Evrópsk samstaða og óöld evrunnar

Borgiði skattana ykkar, ég hef meiri áhyggjur af afrískum börnum en Grikkjum, sagði Christina Lagarde forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins við Grikki. Lagarde er þartil nýlega fjármálaráðherra Frakka. Helsta dagblað Þýskalands segir orð Lagarde auka líkur á því að Grikkland yfirgefi evruland.

Í skjóli ódýrrar evru tóku Grikkir velferðarstökk án þess að lagfæra samfélagslegar undirstöður, svo sem skattalega siðvitund. Niðrí Afríku sveltur fólk á meðan Grikkir vilja áfram ódýrar evrur og skattaleysi með svindli.

Grikkir stóðu í þeirri trú að  evrópsk samstaða fæli í sér að grískur lífstíll yrði fjármagnaður með evrópsku skattfé. Evran stuðlaði að þeirri blekkingu með því að lán báru til skamms tíma sömu vexti í Aþenu og Berlín. En þegar lánveitendur áttuðu sig á því að Þjóðverjar ætluðu ekki að ábyrgjast grísk lán urðu þau snöggtum dýrari.

Þýskur blaðamaður heimsótti Aþenu nýlega og sagði kaffibollan þar jafn dýran og í Frankfurt. Ólíkt flökkusögum um óeðlilega Porche-eign Grikkja er dýr kaffidropinn staðfestur af amerískum ferðalöngum, sjá hér og hér.

Ályktunin sem má draga dæminu um kaffið er að Grikkir séu ekki samkeppnishæfir. Verðlag og laun eru um 30 prósent hærri en Grikkland stendur undir. Evran bjó til falska velmegun í Suður-Evrópu.

Skuldadagar evrunnar eru komnir. Bretar, sem aldrei létu sér til hugar koma að taka upp evru, standa vestan Ermasunds og gera hróp að heimskingjunum sem héldu að hægt væri að kippa lögmálum hagfræðinnar úr sambandi með ,,pólitískum vilja" Evrópusambandsins. Eina leiðin tilbaka er að taka upp myntir þjóðríkja á ný.

Evrópusambandið mun berjast um hæl og hnakka áður en evru-mistökin verða viðurkennd. Líklega verður Grikkland rekið úr samstarfinu og reynt að smíða ,,eldvegg" utan um afganginn af evrulandi. Sá eldveggur mun ekki halda nema með stóraukinni miðstýringu á efnahagskerfum þeirra 16 ríkja sem verða eftir í evrulandi. Og það er enginn pólitískur áhugi í Evrópu á meiri samruna.

Evrópsk samstaða er að molna.


mbl.is Hertar innflytjendareglur ef evran hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki trú á að hinn almenni Gríski borgari beri ábyrgð á skuldum gríska viðskiptalífsins þótt hann sé neyddur til þess. Rétt eins og hér ekki er það mér að kenna að snillingarnir (efnahagsböðlar evrópusambandsins) fengu 9000 milljarða lánaða ég ber enga ábygð á þeim gjörningi og tók ekki þátt í að eyða þeim peningum. þeir sem lánuðu stóðu í þeirri trú að ríkið sem hefði farið á hausinn yrði í ábyrgð fyrir lánunum. Held þetta sé bara lygaspuni að grískur almenningur hafi tekið mjög virkan þátt í að lánsfé frá þýskalandi og frakklandi til að réttlæta þá fjötra sem Evrópusambandið hefur hneppt grísku þjóðina í. Og nú munu þjóðverjar vera að eignast allt það sem er bitastætt í Grikklandi meðan almenningur borgar skuldirnar sem gríska yfirstéttin fékk lánaða. Og ekki vorum við Íslendingar lagnt frá því að vera í sÖmu sporum ef allt hefði gengið eftir hjá Samfylkingunni.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Elle_

Hve satt hjá Erni Ægi.  Við værum í sömu sporum ef þessi skaðlegi Brusselflokkur Jóhönnu með hjálp Steingríms hefði náð fram því sem þau vildu, nógum miklum skaða hafa þau valdið samt.  Það voru jú nokkrir sem eyddu upp fyrir haus í báðum löndum en það á ekki að skjóta allan almenning fyrir það.  Þau mega ekki komast upp með það.  Við getum huggað okkur við að koma tímar koma ráð eftir að þau verða drifin frá völdum.

Það er stórskrítið hvað hinir tæru vinstri-flokkar vilja gera fyrir dýrðarveldið þar sem bankar og stórkapítalistar ráða ríkjum.  Það er verið að pína almenning í Grikklandi fyrir banka og mestmegnis frá Þýskalandi.

Elle_, 27.5.2012 kl. 15:40

3 identicon

Eini íslenski stjórnmálamaðurinn sem hefur þorað að tjá sig um þau  fáránlegu orð Christine Lagarde, að hún hafi meiri samúð með börnum í Afríku sunnan Sahara, sem ekki geta menntað sig, en þeim íbúum Aþenu sem lifa nálægt fátæktarmörkum, er Lilja Mosesdóttir,

en Lilja sér vafningalaust í gegnum hræsni elítunnar, er hún segir á facebook:

"Þvílík lágkúra hjá Christine Lagarde, framkv. stjóra AGS.

Málið snýst um að láta fjármagnseigendur taka á sig tap af áhættufjárfestingum sínum - ekki almenning!

Ef almenningur í Evrópu verður látinn taka á sig tapið, þá verður enn minna fjármagn sett í aðstoð við börn í Afríku."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 16:59

4 identicon

Á svona einföld sannindi, sem Lilja setur fram á facebook síðu sinni,

eru þau Bjarni Ben., Jóhanna og Steingrímur gjörsamlega staurblind og virðist reyndar vera alveg sama, þó almenningur sé blóðmjólkaður af hrægömmum, undir eldspúandi drekavernd yfirfjárhirðis þeirra, AGS.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 17:05

5 identicon

Nú ber okkur að mynda hér íslenska samstöðu gegn óöld evrunnar

og það gerum við með skiptigengisleið Lilju. 

Og út þá með hrægammana og það á spottprís, því nóg hafa þeir blóðsogið íslenskan almenning, með sælubrosi og samþykki yfirstéttar valdaelítu fjórflokksins.  Þetta helvíti gengur barasta ekki lengur.  Það er augljóst.   

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 17:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo má böl bæta að benda á annað verra, er greinilega hið nýja slagorð AGS og ESB.  Hversu mikið skyldu þeir þurfa að lækka samnefnarann áður en yfir lýkur. Sveltandi börn í Afríku er þegar ansi lágt en þeir hafa alltaf helförina upp á að hlaupa.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.5.2012 kl. 17:33

7 identicon

Áhugaverð er þessi frétt á evropuvaktin.is, unnin upp úr erlendum fjölmiðlum, enda ekki þess að vænta að innlendir Samfylkingar og ESB miðlar, Ríkisútvarpið og Baugsmiðlar fjalli um ólguna sem nú fer vaxandi í ríkjum ESB:

"Grikkir heyja nú Facebókarstríð gegn Christine Lagarde, forstjóra AGS vegna athugasemda hennar um skattsvik í Grikklandi , en frá þeim hefur verið sagt hér á Evrópuvaktinni. Um 10 þúsund mótmælabréf hafa birtzt á síðu hennar á Facebook.

Evangelos Venizelos, leiðtogi PASOK segir að Lagarde hafi með orðum sínum móðgað grísku þjóðina. Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA segir að grískir launþegar borgi skatta, sem séu óbærilegir.

Lagarde hefur svarað og segist hafa fyllstu samúð með grísku þjóðinni í þrengingum hennar. Evangelos Venizelos kvaðst fagna ummælum Lagarde á Facebókarsíðunni en enginn gæti leyft sér að auðmýkja grísku þjóðina við þessar aðstæður. Tsipras sagði að samúð Lagarde væri það síðasta sem Grikkir gætu óskað sér. Hann hvatti Lagarde til að snúa sér til leiðtoga PASOK og NL og spyrja þá hvers vegna þeir hefðu hundelt launþega síðustu ár með skattahækkunum en látið ríka fólkið í friði.

Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstri manna í forsetakosningunum í Frakklandi sagði að Lagarde ætti að segja af sér vegna ummælanna. Hver gefur henni leyfi til að tala svona til Grikkja spurði Mélenchon í sjónvarpsviðtali?"

Já, Samfylkingar Pasok muldrar smá í Grikklandi, en Sjálfstæðisflokks ND, þegir þunnu hljóði.  Undarlegt er að spyrja vafningana.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 18:01

8 identicon

Christine Lagarde

Hann Dóminikk nauðgari virkar bara sem beibí miðað við þennan böðul.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 19:45

9 identicon

Um þetta eru bæði New Statesman og Independent sammála:

"Nobel-winning Joseph Stiglitz, put it at its bluntest:

“When the IMF arrives in a country, they are interested in only one thing. How do we make sure the banks and financial institutions are paid?

... It is the IMF that keeps the speculators in business. They’re not interested in development, or what helps a country to get out of poverty.”"

Steingrími fjár-hirði fyrir IMF var nýlega boðið að slátra grískum almenningi, því honum hefur tekist það svo vel hér á landi.  Er ekki nóg komið?

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 20:12

10 identicon

Það er hlálegt að verða vitni að (og þó þetta er miklu nær að vera grátlegt) öllum þessum hörmungum í suðurhluta álfunnar og á sama tíma skuli vera hér á landi FULE nokkur sem heldur því fram að í skjóðu sinni hafi hann lausnir á færibandi til lausnar á vandamálum Íslendinga! Ég mæli sterklega með því að hann taki sér fyrsta flug suður á bógin og taki með sér allar þær evrur sem nota á hér á landi til þess að glepja mörlandan. Það eru örugglega meiri not fyrir þær þarna fyrir sunnan.

hey (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 20:13

11 identicon

Er það ekki rétt hjá mér, að það var Þorvaldur Gylfason,

ESB ofsatrúar-elítukrati og samfylktur stjórnlagaráðsmaður, sem agíteraði

mest allra fyrir því að íslensk þjóð skyldi falla á kné undir fallöxi IMF/AGS?

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 20:22

12 identicon

Og er það ekki rétt hjá mér, að samvöxnu SASÍ tvíburarnir Villi og Gylfi

gengu slefandi í halarófu á eftir Þorvaldi Gylfasyni og gera það enn

og öll tossabandalaga halarófa valdaelítunnar slefandi á eftir þeim?

Af hverju er alltaf verið að húðstrýkja Jón Hreggviðsson fyrir syndir elítunnar?

Við bræðum ekki Íslandsklukkuna saman við tanngull þeirra sem voru gasaðir.

Ekki að ræða það.  Punktur.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 20:58

13 identicon

Allir helstu fjölmiðlar heimsins tala nú um undirbúning ríkisstjórna

vegna væntanlegs hruns evrusvæðisins

Þetta veit meirihluti almennings hér á landi og sér engan tilgang í að æða

inn í þá vítisloga sem þar munu geisa, enda skelfur og titrar nú öll Ítalía

og svakalegt bankahrun Spánar og Portúgals blasir við

og að lokum stendur Frakkland upp og mótmlælir yfigangi Þýskalands

og þá mun allt verða þar snar-snældu-brjálað.  Allt þetta vitum við.

En í millitíðinni

safnar Jóhanna í sarpinn og verður brátt sett inn í raspinn

fyrir margföld Stjórnarskrárbrot og ökónómískan terrorisma gegn þjóðinni

og það ítrekað, því hún var einnig hrunráðherra ásamt Össuri.

En hvað eigum við eiginlega að gera við ræfilinn Steingrím gungu Sigfússon?

Orðrétt (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 21:50

14 identicon

Á ég að endurtaka varúðarorð The Economist?

A run is most likely within the next few weeks.

And if a run starts, Europe’s governments will have to reassure within a matter of hours. You might just about get a communiqué from Brussels in that timeframe, but could it really reassure when so many questions are unanswered?

Nei, júró-bíró-teknó-kratarnir munu ekki geta svarað öllum þeim spurningum tímanlega, því þeir koma sér ekki saman um neitt nema að staðla endalaus leiðindi á endalausum möppu-dýrabæjar fundum.  Svo þurfa allir leiðtogarnir að koma enn og aftur saman og þá verða þeir líkastir

gríni Benedikts Gröndal á leiðtogum Evrópu í Heljarslóðarorustu.

Orðrétt (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 21:52

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var í matarboði hjá þýskum vinum mínum í kvöld við vorum einmitt að ræða þessi orð Ags forstjórans.  Við vorum sammála um að Grikkir myndu fara úr Evrusvæðinu.  Ásamt Spáni og fleiri ríkjum.  Það eru ýmis spillingarmál í gangi í Þýskalandi og Merkel er að tapa stórt vegna rangra ákvarðana.  Sérstaklega ræddu þau mál eins ráðherra sem sagði sannleikann hreint út, sem kom illa við frúna og neitaði að segja af sér svo hún þurfti að reka hann.  Þetta á eftir að draga dilk á eftir sér að þeirra mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 23:25

16 identicon

Frakkar samþykktu á sínum tíma sameiningu Vestur-Þýskalands og Austur-Þýskalands með því skilyrði að Þjóðverjar gæfu sitt sterka þýska mark upp á bátinn og tækju þess í stað upp sameiginlega mynt með öðrum ESB þjóðum, hina margræmdu Evru.  Mismunandi hagvaxtarstigi og lífsháttum norðurs og suðurs var sullað saman í eina rjómabollu og settar stjörnur alríkisins á myntina.

En vandinn er að það er bara ekkert alríki (federal) til í Evrópu og engin von til að nokkur vilji sé til þess að td. Frakkland eða Þýskaland eða Holland vilji breyta stjórnarskrá landa sinna til að afsala sér fjárhagslegu fullveldi sínu.  Draumur einhverra bankafursta og hrægamma um að þjóðríki Evrópu myndu sameinast undir eina alríkis seðlabanka stjórn -líkt og fylki USA gerðu að lokum eftir mikil átök- er líkast til dauðanum dæmt og var það sjálfsagt alltaf.

Eftirleikurinn er að hefjast og eins og Ásthildur segir, þá á hann eftir að draga dilk á eftir sér. 

Hefur virkilega enginn sagt Bjarna Ben., Jóhönnu og Steingrími frá þessu?  Eru þau í einhverri lautarferð eða "ude at köre, med de sköre"?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 01:58

17 identicon

Hvað ætla Þjóðverjar að gera, td. varðandi spænsku bankakreppuna? 

Í nýjustu grein sinni í Daily Telegraph "Spain runs out of money" hvetur Ambose Evans-Pritchard Þjóðverja til að yfigefa Evru myntsambandið. 

Það sé kvalaminnst fyrir alla aðila:

"I am not "calling for" a German bail-out of Spain or any such thing. My view has always been that EMU is a dysfunctional and destructive misadventure – for reasons that have been well-rehearsed for 20 years on these pages.

My point is that if THEY want to save THEIR project and avoid a very nasty denouement, such drastic action is what THEY must do.

If Germany cannot accept the implications of this – and I entirely sympathise with German citizens who balk at these demands, since such an outcome alienates the tax and spending powers of the Bundestag to an EU body and means the evisceration of their democracy

– then Germany must leave EMU. It is the least traumatic way to break up the currency bloc (though still traumatic, of course).

My criticism of Germany is the refusal to face up to either of these choices, clinging instead to a ruinous status quo.

The result of Europe's policy paralysis is more likely to be a disorderly break-up as Spain – and others – act desperately in their own national interest. Se salve queen pueda."

Afneitun þýskra stjórnvalda er af sama toga og flestra annarra stjórnvalda, nú um stundir og ekki síst þeirra íslensku, sem vita ekki hvort þau eru að koma eða fara og taka þess í stað strútinn á vandamálin "... to a ruinous status quo." 

Einungis gungur og druslur þora ekki að segja af eða á.

Íslensk stjórnvöld eru gungur og druslur, sem afneita raunveruleikanum

og fyrir það líður allur hinn óbreytti íslenski almenningur, líkt og almenningur

annarra landa sem býr við gjörspillta stjórnmálaelítu kerfisflokka,

sem ganga einungis erinda sérhagsmunaafla og hrægamma, sem drepa

hægt og bítandi grósku blómlegs lífs almennings og smáfyrirtækja.

Og þar makkar "hægri" valdaelíta Sjálfstæðisflokksins með "vinstri"

helferðarstjórninni í annarlegri moðsuðu og gegn hagsmunum almennings.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband