Laun, vextir og lygin um ókeypis peninga

Laun hækkuðu of mikið of snemma eftir hrun. Verðbólga kom í kjölfarið. Vextir hækka ekki í takt við verðbólgu vegna þess að elítan á Íslandi trúir á ókeypis peninga, svo Jón Steinsson hagfræðingur sé umorðaður.

ASÍ trúir á ókeypis peninga og Samtök atvinnulífsins sömuleiðis. Samtök atvinnulífsins eru reyndar svo óforskömmuð að heimta afnám gjaldeyrishafta en öskra eins og stungin grís ef vextir eru hækkaðir.

Vextir verða að vera 1-3 prósentum fyrir ofan verðbólgu. Allt annað er blekking sem kemur okkur í koll. Lygina um ókeypis peninga þarf að kveða í kútinn.


mbl.is Launavísitalan hækkar um 1,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað átrúnaðargoð krata og marxista.

Þeir trúa ekki á himnaríki eftir dauðan.

Þeir trúa á ókeypis peninga handa öllum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 11:40

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er rétt h já þér Páll, - ef hagvöxtur eða aukin verðmætaframleiðsla er til staðar til að tryggja ávöxtun þessara fjármuna sem þú fjallar um.

Ef ávöxttunin er ekki til staðar - tekst þetta ekki - frekar en  háu stýrivextir Seðlabankans 2005-2008 sbr

Vitleysan sem virðist aftur komin í gang við að knýja upp vitlausa verðbólgumælingu - er að hafa "húsnæðislið" í mælingu vísitölu neysluverðs.
Húsnæði er ekki "neysla" - og húsnæði því ekki með í sambærilegum mælingum í flestum ríkjum OECD.
Þú sérð á myndinni - að þarna eru extra 2-3% "platverðbólga" 2003-2007... og  faglegur grundvöllur til hækkinar stýrivaxta því  vitlaus þarna um 2-3%.
Nú er þessi "Bólgu Móri" aftur orðinn sami uppvakningurinn.
Pældu í þessu og kondu svo með niðurstöðu hjá greiningardeild bloggsíðu þinnar.

Kristinn Pétursson, 24.4.2012 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband