Þingið, forsetakosningarnar og VG-plottið

Sigurlíkur Þóru Arnórsdóttur í forsetakosningunum minnka eftir því sem þingið stendur lengur fram á sumar. Þóra er pólitísk afurð vinstrimeirihlutans á alþingi en Ólafur Ragnar er andstæðingur Jóhönnustjórnar. Á meðan þingið starfar er það auglýsing fyrir ónýtu stjórnmálin sem standa á bakvið framboð Þóru.

Þingfrestun án afgreiðslu stóru málanna, s.s. fiskveiðistjórnunarfrumvarpa, er einnig slæm fyrir ríkisstjórnina. 

Forysta Vinstri grænna föndrar við að sprengja upp þráteflið með því að meirihlutinn á alþingi taki sér alræðisvald. Björn Valur Gíslason þingflokksformaður VG kynnti hugmyndina í fréttum RÚV.

Pælingin á bakvið alræðisvald meirihlutans er um það bil þessi: ríkisstjórnin kæmi fram sem röggsamur stjórnandi er bretti upp ermarnar og léti verkin tala. Heimski og siðlausi dugnaðarforkurinn er sumum kært mótív í þjóðarsálinni. Bloggarar úr röðum stjórnarsinna tóku tillögunni fagnandi, sjá hér og hér.

Ef hallarbyltingin mistækist og pólitískur stormur geisaði í samfélaginu vonuðu sprengjumenn VG að  forsetinn grípi í taumana og beitti 24. grein stjórnarskrárinnar, eins og skorað er á hann að gera. Umræðan myndi óðara snúast upp í gerræði forsetans og skapa vinstriflokkunum og Þóru sóknarfæri.

VG-plottið er dæmt til að mistakast af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi kemur það of seint fram og í öðru lagi er ríkisstjórnin gríðarlega óvinsæl og orðin slöpp til allra verka.

Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði plottið um alræði meirihlutans vitleysingjahugmynd. Við það fór Björn Valur að væla. Ef eitthvað væri spunnið í stjórnina kæmi myndugra svar en snökt.


mbl.is Semja þarf um þingfrestunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er fundur í kvöld kl. 20.00 í Iðnó.

Þar verður Sturla Jónsson og fleira gott fólk. Það verða allir að mæta, sem vilja heyra sannleikann og taka þátt í að breyta þessu spillta stjórnsýslu-samfélagi. Fólk verður að standa saman við að uppræta lögbrots-vinnubrögð bankanna og stjórnsýslunnar.

Valdið er hjá sameinuðum kröftum og ákvörðunum þjóðarinnar í lýðræðisríki.

Virkjum löglegt vald þjóðarinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2012 kl. 09:38

2 identicon

Eg hugsa eiginlega ad tad se ekki rett ad segja ad Olafur se andstædingur Johønnustjornar to Johanna og fylgilid se svo vitlaust ad lita svo a malin.

Olafur hefur i gegn um tidina ekki verid annad en vinstri madur. Tad er nokkud ljost. En hann let tad ekki stødva sig vid ad gera hid eina retta i vonlausri stødu eftir algjørlega vonlausa stjornsyslu Johønnu og Steingrims.

Væri nokkur arda af skynsemi eda samvisku i parinu tvi arna vidurkenndu tau tetta og allir væru afram vinir i skoginum.

Eina von folks nuna er tvi ad kjosa Olaf.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 09:45

3 identicon

Við vitum sannleikann um lygarnar, það er því Austurvöllur kl 20:30.

Orðrétt (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband