eftirliti með háskólakennslu. Þeir sem ekki fallast á þessa yrðingu grafa undan sjálfri hugmyndinni um háskóla.

Páll Vilhjálmsson, 30.5.2012 kl. 19:38

29 identicon

Góður pistill hjá þér Páll Vilhjálmsson. Maður getur ekki annað en brosað að hinu smellna orðalagi "einelti af hálfu sértrúarsafnaðar"

Karl (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 19:40

30 identicon

Það verður að loka fyrir athugasemdir á þessa "siðanefnd", ef ekki bara leggja hana niður. Algerlega óþarft að hafa einhverja "nefnd" (líklegast bara einhverjir lausamenn Vantrúarseggja) að vasast í kennsluefni háskólans. Það á nú að vera akademískt frelsi!

Ljót árás á menntastofnanir alls staðar að senda kvörtunarbréf þangað sem óskað er eftir þeim.

Halldór L. (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 20:21

31 identicon

En hefurðu lesið glærurnar?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 20:36

32 Smámynd: Steinarr Kr.

Er að ég standi með Ísrael virkilega það hræðilegasta sem ykkur finnst um mig?

Að kalla mig nöfnum fyrir að hafa greinilega ekki pólitískt rétthugsuðu skoðanirnar á þessu félagi er annars frekar aumt.

Steinarr Kr. , 30.5.2012 kl. 20:55

33 identicon

Ég kallaði þig ekki neitt vertu ekki að þessu bullu.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 21:54

34 identicon

Sammála pistli Páls (og hef reyndar eytt tíma í að kynna mér báðar hliðar málsins).

Sigurður (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 00:45

35 identicon

Góður pistill Páll sem minnir á hættuna sem okkur steðjar af sértrúarsamtökum öfgafólks á borð við Vantrú

Björgvin M (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 08:57

36 identicon

             TRÚIN VIRÐIST VERA HÆTTULEG Í ÖLLUM MYNDUM.

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:37

37 identicon

                               TRÚIN  ER   HÆTTULEG OG VARASÖM

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:38

38 identicon

               TRÚIN SKAPAR STYRJALDIR OG AÐRAR ÓGNIR

                        SVO HEFUR ÆTÍÐ VERIÐ.

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:40

39 identicon

Það er undarlegur veruleiki að hafa það að hugsjón að vara við hættulegum trúarhugmyndum og öðrum hindurvitnum, setja á fót vefrit þar sem aðrir með sömu hugsjón fá vettvang til að tjá sig og enda svo með að fá þetta framan í sig, að við séum hættulegur sértrúarhópur! Þetta er í meira lagi öfugsnúið.

Þarf þá ekki að vara við okkur og berjast gegn okkur með stílvopnum? Vantar ekki vettvang til skrifa um hættulega sértrúarhópa? Væri ekki rétt að nota þann vettvang líka til að hvetja til sjálfstæðrar, gagnrýninnar hugsunar og brýna fyrir fólki að stökkva ekki hugsunarlaust á eftir karismatískum gaulurum.

Eða er þessi vettvangur kannski til nú þegar?

Hmm, já, slíkur vettvangur er til og heitir Vantrú, sjá vantru.is.

Mig grunar einhvern veginn að ástæða þess að við erum kölluð sértrúarhópur sé hugsanaleti í bland við fávisku. Af því að við fjöllum um trúarleg efni hljótum við að gera það á trúarlegum forsendum. Nei, trúargagnrýni okkar er ekki trúarleg frekar en tónlistargagnrýni er tónlist. Við gagnrýnum utan frá, á veraldlegum forsendum, ekki á trúarlegum.

Spaugilegast er þó sú staðreynd að með baráttu okkar höfum við fært hugsanalötum fáviskupúkum orðfæri og hugmyndir í hendur, t.d. þá hugmynd að hætta geti stafað af trúarhópum. Hugsunarlaust nota þeir þetta orðfæri og þessa hugsun til að lýsa andúð sinni á okkur, en fatta ekki að með því eru þeir að taka undir málflutning okkar. Til hamingju með það.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:56

40 identicon

Eitthvert varhugaverðasta fyrirbærið í samfélagi okkar er hugsanaletin, þetta viljaleysi til að kynna sér hlutina, en stökkva hugsunarlaust upp á vagn þeirra sem hæst hrópa. Það er í góðu lagi - og jafnvel mikilvægt og nauðsynlegt - að ráðast að skoðunum þeirra sem fara í taugarnar á manni, en slík barátta verður marklaus ef ekki er haft fyrir því að kynna sér hvort manns eigin afstaða sé réttmæt. Sé það ekki gert verðum við að kindahjörð undir hæl karismatískra gaulara og endurómum hugsanatísku hvers tíma gagnrýnislaust. Við höfum öll séð hvert slík fjöldaafstaða getur leitt okkur. Það er hættulegur vegur að feta.

Endilega skrifið gegn hættulegum sértrúarsöfnuðum, I'm all for it. En vinsamlegast kynnið ykkur í hverju það felst að vera slíkur, en étið ekki umhugsunarlaust þvaðrið úr næsta manni.

Kennsla Bjarna Randvers gekk út á að draga upp slíka mynd af félagsskap sem gagnrýnt hefur skipulögð trúarbrögð og önnur hindurvitni. Fyrir það gagnrýnum við kennslu hans, enda teljum við að sú skrípamynd eigi ekki við rök að styðjast. Svo komið þið kverúlantarnir í kjölfarið og takið undir orð hans án þess að sýna málefninu þá lágmarkskurteisi að kynna ykkur glærurnar sem kvartað var yfir. Slík eru vinnubrögð heimskingja.

Vantrú eru baráttusamtök. Barátta okkar fer í taugarnar á mörgum af því að sumt sem við segjum virkar óþægilega á lífsafstöðu þeirra. En barátta okkar fer fram með stílvopnum, ekki ofbeldi. Barátta ein og sér getur aldrei verið nægileg átylla til að kalla einhvern öfgamann.

Hvað má þá segja um verkalýðsbaráttuna alla síðustu öld? Var hún þá bara öfgar og verkalýðshreyfingin sértrúarsöfnuður? Þessi barátta skilaði okkur almenningi öllum helstu lífsgæðum sem við búum við í dag, dró okkur upp úr þeim skít að vera hálfgerðir þrælar undir járnhæl fjármagnseigenda og færði okkur skaplegan vinnustundafjölda, frídaga, veikindadaga án tekjutaps og svo mætti lengi telja. Það dettur varla nokkrum réttsýnum manni í hug að amast við þeirri baráttu, þótt hörð hafi verið á köflum.

Berjumst gegn skaðlegum sértrúarhópum, en vinnum fyrst heimavinnuna svo að baráttan snúist ekki upp í andhverfu sína og fari að beinast að samherjunum fyrir það eitt að þeir fara í taugarnar á fólki.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 11:31

41 identicon

Sigurður, þú segist hafa eytt tíma í að kynna þér báðar hliðar málsins. Segðu mér þá; hvað finnst þér um glærur Bjarna Randvers? Ertu tilbúinn til að ræða innihald þeirra hér og færa rök fyrir réttmæti þeirra? Um þær snýst allt þetta mál og allir þeir dómar sem kveðnir eru upp um Vantrú hljóta að vera á forsendum þeirra.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 11:38

42 identicon

Birgir, ég spurði þig málefnalegra og kurteislegra spurninga um þetta mál á þessum vef 14. desember síðast liðinn. Þú svaraðir ekki. Matthías Ásgeirsson reyndi í það sinn að hjálpa þér, en svör hans voru alls ófullnægjandi. Ég kynnti mér vef ykkar, eins og ég sagði í innleggi þann dag, og reyndar las ég hann einnig síðar. Með þessa reynslu af skoðanaskiptum við talsmenn Vantrúar í farteskinu, er ég ekkert gráðugur að láta þig hlýða mér yfir. Það er tímasóun. Fáein orð mín hér að ofan eru ekki ígildi þess, að ég hafi tómstundir til langra útlistana. En ég skal að vísu svara Páli, ef hann er óánægður með stuðning minn að framan. Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 13:26

43 identicon

Hmm, þetta hefur farið framhjá mér. Áttu link í þessa umræðu svo ég geti gluggað í spurningu þína? Ég get auðvitað líka bara leitað þetta uppi.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 14:02

44 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Með þessa reynslu af skoðanaskiptum við talsmenn Vantrúar í farteskinu, er ég ekkert gráðugur að láta þig hlýða mér yfir."

Sigurður er að vísa í þessar umræður. Leiðinlegt að heyra að svör mín hafi verið "alls ófullnægjandi" og að þetta sé dæmi um slæma reynslu af samskiptum við okkur! Ég sé ekki betur en að svör okkar hafi verið afskaplega málefnaleg. Ef eitthvað vantaði upp á, þá má segja að spurningar Sigurðar hafi verið frekar ónákvæmar.

Matthías Ásgeirsson, 31.5.2012 kl. 16:17

45 identicon

Takk fyrir krækjuna, Matthías. Ég held hún segi allt, sem þarf að segja. Góð kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 16:59

46 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað segir krækjan annað en að þú spurðir spurningar og fékkst málefnaleg svör?

Matthías Ásgeirsson, 31.5.2012 kl. 17:10

47 identicon

Þið eruð klikkaðir, Matti og Birgir. Eða ætti ég að segja; HJALTI?!

Það er alger óþarfi fyrir Pál að lesa glærurnar. Þær eru bara smáatriði. Önnur smáatriði í þessu eru einnig siðareglur og hvað orðið einelti þýðir í raun og veru.

Svo er einnig algerlega óþarft að færa rök fyrir því að Vantrú sé sértrúarsöfnuður. Það hefur enginn þurft að rökstyðja slíkar hæfingar fyrr svo afhverju ættu þeir að fara að gera það núna?

Halldór L. (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 18:19

48 identicon

Já, það er látið heita svo, að spurningar mínar til Birgis hafi verið "frekar ónákvæmar" en Matthías hafi veitt málefnaleg svör. Dæmi hver fyrir sig. Ég spurði "Nákvæmlega hvernig voruð þið rægð? Með hvaða orðum?" Við því kom ekkert beint svar, en reyndar tilvísun með þremur krækjum. Eftir að hafa setið yfir þessum krækjum langa stund (meðal annars einni með öllu birtu efni félagsins), gerði ég aðra athugasemd og sagði: "Á þessu er djúpt, og hljóp ég þó yfir talsvert efni. Ekki er hægt að taka undir með ykkur, fyrr en orðin finnast og nógu skýrar röksemdir varðandi þau." Þar með taldi ég mig hafa gefið ykkur færi á að skýra málið og svara skilmerkilega, en það var ekki notað. Rógur er mjög alvarlegt mál, sem meðal annars getur varðað við almenn hegningarlög, og röng ásökun um slíkt væri þá auðvitað einnig mjög alvarleg. Hin spurning mín varðaði þann trúnað, sem Vantrúarfélagar kvörtuðu sárt yfir, að hefði verið brotinn á sér: "Með hvaða orðum var beðið um trúnað og hverjir gerðu það?" Ekkert svar, og krækjurnar veittu ekki heldur svar, svo að ég gæti séð, helzt hugleiðingar ykkar um háttvísi í garð Þjóðkirkjunnar, sem ekki var spurt um. Nákvæmlega svona fóru orðaskipti fram á þessari gömlu vefsíðu Páls, og nú er ekki lengur tímabært að halda þeim áfram, því að hér er annar pistill til umræðu. En spurningarnar voru mjög nákvæmar, svo að sem erfiðast yrði að kjafta sig út úr þeim. Ósannindi væru að halda öðru fram. Og það skulu vera mín síðustu orð í athugasemdum við hinn nýja pistil Páls. Ég bið hann velvirðingar á að hafa orðið til að draga athygli frá því efni, sem hefur í þetta sinn ákveðið, og almennt er ég mjög ófús til þess.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 01:52

49 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Þar með taldi ég mig hafa gefið ykkur færi á að skýra málið og svara skilmerkilega, en það var ekki notað"

Við höfum skrifað afar ítarlega um þetta mál á síðu Vantrúar. Það að þú hafir ekki fundið svar við spurningum þínum í þeim ítarlegu skrifum bendir til að þú hafir ekki verið að leita að svari í raun.

Matthías Ásgeirsson, 1.6.2012 kl. 09:56

50 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sigurður:

Það er ríkur þáttur í aðferðum Vantrúar að svara ekki spurningum beint, heldur vísa í einhver svör inn á vefsíðu félagsins, og eiga svörin þá oft misvel við spurninguna.

Einnig vil ég benda á að í þessum svarhala sýnist mér flest það hafa komið fram, sem ég spáði fyrir um að ofan (í aths. 10).

Harpa Hreinsdóttir tók fyrir í umfjöllun sinni, á hvern hátt Vantrú drægi dám af sértrúarsöfnuðum og geta áhugasamir skoðað það. Við það má máske bæta að líkt og sértrúarsöfnuðir einkennist Vantrúarsöfnuðurinn af ríkum "varnarháttum", þ.e. félagsskapurinn ver sjálfan sig og hugmyndafræði sína með klóm og kjafti, en lítið virðist fara fyrir innri gagnrýni (hún er a.m.k. ekki sýnileg út á við). Þannig hef ég orðið fyrir þöggunartilburðum, hótunum, upplognum sökum og uppnefnum af hálfu félaga Vantrúar og/eða áhangenda þess, en hef aldrei séð einn Vantrúarmann gagnrýna það sem annar hefur sagt um mig, hversu alvarlegt sem það hefur verið. "Varnarhættirnir" birtast einnig í því að Vantrú er í raun og veru ekki opið félag, heldur lokaður klúbbur -ég hef sótt um inngöngu (enda er ég líklega jafn fjarri því að vera trúaður eins og flestir félagar í Vantrú), en var hafnað. Þekki ég fleiri dæmi um slíkt. Í þessum skilningi er Vantrú lokaður klúbbur frekar en opið félag.

Eitt atriði til viðbótar vil ég nefna: Í hvert skipti sem ég tjái mig um þennan félagsskap rjúka nokkrir Vantrúarmenn eða áhangendur þeirra upp til handa og fóta og ausa yfir mig uppnefnum. Þannig hefur nánast öll þeirra "málefnalega umræða" verið í minn garð, síðan þeir skilgreindu mig sem "óvin" sinn.

Helgi Ingólfsson, 1.6.2012 kl. 11:24

51 identicon

Ég kynnti mér glærurnar um Vantrú, raunar allar glærurnar í "Frjálslyndu fjölskyldunni" (umfjöllun um Vantrú var hluti þeirra en félagið Vantrú fann einnig að glærum um Helga Hóseason o.fl.). Ég kynnti mér líka kennsluefnið, skipulag kúrsins, umsagnir nemenda í kúrsinum, vef Vantrúar, stjórnir og greinahöfunda, sérstaklega vel umfjöllun Vantrúar um þessar glærur, kærur Vantrúar til þriggja aðila innan Háskóla Íslands, úrskurð óháðu nefndarinnar sem Háskólaráð skipaði, skipulagningu "hins heilaga stríðs" Vantrúar á frægu innra spjalli félagsins o.s.fr. Niðurstaða mín er sú sama og það sem þú heldur fram, Páll, í þessari bloggfærslu en ég orðaði hana kannski aðeins penna á sínum tíma ;)

.

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 11:39

52 identicon

Greiningu á félaginu Vantrú snemma árs 2012 má sjá hér:

http://harpa.blogg.is/2012-01-14/vantru/

Síðan þá hefur félagið Vantrú skipað nýja stjórn með konur í meirihluta og nokkrar (að vísu sorglega fáar) skeleggar konur hafa verið duglegar að skrifa greinar á vantrúarvefinn. Því sé ég sé ekki betur en félagið Vantrú hafi sjálft brugðist við þessari greiningu minni og reyni nú ákaft að fjarlægjast þá staðalmynd strangtrúfélags sem það óneitanlega líktist mjög ... líkist jafnvel enn.

(Ég handskrifaði linkakóðann í athugasemdina ... mögulega birtist hann ekki rétt.)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 11:47

53 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Það er ríkur þáttur í aðferðum Vantrúar að svara ekki spurningum beint, heldur vísa í einhver svör inn á vefsíðu félagsins, og eiga svörin þá oft misvel við spurninguna."

Þetta er merkilegt í ljósi þess að fáir hafa fengið ítarlegri svör frá meðlimum Vantrúar heldur en Helgi Ingólfsson.

Sjá t.d.: http://helgi-ingolfsson.blog.is/blog/helgi-ingolfsson/entry/1209037/

og

http://helgi-ingolfsson.blog.is/blog/helgi-ingolfsson/entry/1209885/

En af einhverjum ástæðum skipti það engu máli þó svarað væri ítarlega.

Matthías Ásgeirsson, 1.6.2012 kl. 12:58

54 identicon

Helgi ef að þú ert enn ekki að fatta afhverju þú ert kallaður ofsóknaróður og ekki hæfur til þess að taka þátt í umræðu þá langar mig að spyrja hver það sé sem að heldur að Mattinn hérna að ofan sé í einhverju samsæri við að þagga niður í þér, neitar að svara þegar hann er spurður út í hótanir í sinn garð (hótanir sem að ganga út á að skerða málfrelsi), gengur í eitthvert ógeðslegasta trúfélagið hér á landi (trúfélag sem að hefur barist gegn málfrelsi) til þess að mótmæla trúfélögum og heldur að þegar ein manneskja sé ósammála þér þá séu allar manneskjur sem að geri athugasemdir eftir þá manneskju (sem að heitir annað hvort Hjalti eða Matti)?

Halldór L. (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 13:30

55 identicon

Já og neitar að tjá sig og rökstyðja nema að formaður í félagi sem að einhver er félagi í komi á staðinn og segi eitthvað.

Hver svo sem er í svarinu við þessum spurningum þá ætti hann ekki að tjá sig á internetinu (þarna var ég að brjóta mannréttindi, ekki satt)?

Ef að þú getur svarað þessu rétt veistu afhverju hægt sé að banda þér burt sem ofsóknaróðum og ómálaefnalegum.

Halldór L. (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 13:33

56 identicon

Hvað er Matti að spá með að skemma ranghugmyndir Helga með því að vísa í bloggið hans? Hvaðermaðurinnaðspá?!?!

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 14:05

57 identicon

Sigurður, hér er örstutt svar um róg sem ég vona að skýri fyrir þér hvað átt er við:

Í glærum Bjarna Randvers er uppi sá rógur að við förum með einelti á hendur þeim sem eru annarrar skoðunar og séum vatn á myllu þeirra sem ástunda gyðingahatur og grafa undan stoðum samfélagsins. Ekkert af þessu á við rök að styðjast og er því rógur.

Í greinargerð sama manns "Svar við kæru Vantrúar" er áfram róið á sömu mið. Greinargerð þessi er trúnaðarmál og því mun ég ekki rekja innihald hennar hér.

Eftir að hafa komið höndum yfir innra spjall Vantrúarmeðlima fer sami maður með þann róg að við höfum lýst yfir heilögu stríði á hendur honum og séum meðvitað og glaðhlakkalega að tala um að leggja menn í einelti. Hvorugt er satt, þetta er rógur.

Í Kastljósi og Moggagreinum heldur svo sami söngur áfram - rógur.

Þið hér, Helgi, Harpa ofl. hafið stokkið á þennan bandwagon og gjammið í þaula sömu rangfærslur og sama róg, alveg sama hvað menn leggjast í mikil skrif til að leiðrétta ykkur. Ummæli mín hér að ofan eiga við um ykkur. Hugsanaleti ykkar kemur í veg fyrir að þið athugið almennilega hvort skoðun ykkar sé réttmæt.

Og Harpa mín, langt mál upp úr fordómadjúpi verður ekki að ítarlegri og réttmætri úttekt þótt orðin séu mörg. Greinargerð BR er t.d. tæpar 200 síður með ótal neðanmálsgreinum og vísunum. Samt eru hún fullkomið rusl.

"Greining" þín á málinu er lituð fyrirframgefnum hugmyndum þínum um félagið, hugmyndum sem menn eins og Bjarni Randver hafa með störfum sínum komið inn hjá þér og mörgum öðrum.

Og já - Sigurður, rógur er alvarlegt mál. Það minnsta sem menn gátu gert var að kvarta yfir glærunum. En nú hefur bæst við stór skammtur af rógi í eftirleiknum. Það er spurning hvað við gerum með það. Enn sem komið er höfum við aðeins reynt að verja okkur og bera blak af félaginu, en án árangurs. Fordómapúkar eru yfirleitt ekki líklegir til að láta af þeim skoðunum sem þeir hafa bitið í sig.

Er þá þetta mál afgreitt af minni hálfu. Hér eftir færðu vísanir.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 16:30

58 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Halldór L. (Sigurðarson, vænti ég):

Ég stend ekki í orðaskaki við ólögráða börn. Talaðu við mig, þegar þú ert orðinn 18 ára.

Þórður Ingvarsson:

Ég hefði búist við meiri hugkvæmni af þinni hálfu við að finna uppnefni á mig, miðað við að þú ert höfundur víðfrægra ummæla um herra Sigurbjörn Einarsson.

Birgir Baldursson:

Velkominn í hóp þeirra Vantrúarmanna, sem gera mér upp skoðanir og nefna mig ýmsum nöfnum. Ég hef ekki séð það hjá þér fyrr.

Helgi Ingólfsson, 1.6.2012 kl. 16:44

59 identicon

Æj, greyið.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 16:54

60 identicon

Nei vá þú ert svo málefnalegur og rökfastur að þú getur ekki einu sinni komið með betri rök en heimskur krakki [moi]. Eða er þetta kannski þöggunartilraun hjá þér? Aha! Þú ert í samsæri gegn mér! Hvar er biskupinn!? Hann verður að koma hingað og svara fyrir þig!

Svona fólk á ekki að tjá sig á veraldarvefnum (mannréttindabrot! mannréttindabrot!).

Halldór L. (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 17:00

61 identicon

Takk Helgi. Og ætli sé þá ekki rétt að ég bjóði þig (síðbúið) velkominn í hóp þeirra sem gera Vantrúarmönnum upp skoðanir og kalla ýmsum nöfnum. Af hverju megið þið en ekki við?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 17:06

62 identicon

Nú vil ég ekki fara að skattyrðast a la Vantrú en af því samsveitungi minn / sambæjarbúi, Birgir Baldursson, ávarpar mig svo fallega og pent "Harpa mín" og gerir síðan lítið úr hæfileikum mínum til sjálfstæðrar hugsunar vil ég benda honum á að ég er raunar fullfær um að mynda mér skoðun, t.d. á Vantrú, án karlmannshjálpar. Ég hafði aldrei heyrt Bjarna Randvers getið fyrr en í desember 2011 og hitti hann í fyrsta og eina sinn á ævinni talsvert eftir að ég lauk við að semja færsluflokkinn um havaríið sem Vantrú hratt af stað og siðanefnd HÍ tók svo dyggan þátt í. Þótt Bjarni Randver sé aðlaðandi maður og góður fræðimaður finnst mér yfirlýsing míns kæra samsveitungs (sem ég hef aldrei hitt) endurspegla um of hugmyndir vantrúarfélaga um konur: "[...] hugmyndum sem menn eins og Bjarni Randver hafa með störfum sínum komið inn hjá þér og mörgum öðrum".

Kannski við ættum að hittast á Aggapalli og drekka saman kaffi, minn kæri Birgir, ef vera mætti til þess að þú áttaðir á því að konur (eins og ég) eru almennt og yfirleitt færar um að hugsa og fá hugmyndir og kynna sér mál af sjálfsdáðum ;)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 18:09

63 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þá er einnig eitt einkenni félagsins að það er með nokkra "lausamenn" á sínum snærum, þ.e. fáeina málsvara, sem verja söfnuðinn undir drep, sama hvað á dynur, en setja svo upp sakleysissvip og segjast aðspurðir ekki tilheyra félagsskapnum sjálfir. Ég vil vekja athygli á þessum þætti í þeirri umræðu, sem spjallþráður þinn virðist ætla að vekja.

Ha? Hverjir eru eiginlega þessir "lausamenn"? Ef þú ætlar að koma með svona ósannar dylgjur Helgi, þá skaltu vera maður til þess að standa við þær. Hverjir eru þetta?

"Varnarhættirnir" birtast einnig í því að Vantrú er í raun og veru ekki opið félag, heldur lokaður klúbbur -ég hef sótt um inngöngu (enda er ég líklega jafn fjarri því að vera trúaður eins og flestir félagar í Vantrú), en var hafnað. Þekki ég fleiri dæmi um slíkt. Í þessum skilningi er Vantrú lokaður klúbbur frekar en opið félag.

Eins og ég útskýrði fyrir þér síðast þá eru flest félög landsins, þar með talið stjórnmálaflokkar og trúfélög, með alls konar inntökuskilyrði. Ef þú uppfyllir ekki skilyrðin, þá færðu ekki inngöngu. Til dæmis efast ég um að Kattavinafélag Íslands vildi fá meðlim sem hefði verið dæmdur fyrir að níðast á köttum. Þetta eru ekki einhverjir "varnarhættir" heldur einfaldlega afskaplega venjulegt einkenni félaga.

Það sem mér finnst merkilegt við þetta er að ég hef bent þér á þetta að minnsta kosti einu sinni, og eflaust oftar, en samt endurtekurðu sömu vitleysuna bara annars staðar, í stað þess að svara mér efnislega. 

Þannig hef ég orðið fyrir þöggunartilburðum, hótunum, upplognum sökum og uppnefnum af hálfu félaga Vantrúar og/eða áhangenda þess,...

Hættu þessu rugli Helgi.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.6.2012 kl. 18:31

64 identicon

Enn eru mönnum gerðar upp skoðanir eins og enginn sé morgundagurinn. Hér er reynt að gera mér, jafnréttissinnanum, upp þá lyndiseinkunn að vera kvenfyrirlítandi karlpungur. Harpa man greinilega ekki eftir skrifum mínum í hið ágæta Skagablað birtíng sumarið 2004.

Svo verður þú, Harpa góð, að fara að gera það upp við þig hvort við Vantrúarsinnar erum kvenhatandi karlpungar eða öfgafemínistar, svona af því þú ert í svo mikilli þörf fyrir að útbúa stimpla og skrípamyndir.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 18:53

65 identicon

Hvar er annars þessi Aggapallur? Ég væri alveg til í að hitta þig þar yfir kaffibolla, svona til að geta kannski með nærveru minni upprætt þessa skrímslamynd sem þú hefur smíðað af Vantrúarfélögum í kollinum.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 18:59

66 identicon

Nei, minn kæri Birgir, ég man ekki eftir neinu úr Skagablaðinu (Skessuhorni?) frá 2004, það hefur allt horfið annað hvort af óminni sem fylgir djúpum þunglyndisköstum eða blakkátinu sem raflostmeðferðin 2006 hafði í för með sér :)

Veistu ekki hvar Aggapallur er? Þess þá heldur að við ættum að eiga þar deit ... það verða allir að koma á Aggapall, þetta er svo flott aðstaða! Pallurinn sá er fyrir ofan Langasand, byggður undir stúkunni stóru. Í dag voru þar hálfnaktir karlmenn í sólbaði þegar ég strunsaði hjá og greinilega byrjað að selja kaffi, ís, pulsur og mögulega bjór. En við ættum kannski að færa okkur af þessum umræðuþræði í deit-skipulagningu ;)

Finn ekki fyrir þörf að búa til stimpla og skrípamyndir - er ekki Mattinn okkar einfær um svoleiðis? ;)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 19:23

67 identicon

Blaðið hét birtíngur, með litlu b-i og í-i. Örugglega til á bókasafninu.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 21:23

68 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Hva? Stefnumótasíða? En sætt.

-----

Birgir:

Ég hef ekki reynt að stimpla eða skrímslavæða Vantrú. Þvert á móti reyni ég að og vil leggja áherslu á að það eru manneskjur af holdi og blóði sem standa að félaginu. Þannig hef ég haft heilmikla ánægju af störfum þínum í tónlist og ætti kannski að nota (eina?) tækifærið til að þakka þér fyrir frábært slagverk á Astrocat Lullaby. Auk þess játa ég fúslega að ég hef laumast inn á ljósmyndasíður sumra Vantrúarfélaga (og jafnvel eins fyrrverandi Vantrúarfélaga) og get staðfest að þar í hópi finnast frábærir ljósmyndarar.

En málið snýst ekki um það. Þú segir sjálfur í athugasemd hér að ofan að málið snúist um umræddar glærur. Það er rétt, svo langt sem það nær, en það segir eingöngu hálfa söguna. Málið snýst líka um aðgerðir og aðferðir félagsins Vantrúar í framhaldinu. Ég hef kynnt mér glærurnar alloft og rækilega og ég játa að þar er ein glæra sem ég hefði gert athugasemd við og önnur sem hugsanlega gæti orkað tvímælis, en kynni að eiga sér skýringar. Samt sé ég ekki tilefni hinnar tröllauknu og tilfinningalega útblásnu vandlætingar Vantrúar. (Og ég vil benda á að ekki nægir að „lesa“ glærurnar, eins og þú nefnir það hér að ofan, heldur þarf að hugsa sér glærurnar í samhengi við kennslustund, þar sem kennari hefur tækifæri til að setja fram útskýringar eða fyrirvara.)

Mér vitanlega hefur enginn á nokkru stigi málsins véfengt rétt Vantrúar til umkvörtunar. Hins vegar má velta fyrir sér Á HVERN HÁTT var kvartað. Eðlilegast hefði verið að leita til þess sem bjó til glærurnar og fara þess á leit að úr yrði bætt, fara jafnvel fram á afsökunarbeiðni og sjá síðan til um framhaldið eftir því sem orðið yrði við. En félagið Vantrú valdi þá leið að kæra glærurnar á hvorki fleiri né færri stöðum en þremur, til mismunandi yfirboðara viðkomandi. Markmiðið virðist, með öðrum orðum, ekki það að leita eftir leiðréttingu á mögulegri misgjörð í samræmi við eðlilega hófsemdarreglu, heldur hitt að fara í allsherjarauglýsingarherferð. Þetta var, eins og einhver orðaði það, að nota fallbyssukúlu til að skjóta niður flugu.

Áður en lengra skal haldið eru tvö atriði, sem ég vil nefna. Í fyrsta lagi er sú staðreynd að fram að þessu hafði Vantrú gefið sig út fyrir að vera óhefðbundið baráttufélag fyrir málstað sínum. Vantrúarmenn áttu sér langa sögu þess að taka sterkt til orða, sem kann að hafa haft áhrif á það í hvaða ljósi kennarinn brá því upp á glærum sínum. Ennfremur voru aðgerðir Vantrúar oft með skoplegu ívafi (nægir þar að nefna frægan Svarthöfðagjörning og Föstudags-langa-bingó) sem kann einnig að hafa haft áhrif á það hvernig kennarinn brá mynd af Vantrú upp á glærum sínum, mögulega gáleysislega eða galgopalega. Hins vegar kom á daginn með hinum þreföldu ákærum að ekki varð lengur brosað að Vantrú; þar var dauðans alvara á ferð.

Hitt atriðið sem ég vil nefna er að glærur þessar, hversu vafasamar sem þær gætu virst, voru ætlaðar þröngum hópi nemenda sem sótti viðeigandi námskeið og geymdar inni á lokuðu vefsvæði Háskólans. Fulltrúi Vantrúar komst yfir þessar glærur eftir heldur vafasömum leiðum og þegar Vantrú var komið með glærurnar í hendur byggði það kærur sínar á þeim og birti alþjóð. Áherslupunktur minn hér er að ef markmiðið með glærunum af hendi höfundar hefur verið að rægja Vantrú (sem ég tel ekki vera), þá var það fyrir afar lokaðan hóp sárafárra nemenda. Ef þessar glærur eru rógur um Vantrú, þá er það félagið sjálft sem hefur verið í lykilhlutverki við að breiða hann út.

Síðan er ferlið innan Háskólans og viðbrögð siðanefndar ein samfelld sorgarsaga. Þar tel ég að til hafi komið misskilningur og ótti grandvarra manna um að gera mistök og að það hafi leitt til þeirra ógangna sem málið lenti í. Eitt vil ég þó benda á í þeim efnum: Vantrúarmenn hafa alltaf lagt mikið upp úr sáttahug sínum í því ferli. Þá vaknar upp spurning um mikla mótsögn sem félagið Vantrú hefur mér vitanlega aldrei svarað: Til hvers að kæra í stórkostlegri vandlætingu á öllum mögulegum hástigum, ef menn eru svona svakalega sáttfúsir? Svo er aftur hitt að hinar ýmsu hugmyndir um „sættir“ sem fram eiga að hafa komið í ferlinu hjá HÍ, og Vantrúarmenn voru fúsir að gangast inn á, voru aldrei unnar í neinu samkomulagi við hinn kærða. Getur það kallast sátt?

Það er ekki ætlun að rekja alla þræði þessa sorglega máls út í hörgul; um þau efni geta menn kynnt sér á víxl umfjöllun Hörpu Hreinsdóttur, Vantrúarvefsins og annarra, sem um málið hafa fjallað, ef þeir vilja. Eitt hefur þó gengið sem rauður þráður í gegn: Félagið Vantrú og allir meðlimir þess (a.m.k. sem ég hef séð til, utan mögulega einn) virðast firra sig allri ábyrgð hvernig málin æxluðust. Enginn efi, engin auðmýkt, vart eftirsjá. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig andinn hafi verið í „herbúðum“ Vantrúar, þegar þeir lögðu á ráðin um kærurnar og lögðu upp í þessa vegferð. Það er hægt að ímynda sér eldmóð – en var aldrei vafi? Engir sem vöruðu við að óþarflega hátt væri skotið? Aðrir herskárri sem réðu ferðinni? Er það ekki Vantrú umhugsunarefni að fjöldi manns, sem hefur skoðað glærurnar, virðist ekki sjá neitt stórvægilegt að þeim í líkingu við það sem Vantrúarmenn telja sig sjá? Þessi einsýna túlkun Vantrúar á þessum glærum virðist nánast orðin að trúarkenningu hjá félaginu.

Sérstakur kapítuli er síðan hvernig tilteknir Vantrúarmenn og / eða áhangendur þeirra (stundum ónafngreindir eða óljóst nafngreindir) fara um netið með hótunum, uppnefnum og upplognum sökum, stundum nánast mafíukenndum. Ég treysti því að þeir séu ekki dæmigerðir fyrir félagið, en hins vegar þykir mér umhugsunarvert hvers vegna hinir sómakærari sjá ekkert athugavert við það. Sjálfur hef ég mínar hugmyndir um hvers vegna það er, en ætla ekki að viðra þær hér.

 

Varðandi þann vinkil hvort Vantrú hafi þróast í einhvern sértrúarsöfnuð, þá held ég að það sé sjónarhorn, sem þið þurfið að skoða alvarlega. Auðvitað gengi ekki að tala um sértrúarsöfnuð í þessu samhengi, líklega þyrfti að nota orðskrípið sérvantrúarsöfnuð. En ýmis einkennin eru samt þau sömu, ef grannt er skoðað. Þú talar um það hér fyrir ofan að þið heyið baráttu af hugsjón; ef þú umorðar „hugsjón“ sem „trú á málstað“ og veltir síðan fyrir þér hvort þeir í félaginu, sem trúa blint á málstaðinn, hafi mögulega leitt það inn á blindgötu ...? Vantrúarmenn eru duglegir við að halda því fram að aðrir hafa laskað ímynd félagsins. En gæti ekki verið að það sem eftir stendur af ímynd félagsins sé afleiðing aðferða og aðgerða þess sjálfs?

Eftir stendur nefnilega eftirfarandi í augnablikinu: Að félagið Vantrú, sem verið hefur svo ötult við að gagnrýna aðra, virðist telja sjálft sig yfir gagnrýni hafið.

                        Með vinsemd og virðingu.

-----

Hjalti:

Þar sem þið Vantrúarmenn hafið dálæti á netvísunum, þá vil ég benda á að svör við öllum þessum spurningum þínum er að finna á Vantrúarfærslum mínum hér á Moggablogginu ásamt meðfylgjandi athugasemdahölum, athugasemdahölum við Vantrúarfærslur Hörpu Hreinsdóttur á harpa.blogg.is og á örvitanum.com. Eitthvað lítilræði gæti einnig verið að finna á bloggsíðu Vantrúarfélagans Valgarðar Guðjónssonar. Og ditten og datten.

Helgi Ingólfsson, 2.6.2012 kl. 02:40

69 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

 Eðlilegast hefði verið að leita til þess sem bjó til glærurnar og fara þess á leit að úr yrði bætt, fara jafnvel fram á afsökunarbeiðni og sjá síðan til um framhaldið eftir því sem orðið yrði við. En félagið Vantrú valdi þá leið að kæra glærurnar á hvorki fleiri né færri stöðum en þremur, til mismunandi yfirboðara viðkomandi. 

Það var vitað mál að við myndum aldrei nokkurn tímann fá eitthvað í líkingu við afsökunarbeiðni með því að biðja Bjarna einfaldlega um það. Eða dettur þér það nokkuð í hug?

Eins og hefur eflaust verið útskýrt fyrir þér margoft, þá var ekki kært á þremur stöðum, heldur einum, til siðanefndar. 

Ennfremur voru aðgerðir Vantrúar oft með skoplegu ívafi (nægir þar að nefna frægan Svarthöfðagjörning og Föstudags-langa-bingó) sem kann einnig að hafa haft áhrif á það hvernig kennarinn brá mynd af Vantrú upp á glærum sínum, mögulega gáleysislega eða galgopalega.

Ha?  Að slíta orð manna algerlega úr samhengi og að eigna þeim orð sem voru aldrei sögð er ekki hægt að afsaka með þessu.

Fulltrúi Vantrúar komst yfir þessar glærur eftir heldur vafasömum leiðum...

Um hvað í ósköpunum ertu að tala hérna? Félagi í Vantrú fékk glærurnar frá vini/kunningja sínum sem var á þessu námskeiði.

Eitt vil ég þó benda á í þeim efnum: Vantrúarmenn hafa alltaf lagt mikið upp úr sáttahug sínum í því ferli. Þá vaknar upp spurning um mikla mótsögn sem félagið Vantrú hefur mér vitanlega aldrei svarað: Til hvers að kæra í stórkostlegri vandlætingu á öllum mögulegum hástigum, ef menn eru svona svakalega sáttfúsir? 

Til að byrja með er röng forsenda í þessari spurningu (að við höfum kært á mörgum stöðum). En hvers vegna að kæra ef að við vorum svakalega sáttfúsir? Af því að við hefðum að öllum líkindum einfaldlega verið sáttir við afsökunarbeiðni, og það er vitað mál að kennari í guðfræðideild myndi aldrei detta í hug að biðjast afsökunar nema ef það væri einhver alvaraí gangi.

Svo er aftur hitt að hinar ýmsu hugmyndir um „sættir“ sem fram eiga að hafa komið í ferlinu hjá HÍ, og Vantrúarmenn voru fúsir að gangast inn á, voru aldrei unnar í neinu samkomulagi við hinn kærða. Getur það kallast sátt?

Eins og þú veist eflaust mæta vel, þá sagðist Pétur Pétursson, umsjónarmaður námskeiðisins, koma fram fyrir hönd Bjarna Randvers. Við höfðum ekki hugmynd um að það væri rugl. 

Sérstakur kapítuli er síðan hvernig tilteknir Vantrúarmenn og / eða áhangendur þeirra (stundum ónafngreindir eða óljóst nafngreindir) fara um netið með hótunum, uppnefnum og upplognum sökum, stundum nánast mafíukenndum. 

Þegar þú kemur með svona svæsnar fullyrðingar Helgi, þá skaltu standa við þær. Hvaða Vantrúarmenn (eða "áhagendur þeirra") eru að fara um netið með "stundum nánast mafíukenndum" hótunum og upplognum sökum? 

Þar sem þið Vantrúarmenn hafið dálæti á netvísunum, þá vil ég benda á að svör við öllum þessum spurningum þínum er að finna á Vantrúarfærslum mínum hér á Moggablogginu ásamt meðfylgjandi athugasemdahölum, athugasemdahölum við Vantrúarfærslur Hörpu Hreinsdóttur á harpa.blogg.is og á örvitanum.com. Eitthvað lítilræði gæti einnig verið að finna á bloggsíðu Vantrúarfélagans Valgarðar Guðjónssonar. Og ditten og datten.

Helgi, þú fullyrðir að Vantrú sé með "með nokkra "lausamenn" á sínum snærum". Ég vil vita hverjir þessir meintu lausamenn séu. Ég veit ekki til þess að á þessum síðum sem þú talar um hafir þú sagt að einhver einasti maður sé "lausamaður" á snærum Vantrúar. 

Ég veit samt að á þessum þráðum er fólk sem er ekki meðlimir en sér að þú ert í algeru rugli í gagnrýni þinni á Vantrú. Hvað af því fólki eru "lausamenn" á snærum Vantrúar? Sérðu ekkert að því að koma með svona innihaldslausar dylgjur? 

Og netvísanir eru svona.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.6.2012 kl. 11:56

70 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Æi, Hjalti.

Ég var að vonast eftir vitrænni og siðaðri umræðu, og ávarpaði þess vegna Birgi Baldursson, en fæ í staðinn skotgrafa-kommentin frá þér. Síðan hvenær varð orðið "lausamaður" (og m.a.s. í gæsalöppum) svona neikvætt? Ef þú vilt frekar, þá máttu setja í staðinn inn orð eins og "áhangandi", "aðdáandi" eða "jábróðir" (allt þó innan gæsalappa).

Hin atriðin hugðist ég (og vonast enn til að) ræða við Birgi.

-----

Birgir (ég reyni aftur):

Tvær vísbendingar um hvernig Vantrú er að þróast í félag, sem virðist eiga margt sameiginlegt með sértrúarsöfnuðum. Og ég varpa þessu fram eingöngu til umhugsunar fyrir þig:

a) Félagið Vantrú hefur komið sér niður á "sína einu réttu túlkun á glærunum" og gert hana að nánast ófrávíkjanlegu atriði, þ.e. kreddu. Það neitar að horfast í augu við það að fjöldi fólks hefur annað hvort: a) Skoðað glærurnar og sér ekkert athugavert við þær, eða b) Skoðað glærurnar og sér máske eitthvað lítillegt athugavert (ég er í þeim hópi), en ekki neitt sem réttlætir svaðalegan málatilbúnað. Hvers vegna heldur Vantrú svona fast í "hina einu réttu túlkun á glærunum"? Vegna þess að ef hún stenst ekki skoðun (eins og margir utan Vantrúar álíta), þá er allur málatilbúnaðurinn innan HÍ á sandi reistur og orkar siðferðilega tvímælis. Þannig hefur Vantrú komið sér upp eins konar óhnikanlegri trúarkenningu, án nokkurs efa, sama hvernig utanaðkomandi aðilar kunni að horfa á málin. - Veltu þessum punkti a.m.k. fyrir þér.

b) Birgir, hér að ofan ásakar þú mig og Hörpu og fleiri um "hugsanaleti" og "fordóma" og afskrifar vinnu / úttekt hennar (og fleiri) á Vantrú sem "rugl". Annars staðar hafa gagnrýnendur og andmælendur Vantrúar verið sakaðir um "skilningsleysi", "rætni" og fleira. Það er eitt einkenni sértrúarsöfnuða að telja sig hafa í höndunum "sannleik" sem "óinnvígðir" "skilja ekki" og ef þeir leyfa sér að gagnrýna, þá eru þeir "óvinir" sem allir "safnaðarmeðlimir" sameinast um að verjast gegn. Hljómar það nokkuð kunnuglega?- Veltu því a.m.k. fyrir þér.

Og Birgir, ég get leiðrétt þig; ef það er eitthvað, sem ég er ekki þjakaður af, þá er það "hugsanaleti". Og ég held því fram fullum fetum að skilningur minn sé alveg jafn góður og hjá meðal-Vantrúarmanni.

Helgi Ingólfsson, 2.6.2012 kl. 13:36

71 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég var að vonast eftir vitrænni og siðaðri umræðu, og ávarpaði þess vegna Birgi Baldursson, en fæ í staðinn skotgrafa-kommentin frá þér.

Helgi, athugasemdir mínar hér hafa verið afskaplega vitrænar (t.d. leiðrétttii ég rangfærslu þína um þrjár kærur) og siðaðar, og það verð ég að segja, ólíkt ýmsum dylgjum sem þú hefur sett fram hér um mafíósalegar hótanir og upplognar sakir. 

Síðan hvenær varð orðið "lausamaður" (og m.a.s. í gæsalöppum) svona neikvætt? Ef þú vilt frekar, þá máttu setja í staðinn inn orð eins og "áhangandi", "aðdáandi" eða "jábróðir" (allt þó innan gæsalappa).

Helgi, þú talaðir um að það væri einkenni Vantrúar að við værum með "nokkra "lausamenn" á sínum snærum, þ.e. fáeina málsvara, sem verja söfnuðinn undir drep, sama hvað á dynur, en setja svo upp sakleysissvip og segjast aðspurðir ekki tilheyra félagsskapnum sjálfir. Ég vil vekja athygli á þessum þætti í þeirri umræðu, sem spjallþráður þinn virðist ætla að vekja."

Ætlarðu nú að stja upp sakleysissvip og halda því fram að þú sért bara að segja að við höfum "jábræður" á internetinu?

Ég las nefnilega út úr þessu hjá þér að þú værir að halda því fram að þetta væri einhver taktík hjá okkur, að hafa "lausamenn á okkar snærum" sem væru vísvitandi ekki meðlimir, en verja okkur sama hvað, svo að þeir geti sett upp sakleysissvip. Þú ert sem sagt ekki að halda því fram?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.6.2012 kl. 14:08

72 identicon

>a) Félagið Vantrú hefur komið sér niður á "sína einu réttu túlkun á glærunum" og gert hana að nánast ófrávíkjanlegu atriði, þ.e. kreddu.

Nei, við lögðum þetta í dóm siðanefndar. Hún fékk síðan ekki vinnufrið og rógsherferðin á hinum vígstöðvunum heldur áfram. Ég spyr enn og aftur að því sama og ég hef gert gegnum allt ferlið: Ef ekkert var að glærum Bjarna Randvers, hví fékk þá ekki siðanefnd að úrskurða í málinu?

b) Birgir, hér að ofan ásakar þú mig og Hörpu og fleiri um "hugsanaleti" og "fordóma" og afskrifar vinnu / úttekt hennar (og fleiri) á Vantrú sem "rugl".

Aðallega er ég að vara við hættunni á að stökkva upp á einhvern "bandwagon". Mér hefur slík hegðun þótt einkenna umræðuna. Engin rök virðast duga þegar upp á þann vagn er komið. Firnalöng skrif Snæbjarnar á bloggi þínu hafa t.d. ekki náð að sannfæra þig. Þar er þó allt satt og rétt skrifað.

Nei, þið hlaupið eftir vinsælu skoðuninni og finnið allt sem stutt getur hana, satt eða ósatt. Gott dæmi er þvaðrið um akademískt frelsi, eitthvað sem við höfum aldrei reynt að koma í veg fyrir.

Við viljum sjá fagleg vinnubrögð í háskólanum, enda erum við mörg menntuð þaðan og þykir vænt um stofnunina. Að ætla að gera okkur upp þær hvatir að rústa kennsluháttum í þessum skóla og yfirtaka vinnubrögðin á einhvern hátt er alveg út úr kú, áróður ættaður frá þeim sem hafa vondan málstað að verja. Þetta er í raun ekkert nema Red Herring-rökvilla, fókusinn færður frá hinum kærðu glærum og yfir á eitthvað allt annað.

Og fyrir þessu fallið þið Páll og Harpa.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 14:09

73 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Hjalti: Nei, ég er ekki að halda því fram.

Birgir: Sorglegt er að heyra. Ég hef ekki stokkið á neinn "bandwagon" og ekki elt neinar vinsælar skoðanir. Ég hef aldrei hitt Bjarna Randver og þekki hann ekki. Ég er ekki á neinum "hinum vígstöðvunum" - skyldi (heilagt?) stríð Vantrúar aldrei taka enda, sbr. endalaust vígreift orðalagið? Hins vegar hef ég reynt að kynna mér félagið Vantrú, leyft mér að gagnrýna aðferðir þess og fengið yfir mig ómældan aur. "Firnalöng skrif Snæbjarnar" voru gagnkvæm - þetta voru líka "firnalöng skrif Helga" - afar gagnleg og upplýsandi, en þú setur þau upp sem markmiðið hafi verið "að sannfæra mig" - ég leit á þau sem upplýsingagjöf, mögulega hjá þeim eina Vantrúarmanni sem ég hef átt gagnleg skoðanaskipti við. Þið ættuð ef til vill að endurskoða samskiptamynstrið hjá ykkur út á við. En þið virðist orna ykkur ágætlega við eigin innri elda og hinir geta bara verið úti í myrkri skilningsleyssins. Ég held að ég furði mig ekki lengur á því að almenningur úti í bæ telji félagið Vantrú forstokkaðan og samansúrraðan sértrúarsöfnuð. Það hefur hvergi á allri vegferð sinni efast um gildi gjörða sinna (a.m.k. ekki út á við), sem þó er hollt öllum hugsandi mönnum. Lifðu heill, Birgir. Skemmtu þér vel á stefnumótinu með Hörpu. Ég kveð þessa umræðu.

Helgi Ingólfsson, 2.6.2012 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband