Ríkisstjórnin fundar á Nubo-landi

Vanhæfasta og óvinsælasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar fundar á Egilsstöðum steinsnar frá Grímsstöðum á Fjöllum þar sem útstendari kínverskra stjórnvalda, Huang Nubo, kemst yfir 30 þúsund hektara lands fyrir atbeina ráðherra Samfylkingarinnar.

Landssöluráðherrarnir hitta eflaust fyrir á fleti sveitarstjórnarmennina sem teppalögðu leið Nubo framhjá gildandi lögum.

Í Nubo-landi eru það ekki lögin sem gilda heldur fjármagnið. Fyrsta ,,hreina" vinstristjórn lýðveldisins gerir það ekki endasleppt.

 


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er stjórnarandstaðan í þessu máli?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 07:29

2 identicon

Þetta er bókmenntafólk Páll. Sé fyrir mér lítinn leshring þar sem menn glugga í Jarðnæði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 10:07

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvað er ,,steinsnar" margir kílómetrar?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.5.2012 kl. 12:02

4 identicon

Stjórnarandstaðan styður þetta Kristján, a.m.k. þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar eins og kom fram í viðtali við þau í útvarpsfréttum áðan.  Hreyfingin er hins vegar á móti.

Skúli (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 14:27

5 identicon

Ómar B. Kristjánsson, hvað þýðir á mannamáli, "hrein vinstri stjórn"?

Þýðir það að lúffa fyrir alræði fjármagnseigendanna og það sérstaklega á kostnað allrar alþýðu fólks og ræna það svo landi þess líka?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband