Nubo er ekki einn á ferð

Nubo er ekki hversdagslegur fjárfestir heldur er hann til skamms tíma starfsmaður kínverska kommúnistaflokksins og þar af leiðir kínverskra stjórnvalda. Engin reynsla er af Nubo hér á landi.

Ef Nubo er ekki útsendari kínverskra stjórnvalda heldur framkvæmdaskáld með Íslandsáhuga hefði hann tekið sönsum þegar innanríkisráðherra hafnaði kaupum hans á Grímstöðum á Fjöllum og fundið sér annað fjárfestingaverkefni hér á landi.

Loftkastalahugmyndir Nubo um millilandaflugvöll og goflvöll á öræfum eru ekki til að auka á trúverðugleika mannsins.

Ágúst H. Bjarnason skrifar áhugaverða samantekt á Nubo-málinu og varpar fram brýnum spurningum.

Ögmundur stendur vonandi vaktina fyrir okkur.


mbl.is Huang segir samkomulag í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Bjarnason skrifar mjög athyglisverðan pistil um þetta mál í dag.

http://www.bjorn.is/pistlar/2012/05/06/nr/6296

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 16:12

2 identicon

Ögundur stendur enga vakt .hann er þegar kveðinn niður af græðgisvaldinu sem nú hefur endanlega afhent iSLAND .....EINHVERJUM ?????????

rh (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 16:41

3 identicon

Það er alveg merkilegt með samfylkinguna að þegar stórfjármagnið á í hlut eru þeir mjúkmálir og þjálir.  Til í hvað sem er og helst á kostnað almennings.

Það sést vel af því hvernig staðið hefur verið að skjaldborginni frægu.  

Það sést vel af sögunni með Baug, Jóni Ásgeiri og Fréttablaðinu.

Það sést aftur vel í þessu máli.

jonasgeir (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 16:52

4 identicon

Ég verð að játa að ég skil ykkur ekki...Nubo hefði ekki þurft að gera annað en stofna lítið skúffufyrirtæki innan EES og þar með hefði hann getað keypt Grímsstaði án nokkurrar íhlutunar stjórnvalda hér á landi.  Er það ekki rétt hjá mér?

Maðurinn ákveður hinsvegar að koma beint að hlutunum og fær jörðina á endanum leigða, leigða til langs tíma enda mundu fáir fjárfesta fyrir milljarða nema þeir væru vissir um að geta notið fjárfestingarinnar. 

HelgaB (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 17:47

5 identicon

Fyrst lá Samfylkingin flöt fyrir íslenskum útrásarvíkingum,

nú liggur hún flöt fyrir kínverskum innrásarvíkingum.

Samfylkingin er alltaf sama mellan í aflandseyja-harkinu með hrægömmum

og selur þá hvað sem er á kostnað almennings.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 18:20

6 identicon

Hræsni Samfylkingarinnar er algjör.  Ef Nubo fær Grímsstaði til 40 eða 99 ára nýtingarréttar, mun það sama þá gilda um kvótagreifana????

Hver er eiginlega hin lagalega stefna Samfylkingarinnar, að maður minnist nú ekki á hina framkvæmdalegu, pólitísku og siðrænu????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 18:38

7 Smámynd: Sólbjörg

Helga, Nupo hefði ekki getað stofnað skúffufyrirtæki í einhverju ESB landi til að komast yfir eignir eða landskika- það er liðin tíð. Reglurnar eru þannig að fyrirtækið verður að vera með sannanlegan rekstur.

Afar athyglisverð athugasemd hjá þér Pétur um nýtingaréttinn.

Sólbjörg, 6.5.2012 kl. 18:49

8 identicon

Sólbjörg, Núbó hefði semsagt getað stofnað lítið kleinubakarí innan EES og sýnt fram á sannanlegan rekstur til að geta keypt Grímsstaði eða hvað.

Hann kemur hreint fram þessi Kínverski maður og það met ég, veri hann velkominn. 

HelgaB. (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 19:06

9 identicon

Sólbjörg, það er alla vega kristaltært,

að Samfylkingunni er sama um mig og henni er sama um þig

og henni er sama um okkur öll, sem erum bara venjulegt og óbreytt fólk. 

Samfylkingunni er sama um allt nema elítu sína og því skal okkur fórnað! 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 19:15

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef tekið afstöðu gegn óbeinni landsölu í bloggpistli mínum en bendi á að Grímsstaðir á Fjöllum eru ekki "á öræfum" og flugbraut þar yrði það ekki heldur.

Grímsstaðir er byggður sveitabær í sveitinni Hólsfjöllum byggðarmegin við hringveginn og var stólpajörð með miklu beitilandi, sem spillt var með ofbeit.

Grímsstaðir eru heldur ekki efstur í bæjaröðinni, Víðidalur og Möðrudalur eru innar.

Rétt skal vera rétt.

Ómar Ragnarsson, 6.5.2012 kl. 19:57

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jötukratar eru iðnir við kolann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2012 kl. 21:32

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú passar að verða aftur sveitó,muna Hólsfjallahangikjötið og Adda leikar sem söng inn í hjörtu Kana með lagi Prestlei´s ,,Blue suede shoes,, góður gaji.

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2012 kl. 00:00

13 Smámynd: Elle_

Nú verða kattastjórnendurnir bara að kalla saman Þór og co. og fá meirihluta og losa sig við Ögmund eins og þau losuðu sig við Jón.

Elle_, 7.5.2012 kl. 01:12

14 identicon

Nei Elle, hér þarf bara kosningar sem allra fyrst

og mér sýnist það vera eindreginn vilji meirihluta landsmanna,

séð í ljósi þess að einungis 10% þjóðarinnar treystir núverandi alþingi

og að einungis tæpur þriðjungur styður þessa helferðarstjórn!

Og ekki mun stuðningurinn við hana vaxa, því margt heiðarlegt og gott fólk innan Samfylkingar og eins VG er algjörlega andsnúið þessum melluhætti flokkseigenda þessara flokka gagnvart Nubo. 

Það fólk mun krefjast algjörrar endurnýjunar innan sinna flokka og að velja sér hæfari og heiðarlegri frambjóðendur til næstu kosninga ... þær kosningar liggja nú í loftinu, líkast til með haustinu, en stjórnin hvellspringur fyrr.  Þetta helvíti lyga, svika, fals, undirferla og algjörs ógegnsæis gengur bara ekki lengur.  Það er fleiri og fleiri að verða fullkomlega ljóst innan þessara flokka. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband