Mest traust á Ólafi Ragnari

Ólafur Ragnar Grímsson forseti ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn, samkvæmt mælingu MMR sem Viðskiptablaðið greinir frá. Um helmingur landsmanna ber traust til Ólafs Ragnars en næstur honum kemur Lilja Mósesdóttir með 28,5 prósent.

Aðrir stjórnmálamenn mælast með minna en 20 prósent traust.

Með því að taka afstöðu með þjóðinni í Icesave-deilunni tókst Ólafi Ragnari að ávinna sér traust á ný. Með Ólaf Ragnar á Bessastöðum næstu árin er kjölfesta í stjórnsýslunni.

Ef svo fjarska ólíklega vill til að Ólafur Ragnar fái ekki kjör til forsetaembættis í sumar er einboðið að hann taki að sér að leiða nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þóra Arnórsdóttir er með átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar samkvæmt síðustu könnun. Nú ætti kallinn að draga framboð sitt, sem var tómt rugl frá byrjun, til baka og leyfa þjóðinni að velja á milli Þóru og Ara Trausta. Ólafur er gamalmenni, sem á ekkert erindi í opinbert starf, Urbi et Orbi.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 14:52

2 identicon

Heiðarlegasti stjórnmálamaðurinn á þingi, Lilja Mósesdóttir, mælist með langmesta traustið. 

Það sýnir að það er vaxandi krafa almennings, að stjórnmálamenn hafi heiðarleikann einan að leiðarljósi.  Vaxandi fjöldi treystir Lilju, umfram aðra.

Ég treysti Lilju. Ég játa það að ég var svo ólánsamur að kjósa vg síðast.  Og hef síðan, næstum frá þeim fyrsta degi beðið alla afsökunar á því. 

En í öllum þeim pólitíska hráskinnungsleik fjórflokksins, sem síðan hefur átt sér stað, hefur Lilja verið sjálfri sér samkvæm og alltaf án þess undirferlis sem einkennir því miður alltof marga þingmenn fjórflokksins og einnig að vissu marki hreyfingarinnar. 

Ég hvet fólk til að kynna sér vel stefnumálin á xc.is, heimasíðu Samstöðu - flokks lýðræðis og velferðar, flokks Lilju Mósesdóttur og góðar greinar hennar á liljam.is 

Þar er að finna stefnu sem sameinar okkur til betra lífs hér innanlands, en EKKI til aðlögunar að ESB.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 15:02

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Haukur, Þóra og Ólafur eru jöfn skv. einu könnuninni sem gerð hefur verið. Könnun Vísis er ekki vísindaleg og aðeins um að ræða viðhorf þeirra sem nenntu að klikka í spurningabox á Vísi. Allt í lagi hjá þér að halda með Þóru en framboðsfrestur rennur út eftir rúman mánuð. Þá fyrst ætla t.d. ég að byrja að skoða kandidatana.

Einar Guðjónsson, 24.4.2012 kl. 15:42

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svolítið hrekkjalegur pistill Páls núna. 

Spurning hvort vinstri menn (VG) vilja festa ÓRG í forsetaembættinu eða sleppa honum lausum í pólitíkina?

Kolbrún Hilmars, 24.4.2012 kl. 15:50

5 identicon

Egill Helgason er ekki af baki dottinn. Heldur áfram að reka áróður gegn Þóru Arnórsdóttur af miklu kappi. Hvað kom fyrir kappann? Datt hann á hausinn eða át hann yfir sig?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 16:55

6 identicon

Það hlýtur að vera heiðvirðum sjálfstæðismönnum talsvert áhyggjuefni,

að formaður þeirra, Bjarni Benediktsson nýtur einungis 15,9 %trausts

og að mas. Steingrímur og hrunráðherrann Jóhanna, þrátt fyrir alla þeirra ljótu og illu gjörninga gegn þjóðinni,  njóti eilítið meira trausts en Bjarni Ben.

Er það ekki verðugt umhugsunarefni fyrir heiðvirða sjálfstæðismenn?

Þarf að minna þá á samþykkt Bjarna á síðasta Icesave gjörningi?

Þarf að minna þá á grein Bjarna og Illuga á sínum tíma í Fretblaðinu

til lofgjörðar Evrunni og ESB?  Ekki voru þeir þá spámannlega vaxnir. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 17:27

7 identicon

Minni á þá staðreynd að Lilja Mósesdóttir hefur á þingi

alltaf greitt atkvæði gegn Icesave aðgöngumiðanum að ESB.

Það er hins vegar ekki hægt að segja um þá sem njóta nú,

og það af skiljanlegum ástæðum, miklu minna trausts.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 17:41

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði Hönnu Birnu, naumlega þó. Staða flokksins og traust útávið væri allt annað í dag ef flokksmenn hefðu almennt sýnt einhverja framsýni í því formannskjöri.

Kolbrún Hilmars, 24.4.2012 kl. 17:46

9 identicon

Haukur Kristjánsson

Það er ekkert athugavert við þessi ummæli Egils.  Þau túlka bara könnunina:

"Það er ýmislegt athyglisvert við þessar niðurstöður – til dæmis það að Ólafur Ragnar nýtur miklu meira trausts hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins en sjálfur formaður flokksins."

Hins vegar er alveg ljóst að Þóra er forsetaframbjóðandi spilltra þingmanna innan fjórflokksins. 

Salómon (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 17:57

10 identicon

@Salómon. Þú segir að Þóra sé frambjóðandi spilltra þingmanna. Þetta er djörf fullyrðing, svo ekki sé meira sagt. Má ekki vera að Þóra Arnórsdóttir sé frambjóðandi af eigin hvötum? En burtséð frá þessu, skal minna á að  Ólafur Ragnar er skilgetið afkvæmi 4-flokksins. Búinn að vera heimilismaður í nær öllum flokkum, jafnvel hjá hækjunni. En Ólafur hefur enga þörf fyrir spillta þingmenn. Hann er sjálfur spilltur og lét útrásar glæpamennina spila með sig. Lestu Rannsóknarskýrslu Alþingis, bindi 8, bls. 170-178; Ræður forsetans, ferðalög í þágu útrásar, bréfin, boð á Bessastöðum. Ekki veit ég hvort þau hjónin hafi þegið mútur, en ekki þykir mér ólíklegt að þau hafi tekið við dýrum gjöfum. Og af hverju vill kallinn engar siðareglur fyrir embættið? Hvað Egil varðar er það ekki aðeins ég sem hef tekið eftir því hversu hlutdrægur hann er orðinn varðandi framboð til forseta.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 19:00

11 identicon

Haukur Kristjánsson

Ég botna reyndar ekkert í þessu sjálfur, en mér sýnist Páll vera að meina fyrir sína hönd og Egils, að Ólafur væri vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs og það sé líkast til draumur þeirra beggja:

"Ef svo fjarska ólíklega vill til að Ólafur Ragnar fái ekki kjör til forsetaembættis í sumar er einboðið að hann taki að sér að leiða nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar."

Salómon (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 21:39

12 identicon

Þeas. Nýja Sjálfstæðisflokkinn,  NS flokkinn.

Salómon (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 21:43

13 identicon

Enness, sem minnir á þjóðlegan og góðan emmess ís.

Salómon (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 21:46

14 identicon

Hefði aldrei - jafnvel ekki í viltustu "fantasíum"komið til hugar að kjósa Ólaf Ragnar - en nú mun ég gera það !

 Maður sem bjargaði þjóðinni frá 80 MILLJARÐA SKULDABAGGA á heiður og endurkosningu skilið .

 Heiður þeim sem heiður ber !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 21:52

15 identicon

Því er það minn skilningsríki úrskurður -ég vil ekki kalla það dóm-

að Agli þyki emmess ís góður og því hallist hann nú að enness.

Salómon (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 21:59

16 Smámynd: Elle_

Haukur, forsetinn gat ekkert vitað frekar en við hin hverjir voru þjófar.  Og hann er ekkert gamalmenni.  Hann er hæfur og á góðum aldri fyrir forsetaembættið þar sem eldri menn eru oftar en ekki vitrari en yngri menn.  Það kemur vanalega með þroska ef þú skyldir ekki vita það og nóg komið af strákum í forystu.

Elle_, 24.4.2012 kl. 23:13

17 Smámynd: Elle_

Haukur Kristinsson vísar í bindi 8 í skýrslunni þar sem samfylkingarkona vann pólitísk myrkraverk gegn honum fyrir, gettu hvaða flokk??  Hann NEITAÐI opinberlega hvað var sagt um hann þar.  Það bindi var engin rannsóknarskýrsla.  Vonandi fær hann tækifæri seinna til að fá það dæmt dautt og ómerkt.

Elle_, 24.4.2012 kl. 23:19

18 Smámynd: Elle_

Kalli, ICESAVE var miklu hærra en það.  ICESAVE var um 500 - 1000 MILLJARÐAR fyrir utan fáránlega vexti upp á 100 milljónir á degi hverjum.  UM 80 MILLJARÐAR væru komnir núna bara í vexti.  Vexti fyrir ekkert nema rán.

Elle_, 24.4.2012 kl. 23:26

19 identicon

"Hefði aldrei - jafnvel ekki í viltustu "fantasíum"komið til hugar að kjósa Ólaf Ragnar - en nú mun ég gera það!"

Rosalega er ég sammála Kalla Sveins.  Enda engar smáupphæðir sem Elle segir okkur að kallinn hafi sparað okkur með því að vísa þessu í þjóðaratkvæði og það tvisvar sinnum.  En þetta um enness og emmess sem þessi Salómon er að segja er bara hrikalega fyndið og skemmtilegt djók.

Nonni (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband